Dönsk hjúkrunarkona sakfelld: Gaf þremur sjúklingum banvæna lyfjablöndu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. júní 2016 21:11 Dönsk hjúkrunarkona var fyrir helgi dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt þrjá sjúklinga sinna. Hjúkrunarkonan, sem er 31 árs gömul, hefur áfrýjað dómnum. Í Danmörku er lífstíðarfangelsi 16 ár eins og hér á Íslandi. Hún má aldrei aftur sinna starfi heilbrigðisstarfsmanns. Frá þessu er greint á vef BT. Sjúklingarnir þrír létust af of stórum lyfjaskammti sem innihélt bæði morfín og róandi lyfið stesolid. Taldi dómurinn sýnt að ekki hefði verið mögulegt að skammtarnir hefðu verið gefnir sjúklingunum fyrir slysni. Þá taldi dómurinn að næg líkindi væru milli dauða sjúklinganna þriggja til að draga mætti þá ályktun að sama manneskja stæði að baki þeim öllum. Magn morfíns sem sjúklingarnir fengu var í öllum tilvikum á milli 40 og 50 grömm og magnið af stesolid á milli sex og fimmtán grömm. Sjúklingarnir þrír voru þau Arne Herskov, 72 ára, Anna Lise Poulsen 86 ára og Viggo Petersen, 66 ára. Þá var hjúkrunarfræðingurinn einnig ákærð fyrir tilraun til manndráps á hinum 72 ára gamla Maggi Rasmussen. Tveir sjúklinganna létust á sömu næturvakt aðfaranótt 1. mars árið 2012 en sá þriðji þremur dögum síðar. Vitni gátu borið fyrir um að þau hefðu séð hjúkrunarfræðinginn með sprautu í hendi koma út af að minnsta kosti einni sjúkrastofunni. Verjandi konunnar sagði að hún ætti ekki að vera sakfelld fyrir dauða sjúklinganna þar sem þeir voru fyrir í svo slæmu ástandi. Því hafi verið um líknandi meðferð að ræða. Saksóknari sagði það enga afsökun og að þetta væri svo slæm aðhlynning hjá heilbrigðisstarfsmanni að það væri eiginlega ekki hægt að kalla þetta aðhlynningu. „Jafnvel þó sjúklingarnir séu þegar dauðvona hefur enginn rétt á að myrða þá,“ sagði saksóknarinn, Michael Boolsen. Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Sjá meira
Dönsk hjúkrunarkona var fyrir helgi dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt þrjá sjúklinga sinna. Hjúkrunarkonan, sem er 31 árs gömul, hefur áfrýjað dómnum. Í Danmörku er lífstíðarfangelsi 16 ár eins og hér á Íslandi. Hún má aldrei aftur sinna starfi heilbrigðisstarfsmanns. Frá þessu er greint á vef BT. Sjúklingarnir þrír létust af of stórum lyfjaskammti sem innihélt bæði morfín og róandi lyfið stesolid. Taldi dómurinn sýnt að ekki hefði verið mögulegt að skammtarnir hefðu verið gefnir sjúklingunum fyrir slysni. Þá taldi dómurinn að næg líkindi væru milli dauða sjúklinganna þriggja til að draga mætti þá ályktun að sama manneskja stæði að baki þeim öllum. Magn morfíns sem sjúklingarnir fengu var í öllum tilvikum á milli 40 og 50 grömm og magnið af stesolid á milli sex og fimmtán grömm. Sjúklingarnir þrír voru þau Arne Herskov, 72 ára, Anna Lise Poulsen 86 ára og Viggo Petersen, 66 ára. Þá var hjúkrunarfræðingurinn einnig ákærð fyrir tilraun til manndráps á hinum 72 ára gamla Maggi Rasmussen. Tveir sjúklinganna létust á sömu næturvakt aðfaranótt 1. mars árið 2012 en sá þriðji þremur dögum síðar. Vitni gátu borið fyrir um að þau hefðu séð hjúkrunarfræðinginn með sprautu í hendi koma út af að minnsta kosti einni sjúkrastofunni. Verjandi konunnar sagði að hún ætti ekki að vera sakfelld fyrir dauða sjúklinganna þar sem þeir voru fyrir í svo slæmu ástandi. Því hafi verið um líknandi meðferð að ræða. Saksóknari sagði það enga afsökun og að þetta væri svo slæm aðhlynning hjá heilbrigðisstarfsmanni að það væri eiginlega ekki hægt að kalla þetta aðhlynningu. „Jafnvel þó sjúklingarnir séu þegar dauðvona hefur enginn rétt á að myrða þá,“ sagði saksóknarinn, Michael Boolsen.
Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Sjá meira