Rosberg sem leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna eftir að hafa unnið fimm keppnir á tímabilinu er samningsbundinn Mercedes út þetta tímabil. Hann á enn eftir að skrifa undir nýjan samning.
Rosberg hefur leitað aðstoðar fyrrum Formúlu 1 ökumanns, Gerhar Berger við samningsgerðuna. Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segir það mjög snjalla lausn hjá Rosberg að láta Berger semja. Rosberg geti þá einbeitt sér að akstrinum.
Rosberg segir að það sé engin ástæða til að flýta samningsviðræðum.
„Samningarnir eru ekki eitthvaðs em ég er að hugsa um í augnablikinu. Þetta er ekki forgangsatriði akkurat núna vegna þess að það liggur ekkert á. Mér líður afar vel og á góð samskipti við liðið,“ sagði Rosberg í samtali við Autosport.
Hann bætti svo við: „Ég verð hérna í mörg ár í viðbót. Það er því engin ástæða til að flýta sér að þessu.“
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir tímabil Rosberg.