Guðni og Ólafur Ragnar báðir á forsetavaktinni í Nice Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 12:41 Ólafur Ragnar og Guðni Th. verða að öllum líkindum báðir í VIP-stúkunni, heiðursstúku þar sem fræga fólkið horfir á leikina. Vísir/Ernir/Anton Brink Forsetavaktin verður vel skipuð á Allianz Riviera leikvanginum í Nice annað kvöld þegar strákarnir okkar í karlalandsliði Íslands í knattspyrnu mæta Englendingum í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. Guðni Th. Jóhannesson, sem vann sigur í forsetakosningunum í gær, verður á svæðinu. Guðni er mikill áhugamaður um íþróttir en bræður hans, Jóhannes og Patrekur, léku báðir handbolta í efstu deild. Patrekur á fjölda landsleikja að baki og er sem stendur þjálfari austurríska landsliðsins. Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti og forseti Íslands undanfarin tuttugu ár, verður sömuleiðis viðstaddur leikinn. Það staðfestir Örnólfur Thorsson forsetaritari við Vísi. Þau Dorrit Moussaieff voru viðstödd 1-1 jafnteflið gegn Portúgal í fyrsta leik riðlakeppninnar þar sem Dorrit hjálpaði Ara Frey Skúlasyni að slaka á í leikslok. Engum sögum fer um það hvort Guðni og Ólafur muni sitja hlið við hlið en það verður að koma í ljós. Þeir verða þó báðir að öllum líkindum í heiðursstúkunni. Guðni tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst næskomandi. Tvöföld forsetavakt ætti að bæta upp fyrir fjarveru Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra sem lofar hins vegar að mæta í átta liða úrslitin, komist íslenska liðið þangað. EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
Forsetavaktin verður vel skipuð á Allianz Riviera leikvanginum í Nice annað kvöld þegar strákarnir okkar í karlalandsliði Íslands í knattspyrnu mæta Englendingum í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. Guðni Th. Jóhannesson, sem vann sigur í forsetakosningunum í gær, verður á svæðinu. Guðni er mikill áhugamaður um íþróttir en bræður hans, Jóhannes og Patrekur, léku báðir handbolta í efstu deild. Patrekur á fjölda landsleikja að baki og er sem stendur þjálfari austurríska landsliðsins. Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti og forseti Íslands undanfarin tuttugu ár, verður sömuleiðis viðstaddur leikinn. Það staðfestir Örnólfur Thorsson forsetaritari við Vísi. Þau Dorrit Moussaieff voru viðstödd 1-1 jafnteflið gegn Portúgal í fyrsta leik riðlakeppninnar þar sem Dorrit hjálpaði Ara Frey Skúlasyni að slaka á í leikslok. Engum sögum fer um það hvort Guðni og Ólafur muni sitja hlið við hlið en það verður að koma í ljós. Þeir verða þó báðir að öllum líkindum í heiðursstúkunni. Guðni tekur við embætti forseta Íslands þann 1. ágúst næskomandi. Tvöföld forsetavakt ætti að bæta upp fyrir fjarveru Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra sem lofar hins vegar að mæta í átta liða úrslitin, komist íslenska liðið þangað.
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira