Árásarmaðurinn í Orlando: Ofbeldisfullur og innblásinn af hugmyndafræði öfgasamtaka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2016 16:40 Omar Mateen var 29 ára gamall en hann lést í áhlaupi lögreglu eftir að hafa haldið nokkrum gestum skemmtistaðarins Pulse í gíslingu í þrjá tíma. Vísir/Epa/getty Omar Mateen drap 50 manns og særði 53 á næturklúbbnum Pulse í Orlando í gær. Um er að ræða mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna en næturklúbburinn var vinsæll skemmtistaður hinsegin fólks. Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði í ræðu sem hann hélt í gær að árásin væri bæði hatursglæpur og hryðjuverk. Árásarmaðurinn Omar Mateen var 29 ára gamall. Hann var skotinn til bana inni á Pulse í gær af sérsveitarmönnum sem ruddust inn á staðinn en Mateen hélt fólki í gíslingu inni á staðnum í þrjá klukkutíma. Fyrir tveimur vikum keypti hann sér vopn, löglega, meðal annars Glock-skammbyssu sem hann notaði í árásinni.Fyrrverandi eiginkona telur Mateen hafa verið með geðhvarfasýki Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. Fyrrverandi kona hans, Sitora Yusufiy, er frá Úsbekistan. Hún segir að þau Mateen hafi aðeins verið saman í fjóra mánuði. Það hafi hins vegar tekið langan tíma fyrir skilnaðinn til að ganga í gegn þar sem þau bjuggu á sitthvorum staðnum í Bandaríkjunum. Í viðtali við CNN segir Yusufiy að Mateen hafi í upphafi hjónabands þeirra verið venjulegur eiginmaður en fljótlega hafi hann farið að beita hana ofbeldi. Yusufiy telur að Mateen hafi verið með geðhvarfasýki en hann var þó ekki greindur með geðsjúkdóm. Þá sagði hún jafnframt að hann hafi notað stera. Að sögn Yusufiy var Mateen trúaður en hún efast um að trú hafi haft eitthvað með árásina að gera. Það er í samræmi við það sem faðir Mateen hefur sagt í fjölmiðlum. Hann hefur sagt að sonur sinn hafi orðið mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast úti á götu í Miami.Yfirheyrður tvisvar af FBI Frá árinu 2007 hafði Mateen starfað fyrir öryggisfyrirtækð G4S Secure Solutions en það er eitt stærsta öryggisfyrirtæki í heimi. Á árunum 2013 og 2014 var Mateen yfirheyrður af Bandarísku alríkislögreglunni FBI eftir að hann lýsti yfir samúð með sjálfsmorðssprengjumanni. Samkvæmt fulltrúa frá FBI Ronald Hopper kom hins vegar ekkert út úr yfirheyrslunum og var rannsókninni því ekki haldið áfram. Þrátt fyrir að trú virðist ekki hafa verið meginástæða ódæðisverks Mateen lýsti hann yfir tryggð við hryðjuverkasamtökin ISIS þegar hann ræddi við neyðarlínuna á meðan árásin var enn í gangi. Engar sannanir liggja þó fyrir um það að hryðjuverkasamtökin hafi skipulagt árásina að því er fram kom í máli Obama í ræðu sem hann hélt fyrr í dag. Að sögn Obama virðist þó vera sem Mateen hafi verið innblásinn af hugmyndafræði ýmissa öfgasamtaka á borð við ISIS og al-Quaida. Bandaríkjaforseti varaði þó við því, þar sem ekkert liggur fyrir varðandi ástæður árásarinnar, að draga of miklar ályktanir. Hann sagði það þó alveg ljóst að það væru tengsl á milli hugmyndafræði hryðjuverkasamtaka líkt og ISIS og þess að umbera ekki fjölbreytileikann og kynhneigð fólks. Hinsegin Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 „Hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim“ Samtökin ´78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í gær. 13. júní 2016 15:12 Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Omar Mateen drap 50 manns og særði 53 á næturklúbbnum Pulse í Orlando í gær. Um er að ræða mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna en næturklúbburinn var vinsæll skemmtistaður hinsegin fólks. Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði í ræðu sem hann hélt í gær að árásin væri bæði hatursglæpur og hryðjuverk. Árásarmaðurinn Omar Mateen var 29 ára gamall. Hann var skotinn til bana inni á Pulse í gær af sérsveitarmönnum sem ruddust inn á staðinn en Mateen hélt fólki í gíslingu inni á staðnum í þrjá klukkutíma. Fyrir tveimur vikum keypti hann sér vopn, löglega, meðal annars Glock-skammbyssu sem hann notaði í árásinni.Fyrrverandi eiginkona telur Mateen hafa verið með geðhvarfasýki Mateen fæddist árið 1986 í New York en foreldrar hans eru frá Afganistan. Mateen var búsettur í Fort Pierce sem er suðaustur af Orlando. Hann giftist árið 2009 en árið 2011 sótti hann um skilnað. Fyrrverandi kona hans, Sitora Yusufiy, er frá Úsbekistan. Hún segir að þau Mateen hafi aðeins verið saman í fjóra mánuði. Það hafi hins vegar tekið langan tíma fyrir skilnaðinn til að ganga í gegn þar sem þau bjuggu á sitthvorum staðnum í Bandaríkjunum. Í viðtali við CNN segir Yusufiy að Mateen hafi í upphafi hjónabands þeirra verið venjulegur eiginmaður en fljótlega hafi hann farið að beita hana ofbeldi. Yusufiy telur að Mateen hafi verið með geðhvarfasýki en hann var þó ekki greindur með geðsjúkdóm. Þá sagði hún jafnframt að hann hafi notað stera. Að sögn Yusufiy var Mateen trúaður en hún efast um að trú hafi haft eitthvað með árásina að gera. Það er í samræmi við það sem faðir Mateen hefur sagt í fjölmiðlum. Hann hefur sagt að sonur sinn hafi orðið mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast úti á götu í Miami.Yfirheyrður tvisvar af FBI Frá árinu 2007 hafði Mateen starfað fyrir öryggisfyrirtækð G4S Secure Solutions en það er eitt stærsta öryggisfyrirtæki í heimi. Á árunum 2013 og 2014 var Mateen yfirheyrður af Bandarísku alríkislögreglunni FBI eftir að hann lýsti yfir samúð með sjálfsmorðssprengjumanni. Samkvæmt fulltrúa frá FBI Ronald Hopper kom hins vegar ekkert út úr yfirheyrslunum og var rannsókninni því ekki haldið áfram. Þrátt fyrir að trú virðist ekki hafa verið meginástæða ódæðisverks Mateen lýsti hann yfir tryggð við hryðjuverkasamtökin ISIS þegar hann ræddi við neyðarlínuna á meðan árásin var enn í gangi. Engar sannanir liggja þó fyrir um það að hryðjuverkasamtökin hafi skipulagt árásina að því er fram kom í máli Obama í ræðu sem hann hélt fyrr í dag. Að sögn Obama virðist þó vera sem Mateen hafi verið innblásinn af hugmyndafræði ýmissa öfgasamtaka á borð við ISIS og al-Quaida. Bandaríkjaforseti varaði þó við því, þar sem ekkert liggur fyrir varðandi ástæður árásarinnar, að draga of miklar ályktanir. Hann sagði það þó alveg ljóst að það væru tengsl á milli hugmyndafræði hryðjuverkasamtaka líkt og ISIS og þess að umbera ekki fjölbreytileikann og kynhneigð fólks.
Hinsegin Tengdar fréttir Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15 „Hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim“ Samtökin ´78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í gær. 13. júní 2016 15:12 Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Íslenskur ritstjóri hitti ódæðismanninn nokkrum dögum fyrir árásina í Orlando "Einn daginn tekur ungur glaðlyndur maður á móti okkur í hliðinu og biður um skilríki,“ segir Ragnar Tómas Hallgrímsson. 13. júní 2016 11:15
„Hatursglæpur sem beinist gegn hinsegin fólki um allan heim“ Samtökin ´78 hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skemmtistaðnum Pulse í Orlando í gær. 13. júní 2016 15:12
Klökknaði er hún minntist fórnarlambanna í Orlando Adele tileinkaði tónleika sína í Antwerpen í gærkvöldi þeim sem voru á skemmtistaðnum Pulse í Orlando á laugardagskvöldið. 13. júní 2016 14:50