Stóra myndin Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. júní 2016 07:00 Margir kannast við hvernig hversdagsleg hugðarefni heimafyrir virðast einhvern veginn léttvægari þegar komið er út fyrir landsteinana. Á þriðja tug þúsunda Íslendinga sem um þessar mundir fylgja íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu upplifa þetta núna. Kannski er það af því að hér búa svo fáir að hlutirnir virðast skipta minna máli þegar út í fjölmennið er komið, hvort sem það er þras stjórnmálanna, dýrtíðin sem Hagstofan upplýsti einn ganginn enn að viðgangist hér í samanburði við nágrannalöndin, asnaleg framsögn í lesnum auglýsingum Bylgjunnar, forsetakosningarnar, eða sjálfur þjóðhátíðardagurinn sem haldinn er hátíðlegur í dag. Líklegra er þó að sama eigi við hverrar þjóðar sem fólk er. Það er nærumhverfið sem skiptir máli, sama hvar fólk er statt. Einstaklingurinn hefur jú tilhneigingu til að setja sjálfan sig í miðju heimsins. Stundum koma þó upp hlutir sem setja hlutina í annað samhengi. CNN birti í fyrradag myndband þar sem varað var við myndefninu. Lítill drengur, á að giska fimm ára, í stuttbuxum, íþróttaskóm og röndóttum bol, er lífvana í höndum manns sem kemur með fleirum hlaupandi inn á sjúkrahús. Á meðan barnið er sett á sjúkraborð og hugað að því má sjá hvernig eldri drengur sem kom með hópnum, kannski níu eða tíu ára, rykugur og með blóðbletti á sér, fylgist með, kvíðinn og með tárin í augunum. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að geta sér til um að þetta sé eldri bróðir hins. Áhorfendur fá að sjá hvernig óttinn og kvíðinn breytast í nístandi sorg þegar í ljós kemur að þeim yngri verður ekki bjargað. Fullorðinn maður reynir án árangurs að hugga eldri drenginn sem hleypur burt. Lík litla stráksins er vafið í blátt klæði. Svo má sjá þegar móðir piltsins sækir líkið og gengur með það á braut. Myndskeið sem ekki verður horft á án þess að komast við. Í ljós kemur að upptakan er frá Sýrlandi þar sem stjórnarherinn hafði nýlokið við að varpa tunnusprengjum á svæði þar sem nýverið hafði í fyrsta sinn í langan tíma verið dreift hjálpargögnum. Ámóta óhugnaður á sér stað víða um heim. Hörmungarnar bitna á venjulegu fólki. Kannski yrði fólk fljótt vitstola ef það ætlaði að taka nærri sér allt óréttlæti og sérhverja hörmungarsögu þessa heims. Og í því ljósi skiljanlegt að nærumhverfi hvers og eins haldi bróðurparti athyglinnar. En það þýðir ekki að í lagi sé að loka augunum fyrir því sem aflaga fer í heiminum. Ríkar þjóðir og íbúar þeirra njóta þeirra forréttinda að þurfa ekki að láta sér nægja að draga fram lífið frá degi til dags. Þessar þjóðir hafa tækifæri til að vera til gagns og þrýsta á um breytingar til batnaðar í heimi þar sem helsta hreyfiaflið virðist peningar og völd, hagsmunir og áhrif stórþjóða. Á degi eins og í dag kann að vera ágætt að hugleiða stöðu og hlutverk Íslands í samfélagi þjóða. Smáþjóðir (með léttvæg vandamál) geta haft áhrif, sér í lagi í samvinnu við aðrar þjóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Margir kannast við hvernig hversdagsleg hugðarefni heimafyrir virðast einhvern veginn léttvægari þegar komið er út fyrir landsteinana. Á þriðja tug þúsunda Íslendinga sem um þessar mundir fylgja íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu upplifa þetta núna. Kannski er það af því að hér búa svo fáir að hlutirnir virðast skipta minna máli þegar út í fjölmennið er komið, hvort sem það er þras stjórnmálanna, dýrtíðin sem Hagstofan upplýsti einn ganginn enn að viðgangist hér í samanburði við nágrannalöndin, asnaleg framsögn í lesnum auglýsingum Bylgjunnar, forsetakosningarnar, eða sjálfur þjóðhátíðardagurinn sem haldinn er hátíðlegur í dag. Líklegra er þó að sama eigi við hverrar þjóðar sem fólk er. Það er nærumhverfið sem skiptir máli, sama hvar fólk er statt. Einstaklingurinn hefur jú tilhneigingu til að setja sjálfan sig í miðju heimsins. Stundum koma þó upp hlutir sem setja hlutina í annað samhengi. CNN birti í fyrradag myndband þar sem varað var við myndefninu. Lítill drengur, á að giska fimm ára, í stuttbuxum, íþróttaskóm og röndóttum bol, er lífvana í höndum manns sem kemur með fleirum hlaupandi inn á sjúkrahús. Á meðan barnið er sett á sjúkraborð og hugað að því má sjá hvernig eldri drengur sem kom með hópnum, kannski níu eða tíu ára, rykugur og með blóðbletti á sér, fylgist með, kvíðinn og með tárin í augunum. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að geta sér til um að þetta sé eldri bróðir hins. Áhorfendur fá að sjá hvernig óttinn og kvíðinn breytast í nístandi sorg þegar í ljós kemur að þeim yngri verður ekki bjargað. Fullorðinn maður reynir án árangurs að hugga eldri drenginn sem hleypur burt. Lík litla stráksins er vafið í blátt klæði. Svo má sjá þegar móðir piltsins sækir líkið og gengur með það á braut. Myndskeið sem ekki verður horft á án þess að komast við. Í ljós kemur að upptakan er frá Sýrlandi þar sem stjórnarherinn hafði nýlokið við að varpa tunnusprengjum á svæði þar sem nýverið hafði í fyrsta sinn í langan tíma verið dreift hjálpargögnum. Ámóta óhugnaður á sér stað víða um heim. Hörmungarnar bitna á venjulegu fólki. Kannski yrði fólk fljótt vitstola ef það ætlaði að taka nærri sér allt óréttlæti og sérhverja hörmungarsögu þessa heims. Og í því ljósi skiljanlegt að nærumhverfi hvers og eins haldi bróðurparti athyglinnar. En það þýðir ekki að í lagi sé að loka augunum fyrir því sem aflaga fer í heiminum. Ríkar þjóðir og íbúar þeirra njóta þeirra forréttinda að þurfa ekki að láta sér nægja að draga fram lífið frá degi til dags. Þessar þjóðir hafa tækifæri til að vera til gagns og þrýsta á um breytingar til batnaðar í heimi þar sem helsta hreyfiaflið virðist peningar og völd, hagsmunir og áhrif stórþjóða. Á degi eins og í dag kann að vera ágætt að hugleiða stöðu og hlutverk Íslands í samfélagi þjóða. Smáþjóðir (með léttvæg vandamál) geta haft áhrif, sér í lagi í samvinnu við aðrar þjóðir.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun