Dönsk hjúkrunarkona sakfelld: Gaf þremur sjúklingum banvæna lyfjablöndu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. júní 2016 21:11 Dönsk hjúkrunarkona var fyrir helgi dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt þrjá sjúklinga sinna. Hjúkrunarkonan, sem er 31 árs gömul, hefur áfrýjað dómnum. Í Danmörku er lífstíðarfangelsi 16 ár eins og hér á Íslandi. Hún má aldrei aftur sinna starfi heilbrigðisstarfsmanns. Frá þessu er greint á vef BT. Sjúklingarnir þrír létust af of stórum lyfjaskammti sem innihélt bæði morfín og róandi lyfið stesolid. Taldi dómurinn sýnt að ekki hefði verið mögulegt að skammtarnir hefðu verið gefnir sjúklingunum fyrir slysni. Þá taldi dómurinn að næg líkindi væru milli dauða sjúklinganna þriggja til að draga mætti þá ályktun að sama manneskja stæði að baki þeim öllum. Magn morfíns sem sjúklingarnir fengu var í öllum tilvikum á milli 40 og 50 grömm og magnið af stesolid á milli sex og fimmtán grömm. Sjúklingarnir þrír voru þau Arne Herskov, 72 ára, Anna Lise Poulsen 86 ára og Viggo Petersen, 66 ára. Þá var hjúkrunarfræðingurinn einnig ákærð fyrir tilraun til manndráps á hinum 72 ára gamla Maggi Rasmussen. Tveir sjúklinganna létust á sömu næturvakt aðfaranótt 1. mars árið 2012 en sá þriðji þremur dögum síðar. Vitni gátu borið fyrir um að þau hefðu séð hjúkrunarfræðinginn með sprautu í hendi koma út af að minnsta kosti einni sjúkrastofunni. Verjandi konunnar sagði að hún ætti ekki að vera sakfelld fyrir dauða sjúklinganna þar sem þeir voru fyrir í svo slæmu ástandi. Því hafi verið um líknandi meðferð að ræða. Saksóknari sagði það enga afsökun og að þetta væri svo slæm aðhlynning hjá heilbrigðisstarfsmanni að það væri eiginlega ekki hægt að kalla þetta aðhlynningu. „Jafnvel þó sjúklingarnir séu þegar dauðvona hefur enginn rétt á að myrða þá,“ sagði saksóknarinn, Michael Boolsen. Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Dönsk hjúkrunarkona var fyrir helgi dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt þrjá sjúklinga sinna. Hjúkrunarkonan, sem er 31 árs gömul, hefur áfrýjað dómnum. Í Danmörku er lífstíðarfangelsi 16 ár eins og hér á Íslandi. Hún má aldrei aftur sinna starfi heilbrigðisstarfsmanns. Frá þessu er greint á vef BT. Sjúklingarnir þrír létust af of stórum lyfjaskammti sem innihélt bæði morfín og róandi lyfið stesolid. Taldi dómurinn sýnt að ekki hefði verið mögulegt að skammtarnir hefðu verið gefnir sjúklingunum fyrir slysni. Þá taldi dómurinn að næg líkindi væru milli dauða sjúklinganna þriggja til að draga mætti þá ályktun að sama manneskja stæði að baki þeim öllum. Magn morfíns sem sjúklingarnir fengu var í öllum tilvikum á milli 40 og 50 grömm og magnið af stesolid á milli sex og fimmtán grömm. Sjúklingarnir þrír voru þau Arne Herskov, 72 ára, Anna Lise Poulsen 86 ára og Viggo Petersen, 66 ára. Þá var hjúkrunarfræðingurinn einnig ákærð fyrir tilraun til manndráps á hinum 72 ára gamla Maggi Rasmussen. Tveir sjúklinganna létust á sömu næturvakt aðfaranótt 1. mars árið 2012 en sá þriðji þremur dögum síðar. Vitni gátu borið fyrir um að þau hefðu séð hjúkrunarfræðinginn með sprautu í hendi koma út af að minnsta kosti einni sjúkrastofunni. Verjandi konunnar sagði að hún ætti ekki að vera sakfelld fyrir dauða sjúklinganna þar sem þeir voru fyrir í svo slæmu ástandi. Því hafi verið um líknandi meðferð að ræða. Saksóknari sagði það enga afsökun og að þetta væri svo slæm aðhlynning hjá heilbrigðisstarfsmanni að það væri eiginlega ekki hægt að kalla þetta aðhlynningu. „Jafnvel þó sjúklingarnir séu þegar dauðvona hefur enginn rétt á að myrða þá,“ sagði saksóknarinn, Michael Boolsen.
Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira