„Alltaf ánægjulegt að finna fyrir auknu fylgi“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2016 10:31 Halla Tómasdóttir vísir/hanna „Það er alltaf ánægjulegt að finna fyrir auknu fylgi. Það er auðvitað gleðiefni,“ segir Halla Tómasdóttir sem bætir töluverðu fylgi við sig í könnun sem félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. Þar mælist Halla með 12 prósenta fylgi og fer í fyrsta skiptið upp fyrir Andra Snæ Magnason sem mælist með 11 prósenta fylgi. Halla hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum mánuði en í könnun stofnunarinnar fyrir mánuði mældist Halla aðeins með 1,5 prósent fylgi. „Ég hef haldið áfram að hitta fólk og tala fyrir því sem ég hef trú á og þá er auðvitað bara jákvætt að finna að það er að komast í gegn og fleiri sem vita hver ég er og hafa fengið tækifæri til að heyra fyrir hvað ég vil standa og hvaða framtíðarsýn ég hef,“ segir Halla í samtali við Vísi um fylgisaukninguna. Hún er nú á leið til Frakklands til að fylgjast með landsliði karla keppa á Evrópumótinu í knattspyrnu en hún vildi ekki ganga svo langt að sjá fylgisaukningu sína sem einhvern fyrirboða um árangur okkar manna á mótinu. „Allavega veit ég að landsliðin okkar, bæði kvenna og karla, hafa náð árangri því þau lögðu góðan grunn og settu sér framtíðarsýn og unnu ötullega á grunni góðra gilda. Ég held að það hafi verið leiðtogar eða þjálfarar sem komu inn á réttum tíma sem létu þennan árangur þeirra gerast með sígandi lukku. Ég ætla bara að leyfa mér að segja að sú sýn sem ég hef fyrir Ísland er sú sama og þeir þjálfarar höfðu fyrir landsliðin. Ef maður byggir á góðum gildum kemur árangurinn með tíma en það útheimtir vinnu.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
„Það er alltaf ánægjulegt að finna fyrir auknu fylgi. Það er auðvitað gleðiefni,“ segir Halla Tómasdóttir sem bætir töluverðu fylgi við sig í könnun sem félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. Þar mælist Halla með 12 prósenta fylgi og fer í fyrsta skiptið upp fyrir Andra Snæ Magnason sem mælist með 11 prósenta fylgi. Halla hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum mánuði en í könnun stofnunarinnar fyrir mánuði mældist Halla aðeins með 1,5 prósent fylgi. „Ég hef haldið áfram að hitta fólk og tala fyrir því sem ég hef trú á og þá er auðvitað bara jákvætt að finna að það er að komast í gegn og fleiri sem vita hver ég er og hafa fengið tækifæri til að heyra fyrir hvað ég vil standa og hvaða framtíðarsýn ég hef,“ segir Halla í samtali við Vísi um fylgisaukninguna. Hún er nú á leið til Frakklands til að fylgjast með landsliði karla keppa á Evrópumótinu í knattspyrnu en hún vildi ekki ganga svo langt að sjá fylgisaukningu sína sem einhvern fyrirboða um árangur okkar manna á mótinu. „Allavega veit ég að landsliðin okkar, bæði kvenna og karla, hafa náð árangri því þau lögðu góðan grunn og settu sér framtíðarsýn og unnu ötullega á grunni góðra gilda. Ég held að það hafi verið leiðtogar eða þjálfarar sem komu inn á réttum tíma sem létu þennan árangur þeirra gerast með sígandi lukku. Ég ætla bara að leyfa mér að segja að sú sýn sem ég hef fyrir Ísland er sú sama og þeir þjálfarar höfðu fyrir landsliðin. Ef maður byggir á góðum gildum kemur árangurinn með tíma en það útheimtir vinnu.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira