Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2016 20:00 Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. Þar með eru báðir sérleyfishóparnir komnir af stað í olíuleitina. Rannsóknarskipið birtist við Gróttu í morgun en til Íslands er það að koma úr níu mánaða leiðangri í Mexíkó-flóa. Skipið heitir Harrier Explorer og er í eigu norska félagsins Seabird Exploration. Skipið lagðist ekki að bryggju heldur kom að sjöbaujunni utan við Engey og fór lóðsbátur til móts við það til að setja tollverði um borð. Einnig þurfti að koma varahlutum í skipið sem og norskum sérfræðingi en hann mun hafa eftirlit með því að bergmálsmælingarnar séu gerðar í samræmi við óskir kaupenda. Við hoppuðum einnig um borð og hittum leiðangursstjórann, Graham Boniwell. „Á skipinu eru tvær áhafnir. Það er tækniáhöfnin sem er vísinda- og könnunarhópurinn, og svo er það áhöfnin sem stjórnar skipinu fyrir okkur. Svo það eru tvær áhafnir um borð, um það bil 30 manns,” sagði leiðangursstjórinn í viðtali við Stöð 2. Þetta er annað rannsóknarskipið á átta mánuðum sem heldur á Drekasvæðið. Síðastliðið haust stóð sérleyfishópur undir forystu kínverska félagsins CNOOC fyrir fjögurra vikna leiðangri þangað. Harrier Explorer er ætlað að afla gagna fyrir hinn sérleyfishópinn, sem er undir forystu kanadíska félagsins Ithaca og þar með eru báðir hóparnir komnir af stað í olíuleitina. Leiðangursstjórinn Graham Boniwell var spurður í fréttum Stöðvar 2 hvernig hann mæti líkurnar á því að olía fyndist á Drekasvæðinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Að Ísland verði olíuframleiðsluríki er eflaust fjarlæg hugsun hjá mörgum. Skip sem þetta er hins vegar ótvíræð vísbending um að þetta er raunverulegur möguleiki, sem er að færast nær. Þeir sem hætta mörghundruð milljónum króna af peningunum sínum í leiðangra á Drekasvæðið gera slíkt varla nema þeir telji vinningslíkurnar verulegar. En hvernig metur leiðangursstjórinn á Harrier Explorer líkurnar á olíufundi á Drekasvæðinu? „Það er alltaf möguleiki en við erum bara fyrsti könnunarhópurinn. Við skráum bara gögnin, sendum þau í land og svo segja þeir sem túlka þau okkur hver árangurinn var. Svo það má segja að við tökum myndirnar, sendum þær í land til sérfræðinganna og þeir geta sagt okkur hvort þetta heppnaðist eða ekki,” svaraði Graham Boniwell. Áætlað er að leiðangurinn taki alls tvær til þrjár vikur. Frá Drekasvæðinu heldur skipið til Stafangurs í Noregi til verkefna í Norðursjó. Orkustofnun gaf út leyfi fyrir rannsókn Seabird Exploration þann 20. maí síðastliðinn. Leyfið má sjá hér. Sérleyfin tvö sem eru í gildi til olíuleitar og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Harrier Explorer rannsakar svæðið nyrst, sem nær að lögsögumörkunum við Jan Mayen. Ithaca á 56% hlut í leyfinu. Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00 Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. Þar með eru báðir sérleyfishóparnir komnir af stað í olíuleitina. Rannsóknarskipið birtist við Gróttu í morgun en til Íslands er það að koma úr níu mánaða leiðangri í Mexíkó-flóa. Skipið heitir Harrier Explorer og er í eigu norska félagsins Seabird Exploration. Skipið lagðist ekki að bryggju heldur kom að sjöbaujunni utan við Engey og fór lóðsbátur til móts við það til að setja tollverði um borð. Einnig þurfti að koma varahlutum í skipið sem og norskum sérfræðingi en hann mun hafa eftirlit með því að bergmálsmælingarnar séu gerðar í samræmi við óskir kaupenda. Við hoppuðum einnig um borð og hittum leiðangursstjórann, Graham Boniwell. „Á skipinu eru tvær áhafnir. Það er tækniáhöfnin sem er vísinda- og könnunarhópurinn, og svo er það áhöfnin sem stjórnar skipinu fyrir okkur. Svo það eru tvær áhafnir um borð, um það bil 30 manns,” sagði leiðangursstjórinn í viðtali við Stöð 2. Þetta er annað rannsóknarskipið á átta mánuðum sem heldur á Drekasvæðið. Síðastliðið haust stóð sérleyfishópur undir forystu kínverska félagsins CNOOC fyrir fjögurra vikna leiðangri þangað. Harrier Explorer er ætlað að afla gagna fyrir hinn sérleyfishópinn, sem er undir forystu kanadíska félagsins Ithaca og þar með eru báðir hóparnir komnir af stað í olíuleitina. Leiðangursstjórinn Graham Boniwell var spurður í fréttum Stöðvar 2 hvernig hann mæti líkurnar á því að olía fyndist á Drekasvæðinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Að Ísland verði olíuframleiðsluríki er eflaust fjarlæg hugsun hjá mörgum. Skip sem þetta er hins vegar ótvíræð vísbending um að þetta er raunverulegur möguleiki, sem er að færast nær. Þeir sem hætta mörghundruð milljónum króna af peningunum sínum í leiðangra á Drekasvæðið gera slíkt varla nema þeir telji vinningslíkurnar verulegar. En hvernig metur leiðangursstjórinn á Harrier Explorer líkurnar á olíufundi á Drekasvæðinu? „Það er alltaf möguleiki en við erum bara fyrsti könnunarhópurinn. Við skráum bara gögnin, sendum þau í land og svo segja þeir sem túlka þau okkur hver árangurinn var. Svo það má segja að við tökum myndirnar, sendum þær í land til sérfræðinganna og þeir geta sagt okkur hvort þetta heppnaðist eða ekki,” svaraði Graham Boniwell. Áætlað er að leiðangurinn taki alls tvær til þrjár vikur. Frá Drekasvæðinu heldur skipið til Stafangurs í Noregi til verkefna í Norðursjó. Orkustofnun gaf út leyfi fyrir rannsókn Seabird Exploration þann 20. maí síðastliðinn. Leyfið má sjá hér. Sérleyfin tvö sem eru í gildi til olíuleitar og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Harrier Explorer rannsakar svæðið nyrst, sem nær að lögsögumörkunum við Jan Mayen. Ithaca á 56% hlut í leyfinu.
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00 Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45
Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00
Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45