Ragnar Sigurðsson bestur í íslenska liðinu á EM | Meðaleinkunnir strákanna okkar Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. júní 2016 20:30 Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eru tveir efstir. vísir/Getty Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur verið besti leikmaður strákanna okkar á Evrópumótinu í fótbolta samkvæmt einkunnagjöf Vísis. Eftir hvern leik á Evrópumótinu gefa blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis öllum byrjunarliðsmönnum íslenska liðsins einkunn frá einum og upp í tíu og þeim varamönnum sem koma inn á fyrir 70. mínútu. Ragnar, sem fékk tíu í einkunn eða fullt hús fyrir frammistöðuna gegn Englandi, er með meðaleinkunnina 8,5 og hefur í tvígang verið valinn maður leiksins (Ungverjaland og England). Miðvörðurinn hefur verið alveg magnaður á mótinu. Félagi hans í miðri vörninni, Kári Árnason, kemur næstur með 8,25 í meðaleinkunn en hann hefur einu sinni verið valinn maður leiksins. Það var fyrir frammistöðu hans gegn Austurríki í leiknum sem tryggði íslenska liðinu annað sætið í F-riðli. Birkir Bjarnason er í þriðja sæti með átta í meðaleinkunn en ljóshærði víkingurinn skoraði jöfnunarmarkið gegn Portúgal og hefur verið gríðarlega mikilvægur jafnt í varnar- og sóknarleik liðsins. Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, er svo í fjórða til sjöunda sæti með 7,75 í meðaleinkunn ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni, Jóni Daða Böðvarssyni og Kolbeini Sigþórssyni. Hannes er sá þriðji sem hefur hlotið nafnbótina maður leiksins en hana fékk markvörðurinn fyrir frammistöðu sína gegn Portúgal í fyrsta leik mótsins. Aðeins byrjunarliðið, sem hefur verið óbreytt frá byrjun móts, hefur fengið einkunnir í öllum fjórum leikjunum en einkunnir allra ellefu leikmannanna og meðaleinkunnina hjá þeim má sjá hér að neðan.Ragnar Sigurðsson 8,5 Portúgal: 7Ungverjaland: 9 ML Austurríki 8England: 10 MLKári Árnason 8,25 Portúgal: 7 Ungverjaland: 8Austurríki: 9 ML England: 9Birkir Bjarnason 8 Portúgal: 8 Ungverjaland: 8 Austurríki: 7 England: 9Gylfi Þór Sigurðsson 7,75 Portúgal: 6 Ungverjaland: 8 Austurríki: 8 England: 9Hannes Þór Halldórsson 7,75Portúgal: 8 ML Ungverjaland: 7 Austurríki: 8 England: 8Jón Daði Böðvarsson 7,75 Portúgal: 8 Ungverjaland: 7 Austurríki: 8 England: 8Kolbeinn Sigþórsson 7,75 Portúgal: 8 Ungverjaland: 8 Austurríki: 7 England: 8Aron Einar Gunnarsson 7,5 Portúgal: 7 Ungverjaland: 7 Austurríki: 8 England: 8Birkir Már Sævarsson 7,25 Portúgal: 7 Ungverjaland: 7 Austurríki: 7 England: 8Ari Freyr Skúlason 7 Portúgal: 7 Ungverjaland: 7 Austurríki: 6 England: 8Jóhann Berg Guðmundsson 7 Portúgal: 7 Ungverjaland: 7 Austurríki: 7 England: 7 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir ESPN: Sigur Íslands á Englandi sjöundu óvæntustu úrslitin í sögunni Í tilefni af sigri Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í gær fór ESPN yfir 10 óvæntustu úrslitin í landsleikjum frá upphafi. 28. júní 2016 17:45 "Ísland er lélegasta lið sem ég hef séð en það vann England“ Enskir stuðningsmenn voru teknir tali eftir tapið í Nice í gærkvöldi og sumir voru niðurbrotnir. 28. júní 2016 23:00 Íslandsvinurinn Roger Bennett skálar í Brennivíni og rífur hausinn af Roy Hodgson Sjáðu virkilega skemmtilega umfjöllun Men in Blazers um sigur Íslands á Englandi. 28. júní 2016 19:00 Ísland ósigrað í síðustu tólf landsleikjum sem Hannes hefur spilað Hannes Þór Halldórsson hefur spilað einstaklega vel í marki Íslands á EM í Frakklandi. 28. júní 2016 19:45 Spilaði ekki mínútu á EM en ertu að grínast með móttökurnar | Myndband Norður-írska landsliðið fékk frábærar móttökur þegar liðið snéri heim til Belfast eftir Evrópumótið í Frakkalandi þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta EM. 28. júní 2016 22:30 Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur verið besti leikmaður strákanna okkar á Evrópumótinu í fótbolta samkvæmt einkunnagjöf Vísis. Eftir hvern leik á Evrópumótinu gefa blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis öllum byrjunarliðsmönnum íslenska liðsins einkunn frá einum og upp í tíu og þeim varamönnum sem koma inn á fyrir 70. mínútu. Ragnar, sem fékk tíu í einkunn eða fullt hús fyrir frammistöðuna gegn Englandi, er með meðaleinkunnina 8,5 og hefur í tvígang verið valinn maður leiksins (Ungverjaland og England). Miðvörðurinn hefur verið alveg magnaður á mótinu. Félagi hans í miðri vörninni, Kári Árnason, kemur næstur með 8,25 í meðaleinkunn en hann hefur einu sinni verið valinn maður leiksins. Það var fyrir frammistöðu hans gegn Austurríki í leiknum sem tryggði íslenska liðinu annað sætið í F-riðli. Birkir Bjarnason er í þriðja sæti með átta í meðaleinkunn en ljóshærði víkingurinn skoraði jöfnunarmarkið gegn Portúgal og hefur verið gríðarlega mikilvægur jafnt í varnar- og sóknarleik liðsins. Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, er svo í fjórða til sjöunda sæti með 7,75 í meðaleinkunn ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni, Jóni Daða Böðvarssyni og Kolbeini Sigþórssyni. Hannes er sá þriðji sem hefur hlotið nafnbótina maður leiksins en hana fékk markvörðurinn fyrir frammistöðu sína gegn Portúgal í fyrsta leik mótsins. Aðeins byrjunarliðið, sem hefur verið óbreytt frá byrjun móts, hefur fengið einkunnir í öllum fjórum leikjunum en einkunnir allra ellefu leikmannanna og meðaleinkunnina hjá þeim má sjá hér að neðan.Ragnar Sigurðsson 8,5 Portúgal: 7Ungverjaland: 9 ML Austurríki 8England: 10 MLKári Árnason 8,25 Portúgal: 7 Ungverjaland: 8Austurríki: 9 ML England: 9Birkir Bjarnason 8 Portúgal: 8 Ungverjaland: 8 Austurríki: 7 England: 9Gylfi Þór Sigurðsson 7,75 Portúgal: 6 Ungverjaland: 8 Austurríki: 8 England: 9Hannes Þór Halldórsson 7,75Portúgal: 8 ML Ungverjaland: 7 Austurríki: 8 England: 8Jón Daði Böðvarsson 7,75 Portúgal: 8 Ungverjaland: 7 Austurríki: 8 England: 8Kolbeinn Sigþórsson 7,75 Portúgal: 8 Ungverjaland: 8 Austurríki: 7 England: 8Aron Einar Gunnarsson 7,5 Portúgal: 7 Ungverjaland: 7 Austurríki: 8 England: 8Birkir Már Sævarsson 7,25 Portúgal: 7 Ungverjaland: 7 Austurríki: 7 England: 8Ari Freyr Skúlason 7 Portúgal: 7 Ungverjaland: 7 Austurríki: 6 England: 8Jóhann Berg Guðmundsson 7 Portúgal: 7 Ungverjaland: 7 Austurríki: 7 England: 7
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir ESPN: Sigur Íslands á Englandi sjöundu óvæntustu úrslitin í sögunni Í tilefni af sigri Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í gær fór ESPN yfir 10 óvæntustu úrslitin í landsleikjum frá upphafi. 28. júní 2016 17:45 "Ísland er lélegasta lið sem ég hef séð en það vann England“ Enskir stuðningsmenn voru teknir tali eftir tapið í Nice í gærkvöldi og sumir voru niðurbrotnir. 28. júní 2016 23:00 Íslandsvinurinn Roger Bennett skálar í Brennivíni og rífur hausinn af Roy Hodgson Sjáðu virkilega skemmtilega umfjöllun Men in Blazers um sigur Íslands á Englandi. 28. júní 2016 19:00 Ísland ósigrað í síðustu tólf landsleikjum sem Hannes hefur spilað Hannes Þór Halldórsson hefur spilað einstaklega vel í marki Íslands á EM í Frakklandi. 28. júní 2016 19:45 Spilaði ekki mínútu á EM en ertu að grínast með móttökurnar | Myndband Norður-írska landsliðið fékk frábærar móttökur þegar liðið snéri heim til Belfast eftir Evrópumótið í Frakkalandi þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta EM. 28. júní 2016 22:30 Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
ESPN: Sigur Íslands á Englandi sjöundu óvæntustu úrslitin í sögunni Í tilefni af sigri Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í gær fór ESPN yfir 10 óvæntustu úrslitin í landsleikjum frá upphafi. 28. júní 2016 17:45
"Ísland er lélegasta lið sem ég hef séð en það vann England“ Enskir stuðningsmenn voru teknir tali eftir tapið í Nice í gærkvöldi og sumir voru niðurbrotnir. 28. júní 2016 23:00
Íslandsvinurinn Roger Bennett skálar í Brennivíni og rífur hausinn af Roy Hodgson Sjáðu virkilega skemmtilega umfjöllun Men in Blazers um sigur Íslands á Englandi. 28. júní 2016 19:00
Ísland ósigrað í síðustu tólf landsleikjum sem Hannes hefur spilað Hannes Þór Halldórsson hefur spilað einstaklega vel í marki Íslands á EM í Frakklandi. 28. júní 2016 19:45
Spilaði ekki mínútu á EM en ertu að grínast með móttökurnar | Myndband Norður-írska landsliðið fékk frábærar móttökur þegar liðið snéri heim til Belfast eftir Evrópumótið í Frakkalandi þar sem liðið komst í sextán liða úrslitin á sínu fyrsta EM. 28. júní 2016 22:30