Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2016 01:44 Guðni Th. Jóhannesson og Ragnar Bjarnason taka lagið á kosningavöku Guðna í kvöld. vísir/hanna Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. Kosningavakan er orðin að sigurpartýi en Guðni fagnar ekki aðeins kosningasigri í dag, 26. júní, heldur einnig 48 ára afmæli sínu. Aðspurður hvort þetta væri besti afmælisdagur sem hann hefði lifað sagði hann alltaf hafa átt góða afmælisdaga en þetta væri án efa sá óvenjulegasti. Guðni sagði mjög fína stemningu á kosningavökunni; þangað hefði streymt fjöldi fólks til að óska honum til hamingju með sigurinn. „Þetta er enn einn kaflinn í þessari ótrúlegu sögu sem ég er að upplifa núna,“ sagði Guðni. Hann sagði fát hafa komið á sig þegar fyrstu tölur komu úr Suðurkjördæmi sem sýndu að mjótt var á mununum á milli hans og Höllu Tómasdóttir. „Ég átti ekki von á að það yrði svona mjótt á mununum á milli okkar Höllu eins og þær tölur gáfu til kynna. En ég var búinn að finna mikinn stuðning við hana og skyldi engan undra. Halla var ekki að fá það fylgi í könnunum sem hún og hennar málflutningur átti skilið en það segi ég auðvitað hreina satt að ég bjóst ekki við að það yrði eins mjótt á mununum og þessar fyrstu tölur gáfu til kynna.“Fjögur efstu í myndveri RÚV í kvöld.vísir/eyþórGott að hafa þaulreyndan mann eins og Davíð Guðni sagði að það hefði tekið sinn toll að vera alltaf í forystu í könnunum og hann hefði ef til vill orðið of værukær í baráttunni. „En álitsgjafarnir gefa álit, nú er ég ekki í þeim sporum.“Já, þú ert sem sagt hættur að gefa álit núna? Við blaðamenn munum ekki getað leitað til þín? „Nei, það verður með öðrum hætti en hingað til,“ sagði Guðni léttur í bragði. Guðni kvaðst hafa áttað sig á því að sigurinn væri í höfn þegar búið hafi verið að kynna tölur úr um þremur kjördæmum. „Það var gott að hafa við hlið sér eins þaulreyndan mann í þessum efnum og Davíð Oddsson sem tók eiginlega af skarið með það að úrslit lægju fyrir. Það fór vel á með okkur öllum sem þarna vorum og þótt okkur hafi greint á þá fann ég það efst í huga allra var það að við Íslendingar njótum þeirra forréttinda að kjósa okkur þjóðhöfðingja, kjósa okkur þing. Það var heiður að því að fá að vera með öllu þessu fólki í þessari kosningabaráttu og öllu fólkinu sem studdi mig og sjálfboðaliðunum.“Guðni ásamt elstu dóttur sinni, Rut Guðnadóttur, og eiginkonu, Elizu Reid.vísir/hannaÆtlar snemma heim í kvöld Forseti Íslands verður settur inn í embætti þann 1. ágúst næstkomandi við hátíðlega athöfn á Alþingi en Guðni segist ekki byrjaður að semja ræðuna sem hann mun flytja þá. „Ég hef ákveðnar hugmyndir um hvað ég vil segja og blessunarlega nægur tími til stefnu.“ Áður en hann fór á fullt í kosningabaráttuna var hann á lokametrunum með bók sem fjallar um forsetaembættið og þá fimm forseta sem Íslendingar hafa haft frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Guðni segist þurfa að koma þeirri bók út með einhverjum hætti á næstunni. „En fyrst og fremst verð ég að búa mig undir þetta mikla embætti því það má ekkert standa í vegi fyrir því að gegna því eins vel og verða má.“ Það hefur nokkrum sinnum komið fram í kosningabaráttunni að Guðni kann best við sig heima með hnausþykka ævisögu en þarf hann ekki að djamma í kvöld? „Ég er búinn að fagna hér með mínum stuðningsmönnum en það fer nú að koma að því að ég haldi heim á leið. Viðtöl bíða í fyrramálið og ég vil vera undirbúinn undir þau.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. Kosningavakan er orðin að sigurpartýi en Guðni fagnar ekki aðeins kosningasigri í dag, 26. júní, heldur einnig 48 ára afmæli sínu. Aðspurður hvort þetta væri besti afmælisdagur sem hann hefði lifað sagði hann alltaf hafa átt góða afmælisdaga en þetta væri án efa sá óvenjulegasti. Guðni sagði mjög fína stemningu á kosningavökunni; þangað hefði streymt fjöldi fólks til að óska honum til hamingju með sigurinn. „Þetta er enn einn kaflinn í þessari ótrúlegu sögu sem ég er að upplifa núna,“ sagði Guðni. Hann sagði fát hafa komið á sig þegar fyrstu tölur komu úr Suðurkjördæmi sem sýndu að mjótt var á mununum á milli hans og Höllu Tómasdóttir. „Ég átti ekki von á að það yrði svona mjótt á mununum á milli okkar Höllu eins og þær tölur gáfu til kynna. En ég var búinn að finna mikinn stuðning við hana og skyldi engan undra. Halla var ekki að fá það fylgi í könnunum sem hún og hennar málflutningur átti skilið en það segi ég auðvitað hreina satt að ég bjóst ekki við að það yrði eins mjótt á mununum og þessar fyrstu tölur gáfu til kynna.“Fjögur efstu í myndveri RÚV í kvöld.vísir/eyþórGott að hafa þaulreyndan mann eins og Davíð Guðni sagði að það hefði tekið sinn toll að vera alltaf í forystu í könnunum og hann hefði ef til vill orðið of værukær í baráttunni. „En álitsgjafarnir gefa álit, nú er ég ekki í þeim sporum.“Já, þú ert sem sagt hættur að gefa álit núna? Við blaðamenn munum ekki getað leitað til þín? „Nei, það verður með öðrum hætti en hingað til,“ sagði Guðni léttur í bragði. Guðni kvaðst hafa áttað sig á því að sigurinn væri í höfn þegar búið hafi verið að kynna tölur úr um þremur kjördæmum. „Það var gott að hafa við hlið sér eins þaulreyndan mann í þessum efnum og Davíð Oddsson sem tók eiginlega af skarið með það að úrslit lægju fyrir. Það fór vel á með okkur öllum sem þarna vorum og þótt okkur hafi greint á þá fann ég það efst í huga allra var það að við Íslendingar njótum þeirra forréttinda að kjósa okkur þjóðhöfðingja, kjósa okkur þing. Það var heiður að því að fá að vera með öllu þessu fólki í þessari kosningabaráttu og öllu fólkinu sem studdi mig og sjálfboðaliðunum.“Guðni ásamt elstu dóttur sinni, Rut Guðnadóttur, og eiginkonu, Elizu Reid.vísir/hannaÆtlar snemma heim í kvöld Forseti Íslands verður settur inn í embætti þann 1. ágúst næstkomandi við hátíðlega athöfn á Alþingi en Guðni segist ekki byrjaður að semja ræðuna sem hann mun flytja þá. „Ég hef ákveðnar hugmyndir um hvað ég vil segja og blessunarlega nægur tími til stefnu.“ Áður en hann fór á fullt í kosningabaráttuna var hann á lokametrunum með bók sem fjallar um forsetaembættið og þá fimm forseta sem Íslendingar hafa haft frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Guðni segist þurfa að koma þeirri bók út með einhverjum hætti á næstunni. „En fyrst og fremst verð ég að búa mig undir þetta mikla embætti því það má ekkert standa í vegi fyrir því að gegna því eins vel og verða má.“ Það hefur nokkrum sinnum komið fram í kosningabaráttunni að Guðni kann best við sig heima með hnausþykka ævisögu en þarf hann ekki að djamma í kvöld? „Ég er búinn að fagna hér með mínum stuðningsmönnum en það fer nú að koma að því að ég haldi heim á leið. Viðtöl bíða í fyrramálið og ég vil vera undirbúinn undir þau.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Guðni fagnar sigrinum - Myndir Myndasyrpa úr kosningapartýi Guðna Th. Jóhannessonar. 26. júní 2016 01:14