Ninja Ómarsdóttir stuðningsmaður Andra Snæs Magnasonar sér um undirbúning kosningavöku hans sem fram fer í Iðnó í kvöld. Rætt var við Ninju á kosningavakt Stöðvar 2 í kvöld.
„Vonandi verður brjálað fjör. Við eigum allavega von á miklum fjölda og miklum skemmtilegheitum.“
Ninja kynntist Andra þegar hún var með sprotafyrirtæki í Toppstöðinni.
„Hans hugsjónir og hvernig hann hugsar um lífið og tilveruna, þar er ég algjörlega sammála og þess vegna er hann minn maður, minn forseti.“
Innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Kosningavakt Stöðvar 2: Verður „brjálað fjör“ hjá Andra Snæ
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar