Gríðarleg fagnaðarlæti voru í miðborg Reykjavíkur vel fram eftir öllu kvöldi í gær eftir sigur íslenska karlalandsliðsins á Englandi í sextán liða úrslitum EM.
Mikill mannfjöldi var saman kominn í Bankastrætinu um miðnæturbil þar sem sunginn var stríðssöngurinn sem hefur verið einkennandi fyrir íslensku stuðningsmennina í tengslum við mótið.
Veitingastaðir voru troðfullir af fólki þar til lokað var klukkan eitt.
Sjá má myndband úr Bankastrætinu í spilaranum að ofan.
