Umboðsmaður Ragnars: Félög um alla Evrópu að spyrjast fyrir um Ragnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2016 22:30 Framganga íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi hefur vakið áhuga á íslensku landsliðsmönnunum. Meðal þeirra sem hafa slegið í gegn er miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson sem tók markaskorarana Harry Kane og Jamie Vardy í bakaríið á mánudagskvöldið í Nice. Fjallað hefur verið um áhuga félaga í ensku úrvalsdeildinni á Ragnari og Martin Dahlin, umboðsmaður Ragnars, segir í samtali við Vísi að margir séu að spyrjast fyrir. „Já, það er heilmikill áhugi á Ragnari,“ segir Dahlin sem spilaði á sínum tíma með landsliði Svía og var ein af stjörnum liðsins á HM 1994. Hann vill ekki nefna félögin sérstaklega sem hafi samband, það geri hann aldrei en áhuginn sé um alla Evrópu. „Frammistaða hans á mótinu í heild hefur verið frábær en auðvitað opnaðist enn stærri gluggi eftir leikinn gegn Englandi,“ segir Dahlin. Áhugi fólks í Gautaborg er mikill enda spilaði Ragnar með IFK Gautaborg við góðan orðstír. Stuðningsmenn klúbbsins eru upp til hópa úr stétt verkamanna sem kunna vel við Ragnar, leikmann sem lætur verkin tala. Hann er elskaður í borginni og víðar í Svíþjóð. Staðarblaðið í Gautaborg ræddi við Dahlin fyrr í dag um áhugann á miðverðinum fyrrverandi. Þá hafa sænskir blaðamenn hér í Annecy sagt undirrituðum að vinsældir Ragnars ná út fyrir Gautaborg. Ragnar spilar sem kunnugt er með Krasnodar í Rússlandi og á tvö ár eftir af samningi þar. Dahlin útilokar ekki að Ragnar gæti yfirgefið herbúðirnar komi rétta tilboðið en hann sé þó ánægður hjá félaginu. Ragnar hefur endurtekið greint frá áhuga sínum á að spila fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Hver veit nema sá draumur rætist en undirritaður fullyrðir að enska félagið gæti nýtt sér krafta Ragnars.Að neðan má sjá svipmyndir af Ragnari í leiknum gegn Englandi þar sem hann var valinn maður leiksins.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Framganga íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi hefur vakið áhuga á íslensku landsliðsmönnunum. Meðal þeirra sem hafa slegið í gegn er miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson sem tók markaskorarana Harry Kane og Jamie Vardy í bakaríið á mánudagskvöldið í Nice. Fjallað hefur verið um áhuga félaga í ensku úrvalsdeildinni á Ragnari og Martin Dahlin, umboðsmaður Ragnars, segir í samtali við Vísi að margir séu að spyrjast fyrir. „Já, það er heilmikill áhugi á Ragnari,“ segir Dahlin sem spilaði á sínum tíma með landsliði Svía og var ein af stjörnum liðsins á HM 1994. Hann vill ekki nefna félögin sérstaklega sem hafi samband, það geri hann aldrei en áhuginn sé um alla Evrópu. „Frammistaða hans á mótinu í heild hefur verið frábær en auðvitað opnaðist enn stærri gluggi eftir leikinn gegn Englandi,“ segir Dahlin. Áhugi fólks í Gautaborg er mikill enda spilaði Ragnar með IFK Gautaborg við góðan orðstír. Stuðningsmenn klúbbsins eru upp til hópa úr stétt verkamanna sem kunna vel við Ragnar, leikmann sem lætur verkin tala. Hann er elskaður í borginni og víðar í Svíþjóð. Staðarblaðið í Gautaborg ræddi við Dahlin fyrr í dag um áhugann á miðverðinum fyrrverandi. Þá hafa sænskir blaðamenn hér í Annecy sagt undirrituðum að vinsældir Ragnars ná út fyrir Gautaborg. Ragnar spilar sem kunnugt er með Krasnodar í Rússlandi og á tvö ár eftir af samningi þar. Dahlin útilokar ekki að Ragnar gæti yfirgefið herbúðirnar komi rétta tilboðið en hann sé þó ánægður hjá félaginu. Ragnar hefur endurtekið greint frá áhuga sínum á að spila fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Hver veit nema sá draumur rætist en undirritaður fullyrðir að enska félagið gæti nýtt sér krafta Ragnars.Að neðan má sjá svipmyndir af Ragnari í leiknum gegn Englandi þar sem hann var valinn maður leiksins.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira