Gylfi: Stuðningurinn heldur okkur gangandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2016 22:21 Gylfi í baráttunni við Dele Alli. vísir/epa Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn besta leik á EM 2016 þegar Ísland vann England með tveimur mörkum gegn einu í lokaleik 16-liða úrslitanna í Nice í kvöld. „Það er frábært að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir, að jafna metin tveimur mínútum síðar og ná að setja annað mark í fyrri hálfleik. Það sýndi styrk og karakter hjá liðinu,“ sagði Gylfi í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans. „Við náðum að spila aðeins og halda boltanum betur og þá höfðum við aðeins meiri orku í varnarleikinn þegar við misstum hann. En það komu nokkur augnablik þar sem maður hélt að þeir væru að jafna metin. „Það er mikil seigla í þessu liði og erfitt að skapa færi gegn okkur.“ Gylfi þekkir nokkra af ensku leikmönnunum frá því hann lék með Tottenham. Pétur spurði Gylfa um viðbrögð þeirra eftir leik. „Þeir eru niðurbrotnir og það er erfitt fyrir þá að taka þessu. En ég er viss um að þeir eiga eftir að koma til baka. Þeir eru á leið í frí og mæta svo tilbúnir til leiks þegar tímabilið byrjar,“ sagði Gylfi sem hlakkar til leiksins við Frakka í 8-liða úrslitum á Stade de France á sunnudaginn. „Við erum á leið til Parísar að spila við Frakka sem verður algjör snilld. Það verða eflaust 85.000 manns á vellinum og geðveik stemmning.“ Íslensku stuðningsmennirnir stóðu sig frábærlega í stúkunni í Nice í kvöld og studdu þétt við bakið á strákunum. Gylfi var að vonum ánægður með stuðninginn. „Þetta er bara vitleysa. Ég held að það hafi verið 30.000 Englendingar á vellinum og það heyrðist ekkert í þeim. Íslensku stuðningsmennirnir sungu allan leikinn og það gefur okkur svo mikið þegar við erum kannski að berjast í vörninni síðustu 10 mínúturnar,“ sagði Gylfi. „Þetta heldur okkur gangandi og við viljum þakka þeim fyrir að koma á enn einn leikinn og vera betri en hinir stuðningsmennirnir.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn besta leik á EM 2016 þegar Ísland vann England með tveimur mörkum gegn einu í lokaleik 16-liða úrslitanna í Nice í kvöld. „Það er frábært að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir, að jafna metin tveimur mínútum síðar og ná að setja annað mark í fyrri hálfleik. Það sýndi styrk og karakter hjá liðinu,“ sagði Gylfi í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans. „Við náðum að spila aðeins og halda boltanum betur og þá höfðum við aðeins meiri orku í varnarleikinn þegar við misstum hann. En það komu nokkur augnablik þar sem maður hélt að þeir væru að jafna metin. „Það er mikil seigla í þessu liði og erfitt að skapa færi gegn okkur.“ Gylfi þekkir nokkra af ensku leikmönnunum frá því hann lék með Tottenham. Pétur spurði Gylfa um viðbrögð þeirra eftir leik. „Þeir eru niðurbrotnir og það er erfitt fyrir þá að taka þessu. En ég er viss um að þeir eiga eftir að koma til baka. Þeir eru á leið í frí og mæta svo tilbúnir til leiks þegar tímabilið byrjar,“ sagði Gylfi sem hlakkar til leiksins við Frakka í 8-liða úrslitum á Stade de France á sunnudaginn. „Við erum á leið til Parísar að spila við Frakka sem verður algjör snilld. Það verða eflaust 85.000 manns á vellinum og geðveik stemmning.“ Íslensku stuðningsmennirnir stóðu sig frábærlega í stúkunni í Nice í kvöld og studdu þétt við bakið á strákunum. Gylfi var að vonum ánægður með stuðninginn. „Þetta er bara vitleysa. Ég held að það hafi verið 30.000 Englendingar á vellinum og það heyrðist ekkert í þeim. Íslensku stuðningsmennirnir sungu allan leikinn og það gefur okkur svo mikið þegar við erum kannski að berjast í vörninni síðustu 10 mínúturnar,“ sagði Gylfi. „Þetta heldur okkur gangandi og við viljum þakka þeim fyrir að koma á enn einn leikinn og vera betri en hinir stuðningsmennirnir.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira