Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Leiknisvelli í dag og tók meðfylgjandi myndir.
KA-menn hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og eru komnir með 13 stig, jafn mörg og erkifjendurnir í Þór en markatala þeirra gulu er betri.
Húsvíkingurinn ungi Ásgeir Sigurgeirsson kom KA í 0-1 á 6. mínútu eftir slæm mistök Ingvars Ásbjörns Ingvarssonar í vörn Leiknis og þannig var staðan í hálfleik.
Ásgeir var aftur á ferðinni á 48. mínútu þegar Halldór Kristinn Halldórsson braut á honum og fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Einum færri áttu Leiknismenn erfitt uppdráttar og varamaðurinn Halldór Hermann Jónsson gulltryggði sigur gestanna með góðu skoti á 77. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og KA fagnaði góðum útisigri.
Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
Leiknismenn hafa gefið eftir að undanförnu eftir góða byrjun á tímabilinu en Breiðhyltingar hafa tapað þremur leikjum í röð í deild og bikar.