Rætt var við stuðningsmenn Davíðs Oddssonar á kosningavakt Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Líkt og Guðna Th. Jóhannessyni var kosningakaffi í kosningamiðstöð Davíðs í dag.
„Þegar ég kom hérna klukkan hálfeitt í dag var alveg kjaftfullt af fólki og það er búið að vera það í allan dag,“ sagði Kristín, stuðningsmaður Davíðs í samtali við Lillý Valgerði Pétursdóttur í kvöld.
Kosningavaka verður í kosningamiðstöðinni að Grensásvegi og hófst hún núna klukkan 21.
„Þá förum við eldra fólkið hérna í burtu og unga liðið kemur inn. Við erum búnar að undirbúa fyrir kvöldið þannig að þetta á að takast vel. Við ætlum að vera líka aðeins hér, taka á móti Ástríði og Davíð þegar þau koma og heyra svona hvað kemur út úr fyrstu tölum.“
Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
