Hvað vilja Píratar upp á dekk? Ólafur Sigurðsson skrifar 14. júní 2016 07:00 Píratar eru öðruvísi en aðrir stjórnmálaflokkar. Bent hefur verið á stefnu Pírata um upplýsingu, gagnrýna hugsun, gegnsæi í stjórnsýslunni, borgararéttindi, aukið lýðræði og eindregna afstöðu Pírata gegn hagsmunagæslu og spillingu o.fl. Ein nærtækasta leiðin til að útskýra hvernig Píratar vinna að stefnumörkun er dæmisagan um samtalið á kaffistofunni í vinnunni þegar kvartað er yfir spillingunni og græðginni og að ekkert sé hægt að gera á meðan þjóðarauðnum sé rænt frá okkur. Við ættum að vera ríkari en Norðmenn en hér er enginn Noregur! Svo höldum við áfram að vinna og ekkert gerist. Segjum nú svo að við breytum þessu. Einn verður fundarstjóri og aðeins má ræða eitt mál í einu. Ritari skrifar fundargerð en markmiðið er að komast að einfaldri niðurstöðu sem allir geta verið sammála um. Það má líka fá álit sérfræðings um málefnið. Þannig væri fundað þar til meirihluti er fyrir stefnu um málið. Þetta er að sjálfsögðu einfölduð útgáfa enda dæmisaga. Það sem Píratar gera svo eftir sína félagsfundi er að setja stefnuna loks í kosningakerfi á netinu. Þar er málið fyrst til umræðu og koma þá ýmsir með athugasemdir, hver eftir sinni þekkingu en loks fer málið í kosningu. Ef málið verður að lokum samþykkt, þá verða þingmenn flokksins að fylgja þessu eftir, því þetta er þá orðin stefna flokksins. Svona er stefnumótun Pírata í einfaldaðri útgáfu en hún kemur ætíð frá fólkinu en ekki hagsmunaaðilum. ASÍ gæti ekki gert betur ef það vildi valdefla launþegahreyfinguna. Þetta er sama aðferð og stjórnlagaráð vann eftir þegar það samdi tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þetta eru alls ekki ný vinnubrögð en er ein lýðræðislegasta leiðin til að koma sjónarmiðum sem flestra á framfæri ásamt því að nýta þekkingu og reynslu sérfræðinga í hverjum málaflokki hverju sinni. Hér er engin hægri eða vinstri stefna, enginn kommúnismi, kapítalismi eða annar „ismi“. Hér er fólkið sjálft að koma fram með sín mál sem því finnst mikilvægust hverju sinni og hér erum við sjálf að hafa áhrif á samfélagið okkar án afskipta stjórnmálamanna eða hagsmunaaðila. Svona vilja Píratar vinna og þannig verða til fjölmargar stefnur Pírata í ýmsum málaflokkum. Sífellt er að bætast við þau atriði sem Píratar ætla að vinna að (piratar.is). Nú um stundir er nokkur umræða um breytta skattastefnu til að jafna kjörin, heilbrigðismál og afnám vísitölu á húsnæðislán, allt stórmál. Gömlu stjórnmálin hafa því miður verið misnotuð og brugðist okkur hrapallega, þess vegna er svo mikilvægt auka lýðræðislega þáttöku.Fjölmiðlaómenning Andstæðingar Pírata þreytast ekki á því að segja að við höfum enga stefnu, vitum ekkert hvað við viljum eða að við séum bara hópur unglinga sem hanga í tölvunni og borga ekki höfundarréttargjöld. Því miður eru alltaf einhverjir sem trúa svona vitleysu, þótt stöðugt sé verið að benda blaðamönnum á að skoða stefnumótun Pírata á netinu (piratar.is) en þar er mikið af upplýsingum um stefnur og markmið Pírata. Þessi rangindi eru ekki alltaf leiðrétt enda eru sumir miðlarnir í eigu hagsmunaaðila með rík tengsl við stjórnmálaflokka. Erlendar stofnanir hafa einmitt nýlega gert alvarlegar athugsemdir við stöðu fjölmiðla á Íslandi. Eftir síðustu alþingiskosningar kom út skýrsla frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Í henni er lýst áhyggjum af samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla sem ógnar fjölbreytni í efnisframboði. Skorað er á stjórnvöld að íhuga frekari ráðstafnir til að takmarka samþjöppun, koma í veg fyrir einokun og hagsmunaárekstra og kanna hvort hægt sé að setja reglur sem takmarki áhrif tiltekinna einstaklinga, fyrirtækja eða hópa á einn eða fleiri hluta fjölmiðlamarkaðarins (úr þingræðu Birgittu Jónsdóttir 24/5). Píratar vilja eindregið hvetja almenning og fjölmiðlafólk til að kynna sér vinnubrögð og stefnumótun Pírata til að forðast misskilning og rangfærslur um starf okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Píratar eru öðruvísi en aðrir stjórnmálaflokkar. Bent hefur verið á stefnu Pírata um upplýsingu, gagnrýna hugsun, gegnsæi í stjórnsýslunni, borgararéttindi, aukið lýðræði og eindregna afstöðu Pírata gegn hagsmunagæslu og spillingu o.fl. Ein nærtækasta leiðin til að útskýra hvernig Píratar vinna að stefnumörkun er dæmisagan um samtalið á kaffistofunni í vinnunni þegar kvartað er yfir spillingunni og græðginni og að ekkert sé hægt að gera á meðan þjóðarauðnum sé rænt frá okkur. Við ættum að vera ríkari en Norðmenn en hér er enginn Noregur! Svo höldum við áfram að vinna og ekkert gerist. Segjum nú svo að við breytum þessu. Einn verður fundarstjóri og aðeins má ræða eitt mál í einu. Ritari skrifar fundargerð en markmiðið er að komast að einfaldri niðurstöðu sem allir geta verið sammála um. Það má líka fá álit sérfræðings um málefnið. Þannig væri fundað þar til meirihluti er fyrir stefnu um málið. Þetta er að sjálfsögðu einfölduð útgáfa enda dæmisaga. Það sem Píratar gera svo eftir sína félagsfundi er að setja stefnuna loks í kosningakerfi á netinu. Þar er málið fyrst til umræðu og koma þá ýmsir með athugasemdir, hver eftir sinni þekkingu en loks fer málið í kosningu. Ef málið verður að lokum samþykkt, þá verða þingmenn flokksins að fylgja þessu eftir, því þetta er þá orðin stefna flokksins. Svona er stefnumótun Pírata í einfaldaðri útgáfu en hún kemur ætíð frá fólkinu en ekki hagsmunaaðilum. ASÍ gæti ekki gert betur ef það vildi valdefla launþegahreyfinguna. Þetta er sama aðferð og stjórnlagaráð vann eftir þegar það samdi tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þetta eru alls ekki ný vinnubrögð en er ein lýðræðislegasta leiðin til að koma sjónarmiðum sem flestra á framfæri ásamt því að nýta þekkingu og reynslu sérfræðinga í hverjum málaflokki hverju sinni. Hér er engin hægri eða vinstri stefna, enginn kommúnismi, kapítalismi eða annar „ismi“. Hér er fólkið sjálft að koma fram með sín mál sem því finnst mikilvægust hverju sinni og hér erum við sjálf að hafa áhrif á samfélagið okkar án afskipta stjórnmálamanna eða hagsmunaaðila. Svona vilja Píratar vinna og þannig verða til fjölmargar stefnur Pírata í ýmsum málaflokkum. Sífellt er að bætast við þau atriði sem Píratar ætla að vinna að (piratar.is). Nú um stundir er nokkur umræða um breytta skattastefnu til að jafna kjörin, heilbrigðismál og afnám vísitölu á húsnæðislán, allt stórmál. Gömlu stjórnmálin hafa því miður verið misnotuð og brugðist okkur hrapallega, þess vegna er svo mikilvægt auka lýðræðislega þáttöku.Fjölmiðlaómenning Andstæðingar Pírata þreytast ekki á því að segja að við höfum enga stefnu, vitum ekkert hvað við viljum eða að við séum bara hópur unglinga sem hanga í tölvunni og borga ekki höfundarréttargjöld. Því miður eru alltaf einhverjir sem trúa svona vitleysu, þótt stöðugt sé verið að benda blaðamönnum á að skoða stefnumótun Pírata á netinu (piratar.is) en þar er mikið af upplýsingum um stefnur og markmið Pírata. Þessi rangindi eru ekki alltaf leiðrétt enda eru sumir miðlarnir í eigu hagsmunaaðila með rík tengsl við stjórnmálaflokka. Erlendar stofnanir hafa einmitt nýlega gert alvarlegar athugsemdir við stöðu fjölmiðla á Íslandi. Eftir síðustu alþingiskosningar kom út skýrsla frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE). Í henni er lýst áhyggjum af samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla sem ógnar fjölbreytni í efnisframboði. Skorað er á stjórnvöld að íhuga frekari ráðstafnir til að takmarka samþjöppun, koma í veg fyrir einokun og hagsmunaárekstra og kanna hvort hægt sé að setja reglur sem takmarki áhrif tiltekinna einstaklinga, fyrirtækja eða hópa á einn eða fleiri hluta fjölmiðlamarkaðarins (úr þingræðu Birgittu Jónsdóttir 24/5). Píratar vilja eindregið hvetja almenning og fjölmiðlafólk til að kynna sér vinnubrögð og stefnumótun Pírata til að forðast misskilning og rangfærslur um starf okkar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun