Stólaleikur á vinnumarkaði Lars Christensen skrifar 15. júní 2016 10:00 Nýlega var mánaðarleg vinnumarkaðsskýrsla fyrir Bandaríkin gefin út. Hún olli beiskum vonbrigðum. Þannig jókst atvinna um aðeins 38 þúsund störf í maí. Búist hafði verið við aukningu um 162 þúsund störf, og það var jafnslæmt að atvinnutölurnar voru endurskoðaðar niður á við fyrir mars og apríl. Segja má, á einfaldan hátt, að tveir þættir ákvarði síendurteknar sveiflur á bandarískum vinnumarkaði. Í fyrsta lagi eftirspurnarleitni í hagkerfinu og í öðru lagi þróun kostnaðar. Kostnaðarþróun ákvarðast af launahækkunum og framleiðniaukningu. Bandaríski hagfræðingurinn og bloggarinn Scott Sumner kallar þetta stólaleiksmódelið. Í módeli Sumners fyrir bandaríska vinnumarkaðinn lítur hann á muninn á hækkun nafnlauna („kostnaður“) og hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu (eftirspurn). Það er skoðun Sumners að þegar launahækkanir eru umfram hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu muni atvinnuleysi aukast. Ef við lítum á raunverulega þróun á bandarískum vinnumarkaði síðustu 20 ár sjáum við að stólaleiksmódelið hentar vel til þess að útskýra sveiflurnar á atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Tökum 2008-9 sem dæmi. Nafnvirði vergrar landsframleiðslu hrundi þegar kreppan reið yfir, og þótt hægt hafi á launahækkunum hægði í fyrstu mun minna á launahækkunum en sem nam lækkuninni á nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Afleiðingin varð sú að atvinnuleysi rauk upp. En þegar Seðlabankinn hóf að slaka á peningamálastefnunni 2009-10 byrjaði eftirspurnin að ná sér á strik á meðan enn hægði á launahækkunum. Við þetta byrjaði atvinnuleysi í Bandaríkjunum að minnka og sú þróun hefur haldið áfram til dagsins í dag. En undanfarið hefur orðið breyting. Seðlabankinn fór að herða peningamálastefnu sína – magnbundinni íhlutun er hætt, dollarinn hefur styrkst og stýrivextir hafa verið hækkaðir. Afleiðingin er sú að hægt hefur á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu, en á sama tíma hafa launahækkanir í Bandaríkjunum byrjað að aukast. Þetta er ekki stórbrotin breyting en það er enginn vafi á því hver tilhneigingin er og því ætti það ekki að koma á óvart að við erum nú farin að sjá merki um samdrátt á bandaríska vinnumarkaðnum. Reyndar gæti það komið sumum á óvart að þessi samdráttur skuli ekki hafa hafist fyrr en núna. Það eru ýmsar ástæður fyrir því sem við sjáum núna. Í fyrsta lagi hefur peningamálastefnan verið hert meira en áður var búist við og því höfðu bandarískir atvinnurekendur og verkalýðsfélög gert bjartsýnislega kjarasamninga (miðað við raunverulega eftirspurnarþróun). Í öðru lagi höfum við einnig séð tilhneigingu, bæði á einstökum stöðum og á landsvísu, til að hækka lágmarkslaunin. Niðurstaðan er sú að til verði að koma hófsemi í launum eða að Seðlabankinn snúi við „aðhaldsstefnu“ sinni. Annars munum við fljótlega sjá atvinnuleysi í Bandaríkjunum aukast. Lars Christensen Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Nýlega var mánaðarleg vinnumarkaðsskýrsla fyrir Bandaríkin gefin út. Hún olli beiskum vonbrigðum. Þannig jókst atvinna um aðeins 38 þúsund störf í maí. Búist hafði verið við aukningu um 162 þúsund störf, og það var jafnslæmt að atvinnutölurnar voru endurskoðaðar niður á við fyrir mars og apríl. Segja má, á einfaldan hátt, að tveir þættir ákvarði síendurteknar sveiflur á bandarískum vinnumarkaði. Í fyrsta lagi eftirspurnarleitni í hagkerfinu og í öðru lagi þróun kostnaðar. Kostnaðarþróun ákvarðast af launahækkunum og framleiðniaukningu. Bandaríski hagfræðingurinn og bloggarinn Scott Sumner kallar þetta stólaleiksmódelið. Í módeli Sumners fyrir bandaríska vinnumarkaðinn lítur hann á muninn á hækkun nafnlauna („kostnaður“) og hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu (eftirspurn). Það er skoðun Sumners að þegar launahækkanir eru umfram hækkun á nafnvirði vergrar landsframleiðslu muni atvinnuleysi aukast. Ef við lítum á raunverulega þróun á bandarískum vinnumarkaði síðustu 20 ár sjáum við að stólaleiksmódelið hentar vel til þess að útskýra sveiflurnar á atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Tökum 2008-9 sem dæmi. Nafnvirði vergrar landsframleiðslu hrundi þegar kreppan reið yfir, og þótt hægt hafi á launahækkunum hægði í fyrstu mun minna á launahækkunum en sem nam lækkuninni á nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Afleiðingin varð sú að atvinnuleysi rauk upp. En þegar Seðlabankinn hóf að slaka á peningamálastefnunni 2009-10 byrjaði eftirspurnin að ná sér á strik á meðan enn hægði á launahækkunum. Við þetta byrjaði atvinnuleysi í Bandaríkjunum að minnka og sú þróun hefur haldið áfram til dagsins í dag. En undanfarið hefur orðið breyting. Seðlabankinn fór að herða peningamálastefnu sína – magnbundinni íhlutun er hætt, dollarinn hefur styrkst og stýrivextir hafa verið hækkaðir. Afleiðingin er sú að hægt hefur á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu, en á sama tíma hafa launahækkanir í Bandaríkjunum byrjað að aukast. Þetta er ekki stórbrotin breyting en það er enginn vafi á því hver tilhneigingin er og því ætti það ekki að koma á óvart að við erum nú farin að sjá merki um samdrátt á bandaríska vinnumarkaðnum. Reyndar gæti það komið sumum á óvart að þessi samdráttur skuli ekki hafa hafist fyrr en núna. Það eru ýmsar ástæður fyrir því sem við sjáum núna. Í fyrsta lagi hefur peningamálastefnan verið hert meira en áður var búist við og því höfðu bandarískir atvinnurekendur og verkalýðsfélög gert bjartsýnislega kjarasamninga (miðað við raunverulega eftirspurnarþróun). Í öðru lagi höfum við einnig séð tilhneigingu, bæði á einstökum stöðum og á landsvísu, til að hækka lágmarkslaunin. Niðurstaðan er sú að til verði að koma hófsemi í launum eða að Seðlabankinn snúi við „aðhaldsstefnu“ sinni. Annars munum við fljótlega sjá atvinnuleysi í Bandaríkjunum aukast.
Lars Christensen Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira