Tveir þriðju þeirra sem horfðu á sjónvarp í Englandi í gær stilltu inn á landsleikinn þar sem Íslendingar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum EM. Alls horfðu um 15 milljónir manna á leikinn en þegar mest var stilltu rétt tæpar 17 milljónir á leikinn.
Ekki hafa jafn margir Englendingar stillt inn á einn sjónvarpsviðburð og á leik Íslands við Englendinga frá því England tapaði gegn Úrugvæ á heimsmeistaramótinu 2014.
Englendingarnir urðu þó fyrir miklum vonbrigðum en tap þeirra í gær er sagt hafa verið versta tap í sögu landsliðsins
Metfjöldi Englendinga horfði á sína menn falla úr leik

Tengdar fréttir

Íslendingar eyða í Frakklandi sem aldrei fyrr
Gríðarleg aukning er á kreditkortanoktun Íslendinga í Frakklandi.

Bara eitt prósent sjónvarpsáhorfenda sá ekki leik Íslands og Ungverjalands
Íslenska þjóðin fylgdist mjög vel með þegar strákarnir í fótboltalandsliðinu spiluðu sinn annan leik á Evrópumótinu á laugardaginn. Samkvæmt tölum frá Símanum voru það ekki margir sem horfðu ekkert á leikinn.

Southgate og Hoddle líklegastir til að taka við enska landsliðinu
Samkvæmt veðbönkum er Gareth Southgate líklegastur til að taka við enska landsliðinu af Roy Hodgson sem sagði af sér eftir tapið fyrir Íslandi í gær.