Nýr lúxusjepplingur Mitsubishi Finnur Thorlacius skrifar 28. júní 2016 10:40 Laglegar og langar línur í nýjum lúxusjepplingi frá Mitsubishi. Þrátt fyrir að Mitsubishi sé að berjast við afleiðingar þess að fyrirtækið hafi viðurkennt að hafa falsað eyðslutölur bíla sinna og annarra bíla sem fyrirtækið framleiddi fyrir Nissan, kemur það ekki í veg fyrir að Mitsubishi kynni nýja bílgerð og það ekki af slorlegri endanum. Mitsubishi ætlar að kynna svokallaðan Ground Tourer Concept bíl á bílasýningunni í París og er þegar farið að senda frá sér stríðnimyndir af bílnum. Hér fer lúxusjepplingur með coupé-lagi sem bæði mun fást sem tengitvinnbíll og með hefðbundinni brunavél. Þessi bíll á að marka framtíðarútlit bíla Mitsubishi. Nýi jepplingurinn á að hressa við bílasölu Mitsubishi í Bandaríkjunum og rýmar stærð hans við það, en hann er fremur stór sem jepplingur. Vegna vandræða Mitsubishi útaf eyðsluskandalnum hefur Nissan keypt 34% í Mitsubishi og allt stefnir í að Nissan eignist bílaframleiðandann að fullu áður en árið er á enda. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent
Þrátt fyrir að Mitsubishi sé að berjast við afleiðingar þess að fyrirtækið hafi viðurkennt að hafa falsað eyðslutölur bíla sinna og annarra bíla sem fyrirtækið framleiddi fyrir Nissan, kemur það ekki í veg fyrir að Mitsubishi kynni nýja bílgerð og það ekki af slorlegri endanum. Mitsubishi ætlar að kynna svokallaðan Ground Tourer Concept bíl á bílasýningunni í París og er þegar farið að senda frá sér stríðnimyndir af bílnum. Hér fer lúxusjepplingur með coupé-lagi sem bæði mun fást sem tengitvinnbíll og með hefðbundinni brunavél. Þessi bíll á að marka framtíðarútlit bíla Mitsubishi. Nýi jepplingurinn á að hressa við bílasölu Mitsubishi í Bandaríkjunum og rýmar stærð hans við það, en hann er fremur stór sem jepplingur. Vegna vandræða Mitsubishi útaf eyðsluskandalnum hefur Nissan keypt 34% í Mitsubishi og allt stefnir í að Nissan eignist bílaframleiðandann að fullu áður en árið er á enda.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent