Kristján um aðsóknina: Ekkert skrítið þótt fólkið komi ekki á völlinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2016 22:15 Pepsi-mörkin voru dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar var farið yfir 8. umferð Pepsi-deildar karla. Hörður Magnússon var á sínum stað en gestir hans í gær voru þeir Logi Ólafsson og Kristján Guðmundsson. Meðal þess sem þeir félagar ræddu var sú skelfilega aðsókn sem var á leiki umferðarinnar en það var nóg af lausum sætum á öllum völlum. Kristján setur spurningarmerki við þá ákvörðun KSÍ að spila leiki á meðan á EM í Frakklandi stendur. „Það voru 10.000 manns á leikjunum í riðlakeppninni,“ sagði Kristján. „Ég var á tveimur þessara leikja og þegar maður horfði á fólkið sá maður að þetta er fólkið sem maður sér á vellinum hér heima í hverri einustu viku. Þetta er fólkið sem er að vinna við leikina hjá félögunum. „Mér finnst það ótrúlegt að það sé verið að spila. Auk þess eru yngri flokka mótin í fullum gangi þar sem foreldrarnir eru að elta börnin sín. Það er ekkert skrítið þótt fólkið komi ekki á völlinn.“ Logi vill sjá meira púður lagt í markaðssetningu á Pepsi-deildinni. „Það hefði kannski mátt skipuleggja þetta eitthvað betur fyrst það fara svona margir knattspyrnuáhugamenn til Frakklands,“ sagði Logi. „Svo mættu menn alveg setja einhvern pening í að halda merki Pepsi-deildarinnar á lofti og koma með auglýsingar eða eitthvað slíkt.“Innslagið má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu greiningu Pepsi-markanna á leikmannamálum KR Strákarnir í Pepsi-mörkunum fóru yfir leikmannamálin hjá KR sem hefur tapað þremur leikjum í röð. 25. júní 2016 18:15 Pepsi-mörkin: Þegar KR breyttist í 2014 útgáfuna af Fram | Myndband KR hefur valdið miklum vonbrigðum með spilamennsku sinni í sumar en liðið situr í 9. sæti Pepsi-deildar karla með einungis níu stig eftir níu leiki. 25. júní 2016 20:30 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Pepsi-mörkin voru dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar var farið yfir 8. umferð Pepsi-deildar karla. Hörður Magnússon var á sínum stað en gestir hans í gær voru þeir Logi Ólafsson og Kristján Guðmundsson. Meðal þess sem þeir félagar ræddu var sú skelfilega aðsókn sem var á leiki umferðarinnar en það var nóg af lausum sætum á öllum völlum. Kristján setur spurningarmerki við þá ákvörðun KSÍ að spila leiki á meðan á EM í Frakklandi stendur. „Það voru 10.000 manns á leikjunum í riðlakeppninni,“ sagði Kristján. „Ég var á tveimur þessara leikja og þegar maður horfði á fólkið sá maður að þetta er fólkið sem maður sér á vellinum hér heima í hverri einustu viku. Þetta er fólkið sem er að vinna við leikina hjá félögunum. „Mér finnst það ótrúlegt að það sé verið að spila. Auk þess eru yngri flokka mótin í fullum gangi þar sem foreldrarnir eru að elta börnin sín. Það er ekkert skrítið þótt fólkið komi ekki á völlinn.“ Logi vill sjá meira púður lagt í markaðssetningu á Pepsi-deildinni. „Það hefði kannski mátt skipuleggja þetta eitthvað betur fyrst það fara svona margir knattspyrnuáhugamenn til Frakklands,“ sagði Logi. „Svo mættu menn alveg setja einhvern pening í að halda merki Pepsi-deildarinnar á lofti og koma með auglýsingar eða eitthvað slíkt.“Innslagið má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu greiningu Pepsi-markanna á leikmannamálum KR Strákarnir í Pepsi-mörkunum fóru yfir leikmannamálin hjá KR sem hefur tapað þremur leikjum í röð. 25. júní 2016 18:15 Pepsi-mörkin: Þegar KR breyttist í 2014 útgáfuna af Fram | Myndband KR hefur valdið miklum vonbrigðum með spilamennsku sinni í sumar en liðið situr í 9. sæti Pepsi-deildar karla með einungis níu stig eftir níu leiki. 25. júní 2016 20:30 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Sjáðu greiningu Pepsi-markanna á leikmannamálum KR Strákarnir í Pepsi-mörkunum fóru yfir leikmannamálin hjá KR sem hefur tapað þremur leikjum í röð. 25. júní 2016 18:15
Pepsi-mörkin: Þegar KR breyttist í 2014 útgáfuna af Fram | Myndband KR hefur valdið miklum vonbrigðum með spilamennsku sinni í sumar en liðið situr í 9. sæti Pepsi-deildar karla með einungis níu stig eftir níu leiki. 25. júní 2016 20:30