Nýr forseti hylltur: Mannfjöldinn söng afmælissönginn fyrir Guðna Th. Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. júní 2016 16:15 Stuðningsmenn Guðna Th. Jóhannessonar, nýkjörins forseta Íslands, komu saman við heimili hans að Tjarnarstíg 11 á Seltjarnarnesi og hylltu hann nú síðdegis. „Góðir Íslendingar og kæru vinir, ég heilsa ykkur og þakka sem nýkjörinn forseti Íslands,“ sagði Guðni. „Með ykkar hjálp heiti ég því að leggja mig allan fram í því mikla embætti sem ég tek senn við.“ Guðni kom út á svalir heimilis síns undir dynjandi lófaklappi nokkur hundruð stuðningsmanna sem lagt höfðu leið sína að heimili Guðna og Elizu eiginkonu hans en þau komu á svalirnar ásamt börnum sínum og elstu dóttir Guðna. Eliza bauð alla velkomna áður en hún kynnti næsta forseta Íslands, eiginmann sinn, Guðna. Að lokinni stuttri tölu Guðna þar sem hann þakkaði stuðninginn sungu viðstaddir fyrir hann afmælissönginn en hann á 48 ára afmæli í dag. Að því loknu tók Guðni á móti blómvendi áður en hann hélt í garð sinn þar sem hann ræddi við stuðningsmenn sína. Segja má að hefð hafi skapast fyrir því að stuðningsmenn nýkjörins forseta geri slíkt þar sem Vigdís Finnbogadóttir var hyllt við heimili sitt á Aragötu 1980 og Ólafur Ragnar Grímsson var hylltur sömuleiðis við heimili sitt á Seltjarnarnesi árið 1996. Guðni fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum sem fram fóru í gær en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Á morgun heldur Guðni ásamt fjölskyldu sinni til Frakklands þar sem þau ætla að sjá leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM í knattspyrnu karla.Um nokkur hundruð manns mættu við heimili Guðna.Vísir/AntonBörnin fylgdust með á meðan Guðni ávarpaði fjöldann. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15 Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Stuðningsmenn Guðna Th. Jóhannessonar, nýkjörins forseta Íslands, komu saman við heimili hans að Tjarnarstíg 11 á Seltjarnarnesi og hylltu hann nú síðdegis. „Góðir Íslendingar og kæru vinir, ég heilsa ykkur og þakka sem nýkjörinn forseti Íslands,“ sagði Guðni. „Með ykkar hjálp heiti ég því að leggja mig allan fram í því mikla embætti sem ég tek senn við.“ Guðni kom út á svalir heimilis síns undir dynjandi lófaklappi nokkur hundruð stuðningsmanna sem lagt höfðu leið sína að heimili Guðna og Elizu eiginkonu hans en þau komu á svalirnar ásamt börnum sínum og elstu dóttir Guðna. Eliza bauð alla velkomna áður en hún kynnti næsta forseta Íslands, eiginmann sinn, Guðna. Að lokinni stuttri tölu Guðna þar sem hann þakkaði stuðninginn sungu viðstaddir fyrir hann afmælissönginn en hann á 48 ára afmæli í dag. Að því loknu tók Guðni á móti blómvendi áður en hann hélt í garð sinn þar sem hann ræddi við stuðningsmenn sína. Segja má að hefð hafi skapast fyrir því að stuðningsmenn nýkjörins forseta geri slíkt þar sem Vigdís Finnbogadóttir var hyllt við heimili sitt á Aragötu 1980 og Ólafur Ragnar Grímsson var hylltur sömuleiðis við heimili sitt á Seltjarnarnesi árið 1996. Guðni fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum sem fram fóru í gær en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Á morgun heldur Guðni ásamt fjölskyldu sinni til Frakklands þar sem þau ætla að sjá leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM í knattspyrnu karla.Um nokkur hundruð manns mættu við heimili Guðna.Vísir/AntonBörnin fylgdust með á meðan Guðni ávarpaði fjöldann.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15 Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Sjá meira
Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15
Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44