Hvers vegna Andri Snær? Þór Saari skrifar 19. júní 2016 17:05 Forsetakjörið sem fram fer næstkomandi laugardag gefur íslendingum færi á að gera að einhverju leiti upp það gamla og siðspillta pólitíska samfélag sem verið hefur við lýði undanfarin 25 ár, eða allt frá því að frjálshyggjuarmur Sjálfstæðisflokksins með Eimreiðarklíkuna í broddi fylkingar hófst handa við að afbyggja íslenskt samfélag. Hluti af þessu gamla samfélagi inniber einnig fráfarandi forseta og alla þá pólitísku yfirstétt sem hefur raðað sér á jötuna þennan tíma. Fólk sem með aðgerðum sínum og aðgerðarleysi keyrði samfélagið í stærsta gjaldþrot sögunar í Hruninu 2008. Hin útbrunnu blys, Davíð og Ólafur, marka nefnilega ákveðin tímamót, og það er fagnaðarefni að hvorugur þeirra muni verða næsti forseti Íslands. Að teknu tilliti til mannkosta annarra frambjóðenda sem hafa þó ekki allir mikið fram að færa, virðist vera erfiðast fyrir fólk að gera upp á milli Andra Snæs Magnasonar og Guðna Th. Jóhannessonar. Vissulega hefur Guðni Th. margt fram að færa sem hófstilltur, yfirvegaður maður með vel ígrundaðar hugmyndir um embættið og sem slíkur eflaust ágætt „sameiningartákn“ sem mörgum finnst mikilvægt að sé til staðar í embætti forseta Íslands. Táknmyndir eru hins vegar ekki það sem Ísland þarf á að halda á þessum skrítnu tímum sem við búum við í dag og glingur, hefðir og yfirborðsmennskan sem hefur einkennt mest allan feril Ólafs, þarf að víkja, þó hans verði vonandi minnst fyrst og fremst sem forsetans sem færði þjóðinni tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og þar með völd sem hún hafði ekki haft síðan 1944. Ísland dagsins í dag þarf annað og meira en framhald á prjáli Ólafs og Vigdísar forvera hans. Ísland þarf ný viðhorf og nýja sýn á framtíðina. Viðhorf og sýn sem eiga rætur að rekja til aukinnar lýðræðisvitundar og þeirrar staðreyndar að núverandi stjórnskipan er ónýt og ný stjórnarskrá sem færir vald í meira mæli til almennings er mikilvægasta viðfangsefnið. Þar hefur Andri Snær mjög skýra sýn og yfirburði á Guðna Th. sem einhverra hluta vegna virðist ekki hafa kjark til að taka almennilega afstöðu til stjórnarskrármálsins, þrátt fyrir að þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu kosið sér þessa nýju stjórnarskrá með yfirgnæfandi meirihluta. Ferill Andra Snæs sem aktívista og rithöfundar er glæsilegur. Bækurnar hans eru einstaklega góðar, Bónusljóð, Sagan af Bláa Hnettinum, LoveStar og Draumalandið eru hver á sinn hátt innsýn í breyskleika mannanna og samfélag þeirra, en innibera jafnframt mjög skýra og fallega framtíðarsýn á samfélagið og endurspegla bjartsýni á framtíðina, ásamt praktískum hugmyndum um hvernig gera má lífið betra og skemmtilegra fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Maður sem hefur skilað af sér slíkum verkum og varið þau í orði og á borði með einstaklega rökföstum og prúðmannlegum hætti á svo sannarlega fullt erindi í starf forseta Íslands, sérstaklega þegar höfð eru í huga þau tímamót sem samfélagið okkar stendur á, bæði pólitískt og efnahagslega. Fari svo að það verði framhald á dauðakippum gamla spillta Íslands og að náhirð þess verði áfram nægilega sterk til að hafa áhrif, er það svo sannarlega áhyggjuefni, því núverandi pólitísk yfirstétt, í bandalagi við jábræðralag Fjórflokksins, mun halda áfram á sömu vegferð og fyrr. Viðskilnaður pólitísku yfirstéttarinnar við fólkið í landinu er hins vegar alger og birtist mjög skýrt á 17. júní þegar almenningi var meinaður aðgangur að Austurvelli og hátíðarhöldunum þar svo stjórnmálastéttin gæti mært sjálfa sig í friði. Þessu umhverfi þarf að breyta, en það fólk sem er fyrir á fleti mun streitast á móti þeim breytingum og kjarklítill, ákvarðanafælinn forseti sem hvorki viðurkennir samtíman né söguna mun verða Fjórflokknum auðsveipur aðstoðarmaður á áframhaldandi vegferð hans gegn almannahagsmunum. Það er því mikilvægt að næsti forseti Íslands verði kjarkmikill, verði með skýra sýn á söguna og á samfélag dagsins og verði einnig með skýra framtíðarsýn. Að öðrum ólöstuðum þá er Andri Snær Magnason sá frambjóðandi. Andri Snær sem næsti forseti Íslands yrði frábært fyrsta skref í átt til þess nýja og betra Íslands sem virðist vera í fæðingu og mun vonandi raungerast í þingkosningum haustsins með afhroði Fjórflokksins. Kjósum því Andra Snæ og kjósum betri framtíð fyrir afkomendur okkar, og fyrir komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Þór Saari Mest lesið Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Sjá meira
