Nútíð gegn fortíð Stjórnarmaðurinn skrifar 1. júní 2016 11:00 Stjórnarmaðurinn er nú ekki vanur að velta pólitík fyrir sér um of, en varla er annað hægt nú í ljósi sögulegra forsetakosninga sem fram undan eru. Hann fylgdist því agndofa með rimmu þeirra Davíðs Oddssonar og Guðna Th. Jóhannessonar í sjónvarpsþættinum Eyjunni á dögunum. Davíð var í kunnuglegum gír – réðst að Guðna af öllum mögulegum og ómögulegum ástæðum. Flestum þó ómögulegum. Guðni átti að hafa gert lítið úr meintum sigrum Íslendinga í þorskastríðinu, sem lauk um það leyti sem hann fæddist. Hann átti að vera stækur Evrópusinni og einn helsti hvatamaður þess að Ísland undirgengist Icesave-skuldbindingarnar. Allt væri þetta sem eitur í beinum Davíðs og hans manna – næsti bær við landráð. Sem fyrr eru engir gráir fletir í tilveru Davíðs. Það er allt eða ekkert, með eða/og á móti. Stjórnarmaðurinn er einn þeirra sem glöddust þegar Davíð kynnti framboð sitt. Þótt ekki væri nema fyrir skemmtanagildið. Gamanið var þó fljótt að kárna þegar gamli vígamaðurinn birtist í öllu sínu veldi eftir hófstillta byrjun. Blessunarlega virðast meðul á borð við þau sem Davíð beitir hætt að virka. Þau eiga líklega ekki erindi á tölvuöld. Auðvelt að kveða niður hálfkveðnar vísur og leiðrétta hálfsannleik. Fólk sem er yngra en frambjóðandinn sjálfur hefur tól til að greina réttar fullyrðingar frá röngum á andartaki. Niðurstöður kannana í kjölfar árása Davíðs eru órækur vitnisburður um þetta. Kannanir benda til að frekar fjari undan honum en hitt. Það er líka eina lógíska niðurstaðan eftir sjónvarpserjur síðustu daga. Það er einfaldlega ekki eftirspurn eftir klækjarefum sem planta illgresi í blett nágrannans án þess að huga að eigin órækt. Davíð ætti að horfast í augu við eigin fortíð áður en hann býr til sögur um aðra. Það væri ekki bara heillavænlegast í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir, heldur vonandi einnig farsælast þegar kemur að því að skrá söguna sem hann hefur keppst við að endurskrifa undanfarin ár. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Stjórnarmaðurinn er nú ekki vanur að velta pólitík fyrir sér um of, en varla er annað hægt nú í ljósi sögulegra forsetakosninga sem fram undan eru. Hann fylgdist því agndofa með rimmu þeirra Davíðs Oddssonar og Guðna Th. Jóhannessonar í sjónvarpsþættinum Eyjunni á dögunum. Davíð var í kunnuglegum gír – réðst að Guðna af öllum mögulegum og ómögulegum ástæðum. Flestum þó ómögulegum. Guðni átti að hafa gert lítið úr meintum sigrum Íslendinga í þorskastríðinu, sem lauk um það leyti sem hann fæddist. Hann átti að vera stækur Evrópusinni og einn helsti hvatamaður þess að Ísland undirgengist Icesave-skuldbindingarnar. Allt væri þetta sem eitur í beinum Davíðs og hans manna – næsti bær við landráð. Sem fyrr eru engir gráir fletir í tilveru Davíðs. Það er allt eða ekkert, með eða/og á móti. Stjórnarmaðurinn er einn þeirra sem glöddust þegar Davíð kynnti framboð sitt. Þótt ekki væri nema fyrir skemmtanagildið. Gamanið var þó fljótt að kárna þegar gamli vígamaðurinn birtist í öllu sínu veldi eftir hófstillta byrjun. Blessunarlega virðast meðul á borð við þau sem Davíð beitir hætt að virka. Þau eiga líklega ekki erindi á tölvuöld. Auðvelt að kveða niður hálfkveðnar vísur og leiðrétta hálfsannleik. Fólk sem er yngra en frambjóðandinn sjálfur hefur tól til að greina réttar fullyrðingar frá röngum á andartaki. Niðurstöður kannana í kjölfar árása Davíðs eru órækur vitnisburður um þetta. Kannanir benda til að frekar fjari undan honum en hitt. Það er líka eina lógíska niðurstaðan eftir sjónvarpserjur síðustu daga. Það er einfaldlega ekki eftirspurn eftir klækjarefum sem planta illgresi í blett nágrannans án þess að huga að eigin órækt. Davíð ætti að horfast í augu við eigin fortíð áður en hann býr til sögur um aðra. Það væri ekki bara heillavænlegast í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir, heldur vonandi einnig farsælast þegar kemur að því að skrá söguna sem hann hefur keppst við að endurskrifa undanfarin ár.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira