Gunnleifur er einn þeirra sex leikmanna sem eru klárir sem aukamenn, varamenn fyrir varamenn ef svo má segja, en margir voru svekktir og ósáttir með að kappinn var ekki valinn í 23 manna EM-hópinn. Sjálfur tók hann þeirri ákvörðun þjálfaranna af mikilli auðmýkt þótt vonbrigðin hafi vafalítið verið mikil og sagðist styðja strákana af öllu hjarta.
Vífilfell bauð Gunnleifi og Hildi Einarsdóttur, eiginkonu Gunnleifs, á leikinn en skorað hafði verið á KSÍ að bjóða honum utan.
„Ég þurfti að afþakka vegna leiks okkar Blika við ÍBV á sunnudag,“ segir Gunnleifur á Twitter en þakkar hlýhuginn í garð þeirra hjóna.
Langar að þakka Coke/Vífilfell fyrir að hafa samband við mig og bjóða okkur hjónum á leikinn í Paris. Leikur við ÍBV á sun.kemst því ekki
— G Gunnleifsson (@GulliGull1) June 29, 2016