50 myrtir í skotárásinni í Orlando Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2016 14:11 Lögregluþjónar fyrir utan skemmtistaðinn Pulse. Vísir/Getty Borgarstjóri Orlando segir að fimmtíu hafi látið lífið í skotárásinni í Orlando í í Bandaríkjunum í nótt. 53 eru sagðir særðir og þeirra á meðal eru margir í lífshættulegu ástandi. Búið er að bera kennsl á árásarmanninn sem er hinn 29 ára gamli Omar Mateen. Hann er talinn vera öfgasinnaður islamisti og sagður hafa verið aðdáandi Íslamska ríkisins. Um er að ræða mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. FBI segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í bæði Orlando og fylkinu öllu, Flórída.Hér má sjá yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNewsMateen er bandarískur ríkisborgari, en foreldrar hans eru innflytjendur frá Afganistan. Mateen bjó sjálfur í Fort Pierce í Flórída. Lögregla hefur staðfest þessar fregnir en samkvæmt heimildum CBS var hann ekki á sakaskrá, né á eftirlitslista yfir mögulega hryðjuverkamenn. Mateen er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, klukkan tvö að staðartíma, og hafið þar skothríð. Hann var vopnaður árásarriffli og skammbyssu. Lögregluþjónn skammt frá skiptist á skotum við Mateen fyrir utan Pulse, en Muteen fór aftur þar inn og tók gísla. Um þremur tímum seinna brutu lögregluþjónar sér leið í gegnum vegg hússins og björguðu þar um 30 manns. Sérsveitarmenn sem ruddu sér leið inn á skemmtistaðinn skutu Mateen til bana. Einn lögregluþjónn særðist í skotbardaganum en skot fór í hjálm hans. Samkvæmt erlendum miðlum eru vélmenni nú notuð til að ganga úr skugga um að Mateen hafi ekki komið sprengjum fyrir á skemmtistaðnum. Þetta er önnur skotárásin í Orlandi á tveimur dögum. Á föstudagskvöldið var ung söngkona, Christina Grimmie, skotin til bana skömu eftir tónleika. Árásirnar tengjast ekki. #BREAKING: Fifty dead, 53 injured in Florida mass shooting: Orlando mayor— AFP news agency (@AFP) June 12, 2016 . @orlandomayor Our community is strong. We will need to help each other's get through this. pic.twitter.com/XyUa8g5PT8— Orlando Police (@OrlandoPolice) June 12, 2016 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Borgarstjóri Orlando segir að fimmtíu hafi látið lífið í skotárásinni í Orlando í í Bandaríkjunum í nótt. 53 eru sagðir særðir og þeirra á meðal eru margir í lífshættulegu ástandi. Búið er að bera kennsl á árásarmanninn sem er hinn 29 ára gamli Omar Mateen. Hann er talinn vera öfgasinnaður islamisti og sagður hafa verið aðdáandi Íslamska ríkisins. Um er að ræða mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. FBI segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í bæði Orlando og fylkinu öllu, Flórída.Hér má sjá yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNewsMateen er bandarískur ríkisborgari, en foreldrar hans eru innflytjendur frá Afganistan. Mateen bjó sjálfur í Fort Pierce í Flórída. Lögregla hefur staðfest þessar fregnir en samkvæmt heimildum CBS var hann ekki á sakaskrá, né á eftirlitslista yfir mögulega hryðjuverkamenn. Mateen er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, klukkan tvö að staðartíma, og hafið þar skothríð. Hann var vopnaður árásarriffli og skammbyssu. Lögregluþjónn skammt frá skiptist á skotum við Mateen fyrir utan Pulse, en Muteen fór aftur þar inn og tók gísla. Um þremur tímum seinna brutu lögregluþjónar sér leið í gegnum vegg hússins og björguðu þar um 30 manns. Sérsveitarmenn sem ruddu sér leið inn á skemmtistaðinn skutu Mateen til bana. Einn lögregluþjónn særðist í skotbardaganum en skot fór í hjálm hans. Samkvæmt erlendum miðlum eru vélmenni nú notuð til að ganga úr skugga um að Mateen hafi ekki komið sprengjum fyrir á skemmtistaðnum. Þetta er önnur skotárásin í Orlandi á tveimur dögum. Á föstudagskvöldið var ung söngkona, Christina Grimmie, skotin til bana skömu eftir tónleika. Árásirnar tengjast ekki. #BREAKING: Fifty dead, 53 injured in Florida mass shooting: Orlando mayor— AFP news agency (@AFP) June 12, 2016 . @orlandomayor Our community is strong. We will need to help each other's get through this. pic.twitter.com/XyUa8g5PT8— Orlando Police (@OrlandoPolice) June 12, 2016
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Margir látnir í Orlando Árásarmaðurinn var vopnaður riffli og skammbyssu, en óttast er að hann hafi einnig verið með sprengju. 12. júní 2016 09:14