Í könnuninni á undan mældist hann með 65,6 prósenta fylgi. Davíð Oddsson mældist með 20,1 prósenta fylgi í nýju könnuninni og Andri Snær Magnason með 10,9 prósenta fylgi. Fylgi Höllu Tómasdóttur jókst um tæp fimm prósentustig frá síðustu könnun og mælist nú með 6,9 prósent samkvæmt MMR.
Þegar spurt var hvern svarendur myndu líklegast kjósa ef þeirra fyrsta val væri ekki í framboði kom í ljós að Guðni Th. Jóhannesson var oftast nefndur en Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir komu þar á eftir. Aðrir frambjóðendur voru sjaldnar nefndir sem annað val.
