Isle of Man TT metið eru hröðustu 17 mínútur í þínu lífi Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2016 15:33 Um síðustu helgi féll metið í hinum brjáluðu mótorhjólakeppninnar Isle of Man TT. Þar er keppnisleiðin um 61 kólómetra löng. Þar fór Michael Dunlop fyrstur manna undir 17 mínútna múrinn og náði tímanum 16 mínútum og 58,254 sekúndum. Þessi keppni fer fram á hefðbundnum vegum eyjarinnar gegnum þorp og sveitir og vanalega er talsvert um áhorfendur við hlið þeirra. Á leið sinni að metinu var meðalhraði hans 214,6 km/klst. og víst má telja að oft hafi hraði hans verið um 300 km/klst, en margar krappar beygjur eru á leiðinni. Taka þarf sérstaklega fram að í myndskeiðinu að ofan er það ekki spilað á auknum hraða, þetta er hinn raunverulegi hraði Dunlop á leið sinni að metinu. Það þarf djarfan mann til að aka með þessum hætti. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent
Um síðustu helgi féll metið í hinum brjáluðu mótorhjólakeppninnar Isle of Man TT. Þar er keppnisleiðin um 61 kólómetra löng. Þar fór Michael Dunlop fyrstur manna undir 17 mínútna múrinn og náði tímanum 16 mínútum og 58,254 sekúndum. Þessi keppni fer fram á hefðbundnum vegum eyjarinnar gegnum þorp og sveitir og vanalega er talsvert um áhorfendur við hlið þeirra. Á leið sinni að metinu var meðalhraði hans 214,6 km/klst. og víst má telja að oft hafi hraði hans verið um 300 km/klst, en margar krappar beygjur eru á leiðinni. Taka þarf sérstaklega fram að í myndskeiðinu að ofan er það ekki spilað á auknum hraða, þetta er hinn raunverulegi hraði Dunlop á leið sinni að metinu. Það þarf djarfan mann til að aka með þessum hætti.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent