Nýr Porsche Panamera fór Nürburgring á 7:38 Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2016 10:36 Ný kynslóð Porsche Panamera bílsins er um þessar mundir að koma á göturnar og bíllinn er þegar farinn að slá metin. Porsche Panamera Turbo á nú metið á Nürburgring brautinni fyrir fjöldaframleidda lúxusbíla og fór hringinn á litlum 7 mínútum og 38 sekúndum. Það er svipaður tími og ofurbílarnir Lexus LFA og Lamborghini Gallardo LP 570-4 hafa náð, en hafa verður í huga að Porsche Panamera er 4 sæta lúxusbíll og alls ekki hannaður sem keppnisbíll á akstursbrautum. Það sýnir best þá ótrúlegu aksturseiginleika sem Porsche nær að kalla fram í bílum sínum. Auk þess er Panamera fremur þungur bíll með öllum sínum lúxus og víst er að hann er stór og með ágætis skott að auki. Þvílík framístaða hjá Porsche. Sjá má akstur Panamera bílsins á Nürburgring brautinni við metsláttinn hér að ofan. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Ný kynslóð Porsche Panamera bílsins er um þessar mundir að koma á göturnar og bíllinn er þegar farinn að slá metin. Porsche Panamera Turbo á nú metið á Nürburgring brautinni fyrir fjöldaframleidda lúxusbíla og fór hringinn á litlum 7 mínútum og 38 sekúndum. Það er svipaður tími og ofurbílarnir Lexus LFA og Lamborghini Gallardo LP 570-4 hafa náð, en hafa verður í huga að Porsche Panamera er 4 sæta lúxusbíll og alls ekki hannaður sem keppnisbíll á akstursbrautum. Það sýnir best þá ótrúlegu aksturseiginleika sem Porsche nær að kalla fram í bílum sínum. Auk þess er Panamera fremur þungur bíll með öllum sínum lúxus og víst er að hann er stór og með ágætis skott að auki. Þvílík framístaða hjá Porsche. Sjá má akstur Panamera bílsins á Nürburgring brautinni við metsláttinn hér að ofan.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent