Isle of Man TT metið eru hröðustu 17 mínútur í þínu lífi Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2016 15:33 Um síðustu helgi féll metið í hinum brjáluðu mótorhjólakeppninnar Isle of Man TT. Þar er keppnisleiðin um 61 kólómetra löng. Þar fór Michael Dunlop fyrstur manna undir 17 mínútna múrinn og náði tímanum 16 mínútum og 58,254 sekúndum. Þessi keppni fer fram á hefðbundnum vegum eyjarinnar gegnum þorp og sveitir og vanalega er talsvert um áhorfendur við hlið þeirra. Á leið sinni að metinu var meðalhraði hans 214,6 km/klst. og víst má telja að oft hafi hraði hans verið um 300 km/klst, en margar krappar beygjur eru á leiðinni. Taka þarf sérstaklega fram að í myndskeiðinu að ofan er það ekki spilað á auknum hraða, þetta er hinn raunverulegi hraði Dunlop á leið sinni að metinu. Það þarf djarfan mann til að aka með þessum hætti. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Um síðustu helgi féll metið í hinum brjáluðu mótorhjólakeppninnar Isle of Man TT. Þar er keppnisleiðin um 61 kólómetra löng. Þar fór Michael Dunlop fyrstur manna undir 17 mínútna múrinn og náði tímanum 16 mínútum og 58,254 sekúndum. Þessi keppni fer fram á hefðbundnum vegum eyjarinnar gegnum þorp og sveitir og vanalega er talsvert um áhorfendur við hlið þeirra. Á leið sinni að metinu var meðalhraði hans 214,6 km/klst. og víst má telja að oft hafi hraði hans verið um 300 km/klst, en margar krappar beygjur eru á leiðinni. Taka þarf sérstaklega fram að í myndskeiðinu að ofan er það ekki spilað á auknum hraða, þetta er hinn raunverulegi hraði Dunlop á leið sinni að metinu. Það þarf djarfan mann til að aka með þessum hætti.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent