„Ég hef ekki ennþá mætt Guðna til að ræða framtíðarsýn“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. júní 2016 21:26 Andri Snær Magnason er á því að kosningabaráttan hafi aldrei hafist. Þetta sagði hann í kosningavakt Stöðvar 2 þar sem hann og Davíð Oddsson ræddu málin nú þegar kosningabaráttunni er nánast lokið. Andri Snær sagði að þessar níu manna raðir sem hefðu stundum verið settar upp af fjölmiðlum, þar sem allir frambjóðendur mættust í einu, hefðu ekki verið að gera sig að sum leyti og aldrei hefði átt sér stað raunverulegt samtal innan hóps frambjóðenda um eðli embættisins. „Ég hef ekki ennþá mætt Guðna (Th. Jóhannessyni) til að ræða framtíðarsýn. Hver ágreiningsmunur okkar er um embættið,“ sagði Andri Snær og nefndi sem dæmi að Guðni vill standa fyrir utan umræðuna sem forseti en Andri telur ekki neikvætt að hafa tekið þátt í samfélags umræðu. Andri Snær sagði til að mynda hafa lagt fram skýra sýn um loftlagsmál sem Guðni á að sögn Andra að hafa vísað af borðinu því það ætti ekki heima undir embætti forseta.Erfitt að skamma sjónvarpsstöðvar Davíð sagði erfitt fyrir frambjóðendur að skamma sjónvarpsstöðvarnar því það væri eflaust fyrir þær að koma níu frambjóðendum fyrir. Hann sagði að hann hefði viljað sjá meira samráð með stöðvunum, til að mynda var dregið um raðir en enginn fulltrúi framboða viðstaddur þá. Andri Snær sagði að verið sé að velja forseta til næstu fjögurra ára en lítið sé vitað um hann, hvaða mál mun forsetinn tala fyrir erlendis, hvar eru hans styrkleikar varðandi tengslanet út í heim og hvaða þræði vill hann draga heim. Þetta var vitað þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin og Ólafur Ragnar Grímsson að sögn Andra Snæs.Þriðjungur hvers viðtals fór í skoðanakönnun Talið barst að skoðanakönnunum og sagðist Andri snær velta þeim fyrir sér út frá Höllu Tómasdóttur. Hún væri frambærilegur frambjóðandi en mælst undir 2,5 prósentum til að byrja með og þá ekki búin að mæta í sjónvarpið. Á þeim tíma hefðu fjölmiðlar strax verið farnir að spyrja hvort viðkomandi frambjóðandi sem mælist með lítið fylgi ætli ekki að draga framboð sitt til baka. Hver einasta umræða að sögn Andra Snæs hófst á skoðanakönnunum og þriðjungur hvers viðtals fór í viðbragð við þeim. Davíð sagðist vera hlynntur því að menn gætu keypt skoðanakannanir en var sammála því að umræðan snerist full mikið um þær. Davíð nefndi könnun félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem birtist nokkrum dögum fyrir kosningar. Þar voru 55 prósent óákveðnir og fannst Davíð það að hluta óábyrgt að draga svo mikla ályktun út frá þeirri niðurstöðu sem blasti við. Andri Snær sagði að fylgið hefði hreyfst mest þegar menn mættu í sjónvarp. Þó hann hefði átt góð innslög í útvarpi og með góða grein í dagblaði þá náði það ekki að gera jafn mikið og að mæta í sjónvarp.Erfitt að meta vægi samfélagsmiðla Þeir sögðu erfitt að meta hvert vægi samfélagsmiðla væri í þessari kosningu, hvort þeir væru að ná til þess fólks sem væri ekki að fylgjast með þeim þar. Andri nefndi að á Facebook-inu sínu væri hann með allt að 96 prósenta kosningu og sagði þetta til marks um nýjan veruleika þar sem fólk býr í sinni kúlu og styrkist þar í sinni sjálfsmynd.Erfitt að kjósa um sumar Davíð nefndi að þegar hann var á þingi og kannski búið að takast harkalega á um lok þings þá hitti hann fólk á Austurvelli loksins þegar hann losnaði út og þá var spurt: Hvað, ertu ekki löngu kominn í sumarfrí. Þá hafi hann komist að því að fólk er með hugann við allt annað en pólitík á miðju sumri og erfitt sé að ná til fólks á þessum árstíma þegar það er að plana sumarbústaðaferðir og reyna að njóta þessa stutta sumars sem Íslendingar hafa. „Í júlí slokknar á okkur sem pólitískum verum,“ sagði Andri Snær og sagði að meira segja í mestu umhverfisbaráttunni byrjuðu menn að grilla í júlí. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Lokaorð frambjóðenda: Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands? Gengið verður að kjörborðinu í dag þar sem Íslendingar velja sér sjötta forseta lýðveldisins. 25. júní 2016 08:00 Höllu fannst á köflum eins kannanir væru hannaðar Guðni Th. Jóhannesson sagði að hann hefði ekki haft neitt á mót því ef kosningar hefðu farið fram fyrir tveimur vikum. 25. júní 2016 20:11 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Andri Snær Magnason er á því að kosningabaráttan hafi aldrei hafist. Þetta sagði hann í kosningavakt Stöðvar 2 þar sem hann og Davíð Oddsson ræddu málin nú þegar kosningabaráttunni er nánast lokið. Andri Snær sagði að þessar níu manna raðir sem hefðu stundum verið settar upp af fjölmiðlum, þar sem allir frambjóðendur mættust í einu, hefðu ekki verið að gera sig að sum leyti og aldrei hefði átt sér stað raunverulegt samtal innan hóps frambjóðenda um eðli embættisins. „Ég hef ekki ennþá mætt Guðna (Th. Jóhannessyni) til að ræða framtíðarsýn. Hver ágreiningsmunur okkar er um embættið,“ sagði Andri Snær og nefndi sem dæmi að Guðni vill standa fyrir utan umræðuna sem forseti en Andri telur ekki neikvætt að hafa tekið þátt í samfélags umræðu. Andri Snær sagði til að mynda hafa lagt fram skýra sýn um loftlagsmál sem Guðni á að sögn Andra að hafa vísað af borðinu því það ætti ekki heima undir embætti forseta.Erfitt að skamma sjónvarpsstöðvar Davíð sagði erfitt fyrir frambjóðendur að skamma sjónvarpsstöðvarnar því það væri eflaust fyrir þær að koma níu frambjóðendum fyrir. Hann sagði að hann hefði viljað sjá meira samráð með stöðvunum, til að mynda var dregið um raðir en enginn fulltrúi framboða viðstaddur þá. Andri Snær sagði að verið sé að velja forseta til næstu fjögurra ára en lítið sé vitað um hann, hvaða mál mun forsetinn tala fyrir erlendis, hvar eru hans styrkleikar varðandi tengslanet út í heim og hvaða þræði vill hann draga heim. Þetta var vitað þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin og Ólafur Ragnar Grímsson að sögn Andra Snæs.Þriðjungur hvers viðtals fór í skoðanakönnun Talið barst að skoðanakönnunum og sagðist Andri snær velta þeim fyrir sér út frá Höllu Tómasdóttur. Hún væri frambærilegur frambjóðandi en mælst undir 2,5 prósentum til að byrja með og þá ekki búin að mæta í sjónvarpið. Á þeim tíma hefðu fjölmiðlar strax verið farnir að spyrja hvort viðkomandi frambjóðandi sem mælist með lítið fylgi ætli ekki að draga framboð sitt til baka. Hver einasta umræða að sögn Andra Snæs hófst á skoðanakönnunum og þriðjungur hvers viðtals fór í viðbragð við þeim. Davíð sagðist vera hlynntur því að menn gætu keypt skoðanakannanir en var sammála því að umræðan snerist full mikið um þær. Davíð nefndi könnun félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem birtist nokkrum dögum fyrir kosningar. Þar voru 55 prósent óákveðnir og fannst Davíð það að hluta óábyrgt að draga svo mikla ályktun út frá þeirri niðurstöðu sem blasti við. Andri Snær sagði að fylgið hefði hreyfst mest þegar menn mættu í sjónvarp. Þó hann hefði átt góð innslög í útvarpi og með góða grein í dagblaði þá náði það ekki að gera jafn mikið og að mæta í sjónvarp.Erfitt að meta vægi samfélagsmiðla Þeir sögðu erfitt að meta hvert vægi samfélagsmiðla væri í þessari kosningu, hvort þeir væru að ná til þess fólks sem væri ekki að fylgjast með þeim þar. Andri nefndi að á Facebook-inu sínu væri hann með allt að 96 prósenta kosningu og sagði þetta til marks um nýjan veruleika þar sem fólk býr í sinni kúlu og styrkist þar í sinni sjálfsmynd.Erfitt að kjósa um sumar Davíð nefndi að þegar hann var á þingi og kannski búið að takast harkalega á um lok þings þá hitti hann fólk á Austurvelli loksins þegar hann losnaði út og þá var spurt: Hvað, ertu ekki löngu kominn í sumarfrí. Þá hafi hann komist að því að fólk er með hugann við allt annað en pólitík á miðju sumri og erfitt sé að ná til fólks á þessum árstíma þegar það er að plana sumarbústaðaferðir og reyna að njóta þessa stutta sumars sem Íslendingar hafa. „Í júlí slokknar á okkur sem pólitískum verum,“ sagði Andri Snær og sagði að meira segja í mestu umhverfisbaráttunni byrjuðu menn að grilla í júlí.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Lokaorð frambjóðenda: Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands? Gengið verður að kjörborðinu í dag þar sem Íslendingar velja sér sjötta forseta lýðveldisins. 25. júní 2016 08:00 Höllu fannst á köflum eins kannanir væru hannaðar Guðni Th. Jóhannesson sagði að hann hefði ekki haft neitt á mót því ef kosningar hefðu farið fram fyrir tveimur vikum. 25. júní 2016 20:11 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Lokaorð frambjóðenda: Hvers vegna á fólk að kjósa þig sem forseta Íslands? Gengið verður að kjörborðinu í dag þar sem Íslendingar velja sér sjötta forseta lýðveldisins. 25. júní 2016 08:00
Höllu fannst á köflum eins kannanir væru hannaðar Guðni Th. Jóhannesson sagði að hann hefði ekki haft neitt á mót því ef kosningar hefðu farið fram fyrir tveimur vikum. 25. júní 2016 20:11