Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, hefur verið besti leikmaður strákanna okkar á Evrópumótinu í fótbolta samkvæmt einkunnagjöf Vísis.
Eftir hvern leik á Evrópumótinu gefa blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis öllum byrjunarliðsmönnum íslenska liðsins einkunn frá einum og upp í tíu og þeim varamönnum sem koma inn á fyrir 70. mínútu.
Ragnar, sem fékk tíu í einkunn eða fullt hús fyrir frammistöðuna gegn Englandi, er með meðaleinkunnina 8,5 og hefur í tvígang verið valinn maður leiksins (Ungverjaland og England). Miðvörðurinn hefur verið alveg magnaður á mótinu.
Félagi hans í miðri vörninni, Kári Árnason, kemur næstur með 8,25 í meðaleinkunn en hann hefur einu sinni verið valinn maður leiksins. Það var fyrir frammistöðu hans gegn Austurríki í leiknum sem tryggði íslenska liðinu annað sætið í F-riðli.
Birkir Bjarnason er í þriðja sæti með átta í meðaleinkunn en ljóshærði víkingurinn skoraði jöfnunarmarkið gegn Portúgal og hefur verið gríðarlega mikilvægur jafnt í varnar- og sóknarleik liðsins.
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, er svo í fjórða til sjöunda sæti með 7,75 í meðaleinkunn ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni, Jóni Daða Böðvarssyni og Kolbeini Sigþórssyni. Hannes er sá þriðji sem hefur hlotið nafnbótina maður leiksins en hana fékk markvörðurinn fyrir frammistöðu sína gegn Portúgal í fyrsta leik mótsins.
Aðeins byrjunarliðið, sem hefur verið óbreytt frá byrjun móts, hefur fengið einkunnir í öllum fjórum leikjunum en einkunnir allra ellefu leikmannanna og meðaleinkunnina hjá þeim má sjá hér að neðan.
Ragnar Sigurðsson 8,5
Portúgal: 7
Ungverjaland: 9 ML
Austurríki 8
England: 10 ML
Kári Árnason 8,25
Portúgal: 7
Ungverjaland: 8
Austurríki: 9 ML
England: 9
Birkir Bjarnason 8
Portúgal: 8
Ungverjaland: 8
Austurríki: 7
England: 9
Gylfi Þór Sigurðsson 7,75
Portúgal: 6
Ungverjaland: 8
Austurríki: 8
England: 9
Hannes Þór Halldórsson 7,75
Portúgal: 8 ML
Ungverjaland: 7
Austurríki: 8
England: 8
Jón Daði Böðvarsson 7,75
Portúgal: 8
Ungverjaland: 7
Austurríki: 8
England: 8
Kolbeinn Sigþórsson 7,75
Portúgal: 8
Ungverjaland: 8
Austurríki: 7
England: 8
Aron Einar Gunnarsson 7,5
Portúgal: 7
Ungverjaland: 7
Austurríki: 8
England: 8
Birkir Már Sævarsson 7,25
Portúgal: 7
Ungverjaland: 7
Austurríki: 7
England: 8
Ari Freyr Skúlason 7
Portúgal: 7
Ungverjaland: 7
Austurríki: 6
England: 8
Jóhann Berg Guðmundsson 7
Portúgal: 7
Ungverjaland: 7
Austurríki: 7
England: 7