Forsetakjörið sem fram fer næstkomandi laugardag gefur íslendingum færi á að gera að einhverju leiti upp það gamla og siðspillta pólitíska samfélag sem verið hefur við lýði undanfarin 25 ár, eða allt frá því að frjálshyggjuarmur Sjálfstæðisflokksins með Eimreiðarklíkuna í broddi fylkingar hófst handa við að afbyggja íslenskt samfélag. Hluti af þessu gamla samfélagi inniber einnig fráfarandi forseta og alla þá pólitísku yfirstétt sem hefur raðað sér á jötuna þennan tíma. Fólk sem með aðgerðum sínum og aðgerðarleysi keyrði samfélagið í stærsta gjaldþrot sögunar í Hruninu 2008. Hin útbrunnu blys, Davíð og Ólafur, marka nefnilega ákveðin tímamót, og það er fagnaðarefni að hvorugur þeirra muni verða næsti forseti Íslands. Að teknu tilliti til mannkosta annarra frambjóðenda sem hafa þó ekki allir mikið fram að færa, virðist vera erfiðast fyrir fólk að gera upp á milli Andra Snæs Magnasonar og Guðna Th. Jóhannessonar. Vissulega hefur Guðni Th. margt fram að færa sem hófstilltur, yfirvegaður maður með vel ígrundaðar hugmyndir um embættið og sem slíkur eflaust ágætt „sameiningartákn“ sem mörgum finnst mikilvægt að sé til staðar í embætti forseta Íslands. Táknmyndir eru hins vegar ekki það sem Ísland þarf á að halda á þessum skrítnu tímum sem við búum við í dag og glingur, hefðir og yfirborðsmennskan sem hefur einkennt mest allan feril Ólafs, þarf að víkja, þó hans verði vonandi minnst fyrst og fremst sem forsetans sem færði þjóðinni tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og þar með völd sem hún hafði ekki haft síðan 1944. Ísland dagsins í dag þarf annað og meira en framhald á prjáli Ólafs og Vigdísar forvera hans. Ísland þarf ný viðhorf og nýja sýn á framtíðina. Viðhorf og sýn sem eiga rætur að rekja til aukinnar lýðræðisvitundar og þeirrar staðreyndar að núverandi stjórnskipan er ónýt og ný stjórnarskrá sem færir vald í meira mæli til almennings er mikilvægasta viðfangsefnið. Þar hefur Andri Snær mjög skýra sýn og yfirburði á Guðna Th. sem einhverra hluta vegna virðist ekki hafa kjark til að taka almennilega afstöðu til stjórnarskrármálsins, þrátt fyrir að þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu kosið sér þessa nýju stjórnarskrá með yfirgnæfandi meirihluta. Ferill Andra Snæs sem aktívista og rithöfundar er glæsilegur. Bækurnar hans eru einstaklega góðar, Bónusljóð, Sagan af Bláa Hnettinum, LoveStar og Draumalandið eru hver á sinn hátt innsýn í breyskleika mannanna og samfélag þeirra, en innibera jafnframt mjög skýra og fallega framtíðarsýn á samfélagið og endurspegla bjartsýni á framtíðina, ásamt praktískum hugmyndum um hvernig gera má lífið betra og skemmtilegra fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Maður sem hefur skilað af sér slíkum verkum og varið þau í orði og á borði með einstaklega rökföstum og prúðmannlegum hætti á svo sannarlega fullt erindi í starf forseta Íslands, sérstaklega þegar höfð eru í huga þau tímamót sem samfélagið okkar stendur á, bæði pólitískt og efnahagslega. Fari svo að það verði framhald á dauðakippum gamla spillta Íslands og að náhirð þess verði áfram nægilega sterk til að hafa áhrif, er það svo sannarlega áhyggjuefni, því núverandi pólitísk yfirstétt, í bandalagi við jábræðralag Fjórflokksins, mun halda áfram á sömu vegferð og fyrr. Viðskilnaður pólitísku yfirstéttarinnar við fólkið í landinu er hins vegar alger og birtist mjög skýrt á 17. júní þegar almenningi var meinaður aðgangur að Austurvelli og hátíðarhöldunum þar svo stjórnmálastéttin gæti mært sjálfa sig í friði. Þessu umhverfi þarf að breyta, en það fólk sem er fyrir á fleti mun streitast á móti þeim breytingum og kjarklítill, ákvarðanafælinn forseti sem hvorki viðurkennir samtíman né söguna mun verða Fjórflokknum auðsveipur aðstoðarmaður á áframhaldandi vegferð hans gegn almannahagsmunum. Það er því mikilvægt að næsti forseti Íslands verði kjarkmikill, verði með skýra sýn á söguna og á samfélag dagsins og verði einnig með skýra framtíðarsýn. Að öðrum ólöstuðum þá er Andri Snær Magnason sá frambjóðandi. Andri Snær sem næsti forseti Íslands yrði frábært fyrsta skref í átt til þess nýja og betra Íslands sem virðist vera í fæðingu og mun vonandi raungerast í þingkosningum haustsins með afhroði Fjórflokksins. Kjósum því Andra Snæ og kjósum betri framtíð fyrir afkomendur okkar, og fyrir komandi kynslóðir.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun