Ferrari virkar nálægt Mercedes og keppnin á morgun verður því spennandi á morgun.
Það ringdi fyrr í dag í Kanada, brautin var því hrein og lítið grip. Brautin batnaði því þegar leið á lotuna. Spurningin var því eiginlega hver yrði síðastur yfir línuna.
Í fyrstu lotu duttu út Manor-, Sauber- og Renault ökumennir. Lotan endaði á því að Rio Haryanto á Manor lenti á varnarvegg.
Carlos Sainz lenti á meistaraveggnum í upphafi annarrar lotu, hann hætti þátttöku í tímatökunni. Tímatakan var stöðvuð á meðan bíllinn var fjarlægður og bruatin hreinsuð. Meistaraveggurinn er viðurnefni á varnarvegg á ráskafla brautarinnar í Kanada. Vegggurinn er frægur fyrir það að binda enda á vonir heimsmeistara.

Fyrsta atlaga ökumanna í þriðju lotu var afar spennandi. Munurinn á Hamilton sem var fljótastur og Rosberg sem var annar var 0,062 sekúndur. Max Verstappen var þriðji um tíma á Red Bull bílnum.
Vettel stal þriðja sætinu af Verstappen og endaði tæpum tveimur tíundu á eftir Hamilton. Rosberg gerði mistök á sínum loka hring og hætti við að klára hann.
Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 17:30 á morgun á Stöð 2 Sport.
Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar.