Geir: Verðum að nýta reynsluna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. júní 2016 06:00 Geir Sveinsson ætlar að koma Íslandi á HM 2017. vísir/Stefán handbolti „Það er ansi margt sem ber að varast hjá þessu liði,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en lærisveinar hans taka á móti Portúgal í Laugardalshöllinni á morgun. Fyrri leikur af tveimur um laust sæti á HM í Frakklandi í janúar á næsta ári. Síðari leikurinn fer fram í Porto á fimmtudag þannig að strákarnir þurfa að fara með gott veganesti í síðari leikinn. Það er sannkallað íþróttastríð á milli Íslands og Portúgals þessa dagana því á milli handboltalandsleikjanna spilar knattspyrnulandslið Íslands við Portúgal á EM. „Þrír landsleikir og þrír íslenskir sigrar,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson ákveðinn á blaðamannafundi HSÍ í gær.Mjög hraðir „Þeir eru gríðarlega öflugir fram á við. Það er að segja að þeir keyra góð hraðaupphlaup, hraða miðju og aðra og þriðju bylgju í hraðaupphlaupum. Þannig skora þeir flest sín mörk. Þeir eru með góða hornamenn og svo er línan sterk. 65 prósent af þeirra mörkum koma úr þessum atriðum. Það má alls ekki vanmeta þetta lið,“ segir Geir um portúgalska liðið sem hefur verið á uppleið síðustu ár og nýtur líka góðs af því að margir leikmenn spila saman. Geir valdi upphaflega 22 leikmenn í hópinn en skar fyrir helgina niður í nítján. Þá duttu út Björgvin Hólmgeirsson, Janus Daði Smárason og Hreiðar Levý Guðmundsson. Svo eru Vignir Svavarsson og Guðjón Valur Sigurðsson að glíma við meiðsli. Ástandið virðist vera verra á Vigni.Tveir að glíma við meiðsli „Ástand hópsins er að mestu leyti gott. Vignir er örlítið laskaður og óvíst með framhaldið hjá honum. Við metum það þegar nær dregur leik. Guðjón segist ekki hafa áhyggjur af sínum meiðslum en annars eru menn ferskir.“ Geir hefur ekki fengið mikinn tíma með liðinu síðan hann tók við af Aroni Kristjánssyni. Hann hefur ekki gert neinar breytingar á hópnum en hverju er verið að reyna að breyta?Ná því besta út úr öllum „Almennt að ná því besta út úr öllum. Að reyna að tryggja að menn séu að leggja sig fram og gefa allt í verkefnið. Að gæði hvers leikmanns nái að koma fram í leiknum. Auðvitað gerum við smá áherslubreytingar. Bæði út frá okkar andstæðingi sem og út frá okkur sjálfum. Minni atriði en samt atriði sem skipta máli. Við erum ekki að finna upp hjólið á svona skömmum tíma,“ segir Geir en hann hefur nýtt dagana til að leggja upp leikinn og veit að hann getur ekki gert neinar risabreytingar með liðið á svona skömmum tíma en hann veit vel hvað hann er með í höndunum. „Við erum með gríðarlega reynslumikið lið og við erum að reyna að nýta það. Ég vona að mönnum renni blóðið til skyldunnar að gefa virkilega í og kannski sérstaklega í ljósi þess hvernig gekk á Evrópumótinu í Póllandi.“ Gerum kröfur til okkar Þjálfarinn segir að liðið geri þær kröfur til sín að klára þetta verkefni.„Við viljum þetta og langar til Frakklands. Það þýðir að við verðum að klára þessa leiki. Við ætlum að koma vel undirbúnir til leiks og ná upp stemningu í liðinu.“ Strákarnir þekkja vel til portúgalska liðsins eftir að hafa mætt því í tvígang í janúar er það undirbjó sig fyrir EM í Póllandi. Þá tapaði A-liðið með fjórum mörkum en B-liðið vann með einu. Einkennilegir leikir og þar fóru viðvörunarbjöllur að klingja fyrir EM. Það var ástæða fyrir því að bjöllurnar fóru í gang.Vill fá góðan stuðning Geir vonast eftir því að þjóðin standi við bakið á strákunum í þessu verkefni enda mikið undir og nauðsynlegt að fara með góða stöðu til Porto. „Ég veit að þetta er klisja en það skiptir máli að fá góðan stuðning og strákarnir tala um það sjálfir. Það er allt annað að spila í fullri höll með góðri stemningu. Einhverjir halda að þetta sé lið sem eigi að klárast tiltölulega þægilega en það er ekki þannig. Þetta er flott lið sem var að vinna Katar í tvígang á dögunum,“ segir Geir en stemningin í Höllinni hefur oft fleytt strákunum langt þegar þess hefur verið þörf. HSÍ mun gera sitt besta til þess að lokka fólk á völlinn og verða alls konar viðburðir fyrir leik sem og í hálfleik. Íslenski handboltinn Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
handbolti „Það er ansi margt sem ber að varast hjá þessu liði,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en lærisveinar hans taka á móti Portúgal í Laugardalshöllinni á morgun. Fyrri leikur af tveimur um laust sæti á HM í Frakklandi í janúar á næsta ári. Síðari leikurinn fer fram í Porto á fimmtudag þannig að strákarnir þurfa að fara með gott veganesti í síðari leikinn. Það er sannkallað íþróttastríð á milli Íslands og Portúgals þessa dagana því á milli handboltalandsleikjanna spilar knattspyrnulandslið Íslands við Portúgal á EM. „Þrír landsleikir og þrír íslenskir sigrar,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson ákveðinn á blaðamannafundi HSÍ í gær.Mjög hraðir „Þeir eru gríðarlega öflugir fram á við. Það er að segja að þeir keyra góð hraðaupphlaup, hraða miðju og aðra og þriðju bylgju í hraðaupphlaupum. Þannig skora þeir flest sín mörk. Þeir eru með góða hornamenn og svo er línan sterk. 65 prósent af þeirra mörkum koma úr þessum atriðum. Það má alls ekki vanmeta þetta lið,“ segir Geir um portúgalska liðið sem hefur verið á uppleið síðustu ár og nýtur líka góðs af því að margir leikmenn spila saman. Geir valdi upphaflega 22 leikmenn í hópinn en skar fyrir helgina niður í nítján. Þá duttu út Björgvin Hólmgeirsson, Janus Daði Smárason og Hreiðar Levý Guðmundsson. Svo eru Vignir Svavarsson og Guðjón Valur Sigurðsson að glíma við meiðsli. Ástandið virðist vera verra á Vigni.Tveir að glíma við meiðsli „Ástand hópsins er að mestu leyti gott. Vignir er örlítið laskaður og óvíst með framhaldið hjá honum. Við metum það þegar nær dregur leik. Guðjón segist ekki hafa áhyggjur af sínum meiðslum en annars eru menn ferskir.“ Geir hefur ekki fengið mikinn tíma með liðinu síðan hann tók við af Aroni Kristjánssyni. Hann hefur ekki gert neinar breytingar á hópnum en hverju er verið að reyna að breyta?Ná því besta út úr öllum „Almennt að ná því besta út úr öllum. Að reyna að tryggja að menn séu að leggja sig fram og gefa allt í verkefnið. Að gæði hvers leikmanns nái að koma fram í leiknum. Auðvitað gerum við smá áherslubreytingar. Bæði út frá okkar andstæðingi sem og út frá okkur sjálfum. Minni atriði en samt atriði sem skipta máli. Við erum ekki að finna upp hjólið á svona skömmum tíma,“ segir Geir en hann hefur nýtt dagana til að leggja upp leikinn og veit að hann getur ekki gert neinar risabreytingar með liðið á svona skömmum tíma en hann veit vel hvað hann er með í höndunum. „Við erum með gríðarlega reynslumikið lið og við erum að reyna að nýta það. Ég vona að mönnum renni blóðið til skyldunnar að gefa virkilega í og kannski sérstaklega í ljósi þess hvernig gekk á Evrópumótinu í Póllandi.“ Gerum kröfur til okkar Þjálfarinn segir að liðið geri þær kröfur til sín að klára þetta verkefni.„Við viljum þetta og langar til Frakklands. Það þýðir að við verðum að klára þessa leiki. Við ætlum að koma vel undirbúnir til leiks og ná upp stemningu í liðinu.“ Strákarnir þekkja vel til portúgalska liðsins eftir að hafa mætt því í tvígang í janúar er það undirbjó sig fyrir EM í Póllandi. Þá tapaði A-liðið með fjórum mörkum en B-liðið vann með einu. Einkennilegir leikir og þar fóru viðvörunarbjöllur að klingja fyrir EM. Það var ástæða fyrir því að bjöllurnar fóru í gang.Vill fá góðan stuðning Geir vonast eftir því að þjóðin standi við bakið á strákunum í þessu verkefni enda mikið undir og nauðsynlegt að fara með góða stöðu til Porto. „Ég veit að þetta er klisja en það skiptir máli að fá góðan stuðning og strákarnir tala um það sjálfir. Það er allt annað að spila í fullri höll með góðri stemningu. Einhverjir halda að þetta sé lið sem eigi að klárast tiltölulega þægilega en það er ekki þannig. Þetta er flott lið sem var að vinna Katar í tvígang á dögunum,“ segir Geir en stemningin í Höllinni hefur oft fleytt strákunum langt þegar þess hefur verið þörf. HSÍ mun gera sitt besta til þess að lokka fólk á völlinn og verða alls konar viðburðir fyrir leik sem og í hálfleik.
Íslenski handboltinn Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti