Verkleysið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 1. júní 2016 07:00 Í gær var birt svört skýrsla um stöðu salernismála á ferðamannastöðum á Íslandi. Skýrslan var unnin að beiðni Stjórnstöðvar ferðamála og kemst að þeirri, ekki beint óvæntu, niðurstöðu að málin séu ekki í góðum horfum. Í samantekt niðurstaða kemur fram að við marga af helstu ferðamannastöðum landsins sé salernisaðstaða mjög fátækleg og sumstaðar hreinlega ekki til staðar. Mikið álag sé á einkaaðilum sem bjóða upp á salerni fyrir sína viðskiptavini; bensínstöðvar, matsölustaðir og minjagripabúðir. Oft sé aðstaða lokuð utan hefðbundins opnunartíma og versnar þá aðgengi að salernum til muna. Viðmælendur skýrsluhöfunda voru sammála um að mikill skortur sé um allt land á boðlegum almenningssalernum sem séu undir eftirliti þjónustuaðila og opin allan sólarhringinn alla dag ársins. Þekktar og ástsælar náttúruperlur eru meðal svæða þar sem uppbygging er nauðsynleg. Spár gera ráð fyrir að meira en tvær milljónir sæki landið heim árið 2018. Það er tvisvar sinnum meira en í fyrra þegar rúmlega milljón ferðamenn komu hingað til lands. Þessi gríðarlega fjölgun hefur reynst okkur mikill happdrættisvinningur. Viðsnúninginn sem orðið hefur í íslensku efnahagslífi má að miklu leyti rekja til allra þessara ferðamanna. Þessi staða ætti ekki að koma neinum á óvart. Í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar frá árinu 2013 er langtímastefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi sögð nauðsynleg meðal annars með tilliti til uppbyggingar innviða. Kanna átti möguleika á gjaldtöku til uppbyggingar ferðamannastaða til að bregðast við auknum fjölda ferðmanna í náttúru Íslands. En þrátt fyrir fögur fyrirheit og löngu ljós vandamál hefur lítið gerst. Vísir sagði frá því í gær að „vorboðinn“ – ferðamenn að létta á sér úti í garði við heimahús – væri kominn. Koma þessara frétta er eins viss og fréttir af lóunni og lúpínudeilum á vorin. Skemmst er að minnast frétta frá því í júlí í fyrra þar sem sagt var frá því að ferðamenn gengu örna sinna við þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. Skýrsla stjórnstöðvarinnar er fagnaðarefni og í henni er vandamálið greint. Næsta skref verður greina þörf og meta kostnað og að því loknu verður hægt að forgangsraða verkefnum og ráðast sem fyrst í nauðsynlega uppbyggingu þar sem þörfin er mest. En þó að því beri að fagna sem vel er gert, er óhjákvæmilegt að velta því upp hvers vegna í ósköpunum þessi skref hafa ekki verið stigin löngu fyrr. Eftir að hugmyndin um náttúrupassann var slegin út af borðinu virðist sem ríkisstjórnin hafi gefist upp á að finna lausn á því hvernig eigi að takast á við nauðsynlega innviðauppbyggingu meðfram auknum ferðamannastraumi. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi um margt staðið sig vel, sérstaklega í málefnum tengdum gjaldeyrishöftum og efnahagsmálum, sem þó er umdeilt hvort skrifa megi á ríkisstjórnina yfir höfuð, þá er líklegt að verkleysið, sem kalla má vítavert, í málefnum sem tengjast komu ferðamanna til landsins, verði eitt af því sem hennar verður minnst hvað helst fyrir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ná ekki endum saman! Ellilífeyrisþegi kom að máli við mig og sagðist eiga erfitt með að láta enda ná saman.Hann hefur tæpar 100 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna skerðingar á lífeyri almannatrygginga og skattlagningar fær hann ekki nema 219 þúsund á mánuði samanlagt frá TR og lífeyrissjóðnum eftir skatt. Hann er einhleypur. 1. júní 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Í gær var birt svört skýrsla um stöðu salernismála á ferðamannastöðum á Íslandi. Skýrslan var unnin að beiðni Stjórnstöðvar ferðamála og kemst að þeirri, ekki beint óvæntu, niðurstöðu að málin séu ekki í góðum horfum. Í samantekt niðurstaða kemur fram að við marga af helstu ferðamannastöðum landsins sé salernisaðstaða mjög fátækleg og sumstaðar hreinlega ekki til staðar. Mikið álag sé á einkaaðilum sem bjóða upp á salerni fyrir sína viðskiptavini; bensínstöðvar, matsölustaðir og minjagripabúðir. Oft sé aðstaða lokuð utan hefðbundins opnunartíma og versnar þá aðgengi að salernum til muna. Viðmælendur skýrsluhöfunda voru sammála um að mikill skortur sé um allt land á boðlegum almenningssalernum sem séu undir eftirliti þjónustuaðila og opin allan sólarhringinn alla dag ársins. Þekktar og ástsælar náttúruperlur eru meðal svæða þar sem uppbygging er nauðsynleg. Spár gera ráð fyrir að meira en tvær milljónir sæki landið heim árið 2018. Það er tvisvar sinnum meira en í fyrra þegar rúmlega milljón ferðamenn komu hingað til lands. Þessi gríðarlega fjölgun hefur reynst okkur mikill happdrættisvinningur. Viðsnúninginn sem orðið hefur í íslensku efnahagslífi má að miklu leyti rekja til allra þessara ferðamanna. Þessi staða ætti ekki að koma neinum á óvart. Í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar frá árinu 2013 er langtímastefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi sögð nauðsynleg meðal annars með tilliti til uppbyggingar innviða. Kanna átti möguleika á gjaldtöku til uppbyggingar ferðamannastaða til að bregðast við auknum fjölda ferðmanna í náttúru Íslands. En þrátt fyrir fögur fyrirheit og löngu ljós vandamál hefur lítið gerst. Vísir sagði frá því í gær að „vorboðinn“ – ferðamenn að létta á sér úti í garði við heimahús – væri kominn. Koma þessara frétta er eins viss og fréttir af lóunni og lúpínudeilum á vorin. Skemmst er að minnast frétta frá því í júlí í fyrra þar sem sagt var frá því að ferðamenn gengu örna sinna við þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. Skýrsla stjórnstöðvarinnar er fagnaðarefni og í henni er vandamálið greint. Næsta skref verður greina þörf og meta kostnað og að því loknu verður hægt að forgangsraða verkefnum og ráðast sem fyrst í nauðsynlega uppbyggingu þar sem þörfin er mest. En þó að því beri að fagna sem vel er gert, er óhjákvæmilegt að velta því upp hvers vegna í ósköpunum þessi skref hafa ekki verið stigin löngu fyrr. Eftir að hugmyndin um náttúrupassann var slegin út af borðinu virðist sem ríkisstjórnin hafi gefist upp á að finna lausn á því hvernig eigi að takast á við nauðsynlega innviðauppbyggingu meðfram auknum ferðamannastraumi. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi um margt staðið sig vel, sérstaklega í málefnum tengdum gjaldeyrishöftum og efnahagsmálum, sem þó er umdeilt hvort skrifa megi á ríkisstjórnina yfir höfuð, þá er líklegt að verkleysið, sem kalla má vítavert, í málefnum sem tengjast komu ferðamanna til landsins, verði eitt af því sem hennar verður minnst hvað helst fyrir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Ná ekki endum saman! Ellilífeyrisþegi kom að máli við mig og sagðist eiga erfitt með að láta enda ná saman.Hann hefur tæpar 100 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna skerðingar á lífeyri almannatrygginga og skattlagningar fær hann ekki nema 219 þúsund á mánuði samanlagt frá TR og lífeyrissjóðnum eftir skatt. Hann er einhleypur. 1. júní 2016 07:00
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun