Nýr Renault Alaskan pallbíll Finnur Thorlacius skrifar 28. júní 2016 14:11 Renault kynnti tilraunabíl með nafnið Alaskan síðasta september, en nú virðist sem hann sé tilbúinn til fjöldaframleiðslu. Bíllinn hefur ekki mikið breyst miðað við þær myndir sem hér sjást. Þessi bíll er byggður á undirvagni Nissan Navara pallbílnum, enda er samstarf Renault og Nissan mikið. Alaskan verður í boði bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og á að geta borið 1 tonn á pallinum. Hann verður með fremur smáa 1,6 lítra dísilvél sem fæst bæði í 135 og 165 hestafla útgáfum. Til stendur hjá Renault að kynna bílinn á fimmtudaginn í Medellin í Kólumbíu. Hann verður reyndar seldur um allan heim, ólíkt Dacia Duster Oroch sem aðeins verður seldur í S-Ameríku. Alaskan pallbíllinn verður í boði í meira en einu útliti því nokkrar gerðir bílsins verða í boði. Alaskan er bæði ætlaður sem atvinnubíll og til einkaeigu fyrir ævintýragjarna eigendur sem vilja komast útí náttúruna. Sjá má stutt kynningarmyndband um bílinn hér að ofan.Alls ekki ólaglegur pallbíll hér, Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Renault kynnti tilraunabíl með nafnið Alaskan síðasta september, en nú virðist sem hann sé tilbúinn til fjöldaframleiðslu. Bíllinn hefur ekki mikið breyst miðað við þær myndir sem hér sjást. Þessi bíll er byggður á undirvagni Nissan Navara pallbílnum, enda er samstarf Renault og Nissan mikið. Alaskan verður í boði bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og á að geta borið 1 tonn á pallinum. Hann verður með fremur smáa 1,6 lítra dísilvél sem fæst bæði í 135 og 165 hestafla útgáfum. Til stendur hjá Renault að kynna bílinn á fimmtudaginn í Medellin í Kólumbíu. Hann verður reyndar seldur um allan heim, ólíkt Dacia Duster Oroch sem aðeins verður seldur í S-Ameríku. Alaskan pallbíllinn verður í boði í meira en einu útliti því nokkrar gerðir bílsins verða í boði. Alaskan er bæði ætlaður sem atvinnubíll og til einkaeigu fyrir ævintýragjarna eigendur sem vilja komast útí náttúruna. Sjá má stutt kynningarmyndband um bílinn hér að ofan.Alls ekki ólaglegur pallbíll hér,
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent