Mamma Jóa Berg: Tilvonandi tengdasonur fékk ekkert að borða útaf leiknum í Bern Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2016 12:15 Jóhann Berg fagnar jöfnunarmarkinu í Bern í undankeppni HM 2014. Vísir/Valli Íris Gunnarsdóttir, móðir landsliðsmannsins Jóhanns Berg Guðmundssonar, segir misjafnt hvernig hún sé stemmd á leikdag. Stundum sé hún róleg en annars með í maganum. Íris ræddi við strákana í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hún hefur fylgst grannt með stráknum sínum í Frakklandi eins og öll fjölskyldan. „Stundum er maður á bak við hurð, uppi á stól eða jafnvel með smá magapínu. En oft á tíðum er ég bara róleg,“ segir Íris. Það fari gjarnan eftir mikilvægi leiksins en ekki síður hvernig hljóðið sé í syninum sem hún ræðir gjarnan við á leikdag. Íris upplýsir að Jóhann hafi stigið sín fyrstu skref á knattspyrnuvellinum í appelsínugulum búningi Fylkis. „Hann var þar eitt ár, eitt tímabil. Sex eða sjö ára,“ segir Íris en eins og kunnugt er spilaði Jóhann með Breiðabliki upp yngri flokka þar sem hann hélt á vit ævintýranna hjá AZ Alkmaar í Hollandi. „Hann var mjög efnilegur, alveg frá upphafi. Hann var mjög snöggur og hafði mikinn metnað. Lífið var bara fótbolti frá því hann byrjaði að tala.“ Fótboltabakterían segir Íris að megi að einhverju leyti rekja til föður síns, afa Jóhanns. Hún hafi sjálf horft með honum á enska boltann í gamla daga, þá aðallega leik Manchester United sem Gunnar studdi. Jóhann hafi oftar en ekki bæst í hópinn. Jóhann Berg, Gylfi Þór, Aron Einar og Hannes Þór.Vísir/Vilhelm Fyrsta matarboðið hjá tengdó Minningarnar af ferli Jóhanns eru vafalítið margar hjá fjölskyldunni. Upp úr stendur þó líklega 4-4 jafnteflið gegn Sviss í Bern þar sem Jóhann skoraði einhverja fallegustu þrennu sem sést hefur. Mörkin hvert öðru glæsilegra í leik þar sem okkar menn sneru við 4-1 stöðu í 4-4 jafntefli. Jóhann tryggði stigið með langskoti í blálokin og hefur stundum verið kallaður Jóhann Bern í staðinn fyrir Jóhann Berg síðan. „Við misstum okkar algjörlega þar,“ segir Íris sem hafði boðið í mat þetta sama kvöld „Tengdasonur minn tilvonandi var í fyrsta skipti í mat. Þetta átti að vera mjög rólegt og skemmtilegt kvöld,“ segir Íris. „Svo vorum við fjölskyldan komin upp á stól. Það fór ekkert fyrir eldamennsku og hann fékk ekkert að borða greyið,“ bætir hún við hlæjandi. Vel hafi þó verið hugsað um hann síðan. Sár eftir skotið í skeytin Ekki munaði miklu að Jóhann skoraði enn eitt draumamarkið þegar boltinn small í samskeytunum snemma leiks gegn Austurríki. Nokkrir sentimetrar og við værum að tala um eitt af mörkum Evrópumótsins. „Hann var náttúrulega mjög sár yfir því að hafa ekki getað sett hann. Heppni var ekki með honum. Þetta var frábært skot og hefði verið mark leiksins, og þó víðar væri leitað,“ segir Íris. Fjölskyldan sá leikinn í Nice og stefndi heim en hætti við. „Það var spurningin hvort við ættum að fara eða vera,“ segir Íris. Síðar um daginn hafi komið í ljós að hve erfitt yrði að komast aftur út til Parísar fyrir Frakklandsleikinn á sunnudaginn. „Ég hef sennilega ekki getað fyrirgefið mér hefði ég ekki komist á næsta leik.“ Jóhann Berg fagnar á Stade de France á mánudagskvöldið.Vísir/Vilhelm Í lyfjapróf eftir Englandsleikinn Íris upplýsir að hún sé bjartsýn fyrir Frakklandsleikinn líkt og fyrir Englandsleikinn. „Ég var einhvern veginn sallaróleg fyrir þann leik. Ég veit og heyri á strákunum hve vel stemmdir þeir eru fyrir þetta verkefni. Þetta hefur verið draumur í langan tíma hjá þessum strákum. Þeir eru með toppstykkið í lagi,“ segir Íris. Nú sé fókusinn á næsta leik. Ísland muni spila sinn bolta eins og gegn Englandi þar sem auðvitað allt hafi gengið upp. „Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir næsta leik.“ Íris ræddi við Jóhann eftir sigurinn í Nice. Þá var kantmaðurinn að bíða eftir því að fara í lyfjapróf. Lyfjaeftirlit tekur leikmenn af handhófi úr liðunum að leikjum loknum. „Hann sat rólegur og beið. Ég spyr eins og alltaf hvernig honum líði og það er alltaf stutt og gott svar. Mér líður bara vel,“ segir Íris. Eftir sturtuna séu strákarnir okkar komnir niður á jörðina. Hún sé hins vegar að átta sig á því, eftir því sem á dvölina í Frakklandi hefur liðið, hversu miklar hetjur strákarnir eru. „Þeir eru ekki bara að hlaupa. Þeir þurfa líka að hugsa, sparka og hafa lítinn tíma. Þetta eru þvílíkar hetjur. Frábærir afreksmenn.“Að neðan má sjá viðtal við Jóhann Berg eftir þrennuna í Bern haustið 2013. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði. 29. júní 2016 08:00 Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta. 29. júní 2016 07:00 EM í dag: Lars er maðurinn fyrir England og hvíldardagur í Annecy Allir eru mættir "heim“ til Annecy. 29. júní 2016 09:45 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Íris Gunnarsdóttir, móðir landsliðsmannsins Jóhanns Berg Guðmundssonar, segir misjafnt hvernig hún sé stemmd á leikdag. Stundum sé hún róleg en annars með í maganum. Íris ræddi við strákana í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hún hefur fylgst grannt með stráknum sínum í Frakklandi eins og öll fjölskyldan. „Stundum er maður á bak við hurð, uppi á stól eða jafnvel með smá magapínu. En oft á tíðum er ég bara róleg,“ segir Íris. Það fari gjarnan eftir mikilvægi leiksins en ekki síður hvernig hljóðið sé í syninum sem hún ræðir gjarnan við á leikdag. Íris upplýsir að Jóhann hafi stigið sín fyrstu skref á knattspyrnuvellinum í appelsínugulum búningi Fylkis. „Hann var þar eitt ár, eitt tímabil. Sex eða sjö ára,“ segir Íris en eins og kunnugt er spilaði Jóhann með Breiðabliki upp yngri flokka þar sem hann hélt á vit ævintýranna hjá AZ Alkmaar í Hollandi. „Hann var mjög efnilegur, alveg frá upphafi. Hann var mjög snöggur og hafði mikinn metnað. Lífið var bara fótbolti frá því hann byrjaði að tala.“ Fótboltabakterían segir Íris að megi að einhverju leyti rekja til föður síns, afa Jóhanns. Hún hafi sjálf horft með honum á enska boltann í gamla daga, þá aðallega leik Manchester United sem Gunnar studdi. Jóhann hafi oftar en ekki bæst í hópinn. Jóhann Berg, Gylfi Þór, Aron Einar og Hannes Þór.Vísir/Vilhelm Fyrsta matarboðið hjá tengdó Minningarnar af ferli Jóhanns eru vafalítið margar hjá fjölskyldunni. Upp úr stendur þó líklega 4-4 jafnteflið gegn Sviss í Bern þar sem Jóhann skoraði einhverja fallegustu þrennu sem sést hefur. Mörkin hvert öðru glæsilegra í leik þar sem okkar menn sneru við 4-1 stöðu í 4-4 jafntefli. Jóhann tryggði stigið með langskoti í blálokin og hefur stundum verið kallaður Jóhann Bern í staðinn fyrir Jóhann Berg síðan. „Við misstum okkar algjörlega þar,“ segir Íris sem hafði boðið í mat þetta sama kvöld „Tengdasonur minn tilvonandi var í fyrsta skipti í mat. Þetta átti að vera mjög rólegt og skemmtilegt kvöld,“ segir Íris. „Svo vorum við fjölskyldan komin upp á stól. Það fór ekkert fyrir eldamennsku og hann fékk ekkert að borða greyið,“ bætir hún við hlæjandi. Vel hafi þó verið hugsað um hann síðan. Sár eftir skotið í skeytin Ekki munaði miklu að Jóhann skoraði enn eitt draumamarkið þegar boltinn small í samskeytunum snemma leiks gegn Austurríki. Nokkrir sentimetrar og við værum að tala um eitt af mörkum Evrópumótsins. „Hann var náttúrulega mjög sár yfir því að hafa ekki getað sett hann. Heppni var ekki með honum. Þetta var frábært skot og hefði verið mark leiksins, og þó víðar væri leitað,“ segir Íris. Fjölskyldan sá leikinn í Nice og stefndi heim en hætti við. „Það var spurningin hvort við ættum að fara eða vera,“ segir Íris. Síðar um daginn hafi komið í ljós að hve erfitt yrði að komast aftur út til Parísar fyrir Frakklandsleikinn á sunnudaginn. „Ég hef sennilega ekki getað fyrirgefið mér hefði ég ekki komist á næsta leik.“ Jóhann Berg fagnar á Stade de France á mánudagskvöldið.Vísir/Vilhelm Í lyfjapróf eftir Englandsleikinn Íris upplýsir að hún sé bjartsýn fyrir Frakklandsleikinn líkt og fyrir Englandsleikinn. „Ég var einhvern veginn sallaróleg fyrir þann leik. Ég veit og heyri á strákunum hve vel stemmdir þeir eru fyrir þetta verkefni. Þetta hefur verið draumur í langan tíma hjá þessum strákum. Þeir eru með toppstykkið í lagi,“ segir Íris. Nú sé fókusinn á næsta leik. Ísland muni spila sinn bolta eins og gegn Englandi þar sem auðvitað allt hafi gengið upp. „Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir næsta leik.“ Íris ræddi við Jóhann eftir sigurinn í Nice. Þá var kantmaðurinn að bíða eftir því að fara í lyfjapróf. Lyfjaeftirlit tekur leikmenn af handhófi úr liðunum að leikjum loknum. „Hann sat rólegur og beið. Ég spyr eins og alltaf hvernig honum líði og það er alltaf stutt og gott svar. Mér líður bara vel,“ segir Íris. Eftir sturtuna séu strákarnir okkar komnir niður á jörðina. Hún sé hins vegar að átta sig á því, eftir því sem á dvölina í Frakklandi hefur liðið, hversu miklar hetjur strákarnir eru. „Þeir eru ekki bara að hlaupa. Þeir þurfa líka að hugsa, sparka og hafa lítinn tíma. Þetta eru þvílíkar hetjur. Frábærir afreksmenn.“Að neðan má sjá viðtal við Jóhann Berg eftir þrennuna í Bern haustið 2013.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði. 29. júní 2016 08:00 Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta. 29. júní 2016 07:00 EM í dag: Lars er maðurinn fyrir England og hvíldardagur í Annecy Allir eru mættir "heim“ til Annecy. 29. júní 2016 09:45 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði. 29. júní 2016 08:00
Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta. 29. júní 2016 07:00
EM í dag: Lars er maðurinn fyrir England og hvíldardagur í Annecy Allir eru mættir "heim“ til Annecy. 29. júní 2016 09:45