Aðeins 13 þættir eftir af Game of Thrones Birgir Örn Steinarsson skrifar 29. júní 2016 10:55 Næturkóngurinn verður líklegast helsta ógnin í komandi seríum. Vísir/HBO Aðdáendur Game of Thrones eru líklegast ennþá að jafna sig eftir svakalegan lokaþátt sjöttu seríu. Þar urðu ýmsar breytingar á valdataflinu í Westeros svo ekki sé meira sagt. Nú hafa framleiðendur þáttanna staðfest að aðeins tvær seríur séu eftir. Ekki nóg með það heldur verða þessar seríur í styttra laginu því aðeins 13 þættir eru eftir. Næsta sería verður aðeins 7 þættir en nú hefur fengist staðfest að lokaserían verður aðeins sex þættir. Meðframleiðendur þáttanna og handritshöfundar David Benioff og D. B. Weiss hafa nú staðfest að heildarserían um Game of Thrones verði aðeins um 73 klukkustunda löng. Nú þegar hafa þættirnir 60 sem búið er að framleiða flestir verið um klukkustunda langir sem þýðir að aðeins 13 klukkustundir eru eftir af sjónvarpssögunni.Þættirnir núna mjög ólíkir bókunumMiðað við að höfundur bókanna George R. R. Martin á enn eftir að gefa út tvær risastórar bækur í seríunni er því orðið ljóst að margt sem gerist í bókunum verður ekki með í þáttunum. Þau þáttaskil urðu við gerð sjöttu seríu að þættirnir fóru lengra en söguþráður bókanna. Framleiðendur þáttanna hafa sagt að þeir séu að færast að sömu lokaniðurstöðu og Martin með bókunum en að þeir fari aðra leið. Martin gaf síðast út bókina A Dance with Dragons sem var sú fimmta í Song of Ice and Fire röðinni sem Game of Thrones þættirnir eru byggðir á. Hann hefur átt í erfiðleikum með að klára næstu bók The Winds of Winter sem er þó nálægt því að vera fullkláruð. Breytingarnar í þáttunum hingað til frá söguþræði bókana hefur verið nokkur auk þess sem þættirnir eru komnir lengra í sögunni. Til að mynda er Jon Snow ennþá dauður í bókunum, Sansa Stark giftist aldrei illmenninu Ramsay Bolton og Tyrion Lannister hefur ekki enn hitt Daenerys Targaryen svo fátt eitt sé nefnt. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Sjöunda serían af Game of Thrones verður aðeins sjö þættir Um þessar mundir er verið að sýna sjöttu seríuna af Game of Thrones um alla heim og meðal annars á Stöð 2 hér á landi. 2. júní 2016 16:15 Game of Thrones: Komið að endalokum - Í bili Aðeins einn þáttur er eftir í sjöttu þáttaröð Game of Thrones. 24. júní 2016 15:15 Game of Thrones: Veturinn er loksins kominn Sjötta þáttaröð Game of Thrones endaði svo sannarlega með tilþrifum. 28. júní 2016 13:30 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Aðdáendur Game of Thrones eru líklegast ennþá að jafna sig eftir svakalegan lokaþátt sjöttu seríu. Þar urðu ýmsar breytingar á valdataflinu í Westeros svo ekki sé meira sagt. Nú hafa framleiðendur þáttanna staðfest að aðeins tvær seríur séu eftir. Ekki nóg með það heldur verða þessar seríur í styttra laginu því aðeins 13 þættir eru eftir. Næsta sería verður aðeins 7 þættir en nú hefur fengist staðfest að lokaserían verður aðeins sex þættir. Meðframleiðendur þáttanna og handritshöfundar David Benioff og D. B. Weiss hafa nú staðfest að heildarserían um Game of Thrones verði aðeins um 73 klukkustunda löng. Nú þegar hafa þættirnir 60 sem búið er að framleiða flestir verið um klukkustunda langir sem þýðir að aðeins 13 klukkustundir eru eftir af sjónvarpssögunni.Þættirnir núna mjög ólíkir bókunumMiðað við að höfundur bókanna George R. R. Martin á enn eftir að gefa út tvær risastórar bækur í seríunni er því orðið ljóst að margt sem gerist í bókunum verður ekki með í þáttunum. Þau þáttaskil urðu við gerð sjöttu seríu að þættirnir fóru lengra en söguþráður bókanna. Framleiðendur þáttanna hafa sagt að þeir séu að færast að sömu lokaniðurstöðu og Martin með bókunum en að þeir fari aðra leið. Martin gaf síðast út bókina A Dance with Dragons sem var sú fimmta í Song of Ice and Fire röðinni sem Game of Thrones þættirnir eru byggðir á. Hann hefur átt í erfiðleikum með að klára næstu bók The Winds of Winter sem er þó nálægt því að vera fullkláruð. Breytingarnar í þáttunum hingað til frá söguþræði bókana hefur verið nokkur auk þess sem þættirnir eru komnir lengra í sögunni. Til að mynda er Jon Snow ennþá dauður í bókunum, Sansa Stark giftist aldrei illmenninu Ramsay Bolton og Tyrion Lannister hefur ekki enn hitt Daenerys Targaryen svo fátt eitt sé nefnt.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Sjöunda serían af Game of Thrones verður aðeins sjö þættir Um þessar mundir er verið að sýna sjöttu seríuna af Game of Thrones um alla heim og meðal annars á Stöð 2 hér á landi. 2. júní 2016 16:15 Game of Thrones: Komið að endalokum - Í bili Aðeins einn þáttur er eftir í sjöttu þáttaröð Game of Thrones. 24. júní 2016 15:15 Game of Thrones: Veturinn er loksins kominn Sjötta þáttaröð Game of Thrones endaði svo sannarlega með tilþrifum. 28. júní 2016 13:30 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Sjöunda serían af Game of Thrones verður aðeins sjö þættir Um þessar mundir er verið að sýna sjöttu seríuna af Game of Thrones um alla heim og meðal annars á Stöð 2 hér á landi. 2. júní 2016 16:15
Game of Thrones: Komið að endalokum - Í bili Aðeins einn þáttur er eftir í sjöttu þáttaröð Game of Thrones. 24. júní 2016 15:15
Game of Thrones: Veturinn er loksins kominn Sjötta þáttaröð Game of Thrones endaði svo sannarlega með tilþrifum. 28. júní 2016 13:30