Margfalt fleiri fara í kynleiðréttingu Ingvar Haraldsson skrifar 10. júní 2016 07:00 Transfólk hefur oft verið áberandi á hinsegin dögum. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri leitað til transteymis Landspítalans vegna kynáttunarvanda en á síðasta ári eða 23 einstaklingar. Þá leituðu sjöfalt fleiri til teymisins á árunum 2010-2015 en á árunum 2004-2009 eða 67 miðað við 9 á síðustu sex árum þar á undan. Þetta er niðurstaða lokaritgerðar Steinunnar Birnu Sveinbjörnsdóttur, í B.Sc.-námi í læknisfræði.Steinunn Birna Sveinbjörnsdóttir segir stöðu transfólks á Íslandi vera erfiða og telur að hópurinn þurfi á meiri stuðning að halda„Þetta er alþjóðleg þróun og þetta er það sem við sjáum í öllum nágrannalöndum okkar,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir, sem stýrir transteymi Landspítalans, um hvers vegna einstaklingum sem leita til teymisins hafi fjölgað. Óttar segir að einkum séu það fleiri transkarlar sem leiti til teymisins en áður, en það eru þeir sem fæðast í kvenmannslíkama. Óttar segir erfitt að festa fingur á hvers vegna þessar breytingar hafi átt sér stað. „Skýringin er helst þessi mikla umræða og allar þessar upplýsingar, netið og þessi opnu samskipti þessara einstaklinga sem gera það að verkum að fólk uppgötvar miklu fyrr hvað það vill gera,“ segir hann. Hópurinn virðist vera með minni menntun en aðrir og líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða samkvæmt rannsókninni. Þá virðist atvinnuleysi hópsins einnig vera mun meira en annarra þjóðfélagshópa. 14,3 prósent transkarla og 44,9 prósent transkvenna voru á framfærslu ríkisins í ferlinu, það er að segja á atvinnuleysisbótum eða endurhæfingarlífeyri. „Þetta er félagslega jaðarsettur hópur og virðist eiga erfitt uppdráttar í samfélaginu. Það virðist vera að hann þurfi meiri stuðning,“ segir Steinunn. “ Byggt á sjúkraskýrslumÓttar Guðmundsson geðlæknir segir fjölgun þeirra sem leiti til transteymisins hluti af alþjóðlegri þróun.Ritgerðin er byggð á sjúkraskýrslum einstaklinganna en samkvæmt þeim höfðu 4 prósent transkvenna og 3 prósent transmanna lokið háskólanámi þegar þau leituðu fyrst til transteymisins. Hlutfallið er mun lægra en hjá öðrum en 26,7 prósent starfandi kvenna og 19,3 prósent starfandi karla á aldrinum 15-64 ára hafa lokið háskólagráðu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Steinunn setur þó þann fyrirvara á þessar upplýsingar að einhverjir einstaklingar í hópnum hafi verið í háskólanámi eða ekki gefið upp menntun sína í sjúkraskýrslum. „Það voru margir sem áttu mjög erfitt uppdráttar og höfðu gengið í gegn um meðferð við geðrænum vanda, annaðhvort notað geðlyf eða farið í sálfræðimeðferð,“ segir Steinunn. 51 prósent transkarla og 46 prósent transkvenna höfðu gengið í gegn um meðferð við geðrænum vanda sem sé mun hærra hlutfall en hjá öðrum þjóðfélagshópum. Þá hefur meðalaldur þeirra sem leita til transteymisins lækkað lítillega en hann var 23 ár hjá transkörlum og 31 ár hjá transkonum. Við þetta bætist hópur ungmenna sem leitað hafi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna kynáttunarvanda og því megi búast við að aldur þeirra sem leiti til transteymisins lækki enn frekar á næstu árum að sögn Steinunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016Þeim sem leita til transteymis Landspítalans hefur fjölgað verulega. Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Aldrei hafa fleiri leitað til transteymis Landspítalans vegna kynáttunarvanda en á síðasta ári eða 23 einstaklingar. Þá leituðu sjöfalt fleiri til teymisins á árunum 2010-2015 en á árunum 2004-2009 eða 67 miðað við 9 á síðustu sex árum þar á undan. Þetta er niðurstaða lokaritgerðar Steinunnar Birnu Sveinbjörnsdóttur, í B.Sc.-námi í læknisfræði.Steinunn Birna Sveinbjörnsdóttir segir stöðu transfólks á Íslandi vera erfiða og telur að hópurinn þurfi á meiri stuðning að halda„Þetta er alþjóðleg þróun og þetta er það sem við sjáum í öllum nágrannalöndum okkar,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir, sem stýrir transteymi Landspítalans, um hvers vegna einstaklingum sem leita til teymisins hafi fjölgað. Óttar segir að einkum séu það fleiri transkarlar sem leiti til teymisins en áður, en það eru þeir sem fæðast í kvenmannslíkama. Óttar segir erfitt að festa fingur á hvers vegna þessar breytingar hafi átt sér stað. „Skýringin er helst þessi mikla umræða og allar þessar upplýsingar, netið og þessi opnu samskipti þessara einstaklinga sem gera það að verkum að fólk uppgötvar miklu fyrr hvað það vill gera,“ segir hann. Hópurinn virðist vera með minni menntun en aðrir og líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða samkvæmt rannsókninni. Þá virðist atvinnuleysi hópsins einnig vera mun meira en annarra þjóðfélagshópa. 14,3 prósent transkarla og 44,9 prósent transkvenna voru á framfærslu ríkisins í ferlinu, það er að segja á atvinnuleysisbótum eða endurhæfingarlífeyri. „Þetta er félagslega jaðarsettur hópur og virðist eiga erfitt uppdráttar í samfélaginu. Það virðist vera að hann þurfi meiri stuðning,“ segir Steinunn. “ Byggt á sjúkraskýrslumÓttar Guðmundsson geðlæknir segir fjölgun þeirra sem leiti til transteymisins hluti af alþjóðlegri þróun.Ritgerðin er byggð á sjúkraskýrslum einstaklinganna en samkvæmt þeim höfðu 4 prósent transkvenna og 3 prósent transmanna lokið háskólanámi þegar þau leituðu fyrst til transteymisins. Hlutfallið er mun lægra en hjá öðrum en 26,7 prósent starfandi kvenna og 19,3 prósent starfandi karla á aldrinum 15-64 ára hafa lokið háskólagráðu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Steinunn setur þó þann fyrirvara á þessar upplýsingar að einhverjir einstaklingar í hópnum hafi verið í háskólanámi eða ekki gefið upp menntun sína í sjúkraskýrslum. „Það voru margir sem áttu mjög erfitt uppdráttar og höfðu gengið í gegn um meðferð við geðrænum vanda, annaðhvort notað geðlyf eða farið í sálfræðimeðferð,“ segir Steinunn. 51 prósent transkarla og 46 prósent transkvenna höfðu gengið í gegn um meðferð við geðrænum vanda sem sé mun hærra hlutfall en hjá öðrum þjóðfélagshópum. Þá hefur meðalaldur þeirra sem leita til transteymisins lækkað lítillega en hann var 23 ár hjá transkörlum og 31 ár hjá transkonum. Við þetta bætist hópur ungmenna sem leitað hafi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna kynáttunarvanda og því megi búast við að aldur þeirra sem leiti til transteymisins lækki enn frekar á næstu árum að sögn Steinunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016Þeim sem leita til transteymis Landspítalans hefur fjölgað verulega.
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent