Nýr lúxusjepplingur Mitsubishi Finnur Thorlacius skrifar 28. júní 2016 10:40 Laglegar og langar línur í nýjum lúxusjepplingi frá Mitsubishi. Þrátt fyrir að Mitsubishi sé að berjast við afleiðingar þess að fyrirtækið hafi viðurkennt að hafa falsað eyðslutölur bíla sinna og annarra bíla sem fyrirtækið framleiddi fyrir Nissan, kemur það ekki í veg fyrir að Mitsubishi kynni nýja bílgerð og það ekki af slorlegri endanum. Mitsubishi ætlar að kynna svokallaðan Ground Tourer Concept bíl á bílasýningunni í París og er þegar farið að senda frá sér stríðnimyndir af bílnum. Hér fer lúxusjepplingur með coupé-lagi sem bæði mun fást sem tengitvinnbíll og með hefðbundinni brunavél. Þessi bíll á að marka framtíðarútlit bíla Mitsubishi. Nýi jepplingurinn á að hressa við bílasölu Mitsubishi í Bandaríkjunum og rýmar stærð hans við það, en hann er fremur stór sem jepplingur. Vegna vandræða Mitsubishi útaf eyðsluskandalnum hefur Nissan keypt 34% í Mitsubishi og allt stefnir í að Nissan eignist bílaframleiðandann að fullu áður en árið er á enda. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent
Þrátt fyrir að Mitsubishi sé að berjast við afleiðingar þess að fyrirtækið hafi viðurkennt að hafa falsað eyðslutölur bíla sinna og annarra bíla sem fyrirtækið framleiddi fyrir Nissan, kemur það ekki í veg fyrir að Mitsubishi kynni nýja bílgerð og það ekki af slorlegri endanum. Mitsubishi ætlar að kynna svokallaðan Ground Tourer Concept bíl á bílasýningunni í París og er þegar farið að senda frá sér stríðnimyndir af bílnum. Hér fer lúxusjepplingur með coupé-lagi sem bæði mun fást sem tengitvinnbíll og með hefðbundinni brunavél. Þessi bíll á að marka framtíðarútlit bíla Mitsubishi. Nýi jepplingurinn á að hressa við bílasölu Mitsubishi í Bandaríkjunum og rýmar stærð hans við það, en hann er fremur stór sem jepplingur. Vegna vandræða Mitsubishi útaf eyðsluskandalnum hefur Nissan keypt 34% í Mitsubishi og allt stefnir í að Nissan eignist bílaframleiðandann að fullu áður en árið er á enda.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent