WOW air hefur ákveðið að bæta við aukavél til Parísar vegna leiks Íslands og Frakklands á Evrópumótinu í knattspyrnu sem fram fer á sunnudaginn.
Flogið verður út á sunnudagsmorgni og heim aftur á mánudeginum. Verður flugið sett í sölu í kvöld eða snemma í fyrramálið.
Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air bendir þeim sem hafi hug á því að fara til Frakklands að fylgjast vel með þar sem ódýrustu sætin fari fyrst.
Mikill eftirspurn virðist vera eftir flugferðum til Frakklands enda mikill spenningur fyrir leik Íslands og Frakklands í 8-liða úslitum Evrópumótins.
WOW air bætir við ferð til Parísar
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
