Komið nafn og merki á bílaþátt gömlu Top Gear stjarnanna Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2016 09:13 Loks er komið heiti á nýjum bílaþáttum gamla þríeykisins, "The Grand Tour". Sjaldan hefur tekið eins langan tíma að finna nafn á einn sjónvarpsþátt og í tilfelli nýs bílaþáttar fyrrum stjórnenda Top Gear þáttanna. Sá titill er þó loks fundinn og þátturinn á að heita “The Grand Tour”. Á titillinn að vera lýsandi fyrir það hve víða þeir félagar fara til að prófa þá bíla sem sjást í þáttunum. Þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May eru langt komnir með að taka upp nýja þætti sem sýndir verða á Amazon Prime og hefjast sýningar á þeim í haust, eftir síðustu heimildum. Ekki bara fundu þeir félagar heiti á þættinum heldur er einnig komið merki fyrir hann. Ekki fer frá því að útlit þess sé sótt í útlit merkja áttunda eða níunda áratugs síðustu aldar, en engu að síður er það flott.Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May stjórna "The Grand Tour" á Amazon Prime. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent
Sjaldan hefur tekið eins langan tíma að finna nafn á einn sjónvarpsþátt og í tilfelli nýs bílaþáttar fyrrum stjórnenda Top Gear þáttanna. Sá titill er þó loks fundinn og þátturinn á að heita “The Grand Tour”. Á titillinn að vera lýsandi fyrir það hve víða þeir félagar fara til að prófa þá bíla sem sjást í þáttunum. Þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May eru langt komnir með að taka upp nýja þætti sem sýndir verða á Amazon Prime og hefjast sýningar á þeim í haust, eftir síðustu heimildum. Ekki bara fundu þeir félagar heiti á þættinum heldur er einnig komið merki fyrir hann. Ekki fer frá því að útlit þess sé sótt í útlit merkja áttunda eða níunda áratugs síðustu aldar, en engu að síður er það flott.Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May stjórna "The Grand Tour" á Amazon Prime.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent