Öskuill yfir Íslendingum með „græðgislegan peningaglampa í augunum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2016 16:22 Stuðningsmenn Íslands hafa verið frábærir á EM. Nálægt tíu þúsund hafa verið á leikjunum hingað til en verða aðeins rúmlega þrjú þúsund í Nice. vísir/vilhelm Töluverð umræða hefur skapast meðal ferðalanga sem hafa áhuga á gengi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi. Eins og allir vita mæta Íslendingar Englendingum í sextán liða úrslitum í Nice á mánudaginn en uppselt er á leikinn. Rúmlega 3000 Íslendingar verða á leiknum í Nice en KSÍ fékk sjötíu aukamiða í dag, með takmörkuðu útsýni, sem seldust á augabragði. Eftirspurnin eftir miðum er augljóslega mikil og þá sjá sumir sér leik á borði og reyna að græða, sem þriðji aðili. „ Ég ætla að lýsa ógeði á íslendingum sem eru okra svo mikið á miðum að það slær út svoleiðis aðila á Bretlandi og götustráka í Nice. Það er pakk að bjóða miða t.d í Cat 3 á 45.000 isk stykkið sem kostar 55 evrur upphaflega,“ segir Björn Sk. Ingólfsson í hópnum Ferðagrúppa fyrir EM 2016.„Ég skil ef fólk kannski býður þessa miða á smá yfirverði t.d 55 evru miða á kannski 75 til 100 en ekki á 300 evrur eða meira.“„Framboð og eftirspurn“Björn er hvattur til að nefna þá aðila sem hegði sér svona. Aðrir benda honum á að verð ráðist af framboði og eftirspurn. Hins vegar er ljóst að það er brot á reglum UEFA að endurselja miðana á hærra verði. Kaupendur þurfa að skrá sig fyrir miðum en tilgangur þess er einmitt meðal annars að vinna gegn endursölu.Linda Björk Bryndísardóttir tekur undir með Birni.„Sammála. Ég átti 2 auka í cat 3 sem einmitt eru 55 eur virði og fóru að sjálfsögðu á því verði, eða 7700 isk. Mér fannst skipta meira máli að miðarnir kæmust í réttar hendur, til aðila sem munu standa, syngja og hvetja strákana allan leikinn,“ segir Linda Björk.Fleiri taka til máls í umræðunni og segja að svona virki þetta einfaldlega. Á stórmótum rjúki verðið upp og það verði enn hærra á næsta leik komist Ísland áfram í átta liða úrslitin. Aðrir segja að hver verði að sjá um sig sjálfur og ekki við neinn að sakast nema sjálfan sig ef maður er ekki með miða. Vísa þeir til þess að við upphaf miðasölu gátu stuðningsmenn allra þjóða pantað sér miða á leikina í riðlakeppninni en einnig svokallaða „follow your team“ miða þar sem stuðningsmenn gátu tryggt sér miða á alla leiki liðsins á meðan það væri í keppni. Þeir miðar fengust endurgreiddir kæmist liðið ekki áfram. Stuðningsmenn Englands virðast hafa nýtt sér þennan möguleika til fullnustu en ekki margir Íslendingar.„Bjánar, ekki stuðningsmenn“„Léleg framkoma. Að tuða möntruna „framboð og eftirspurn“ Gollumlega aftur og aftur með græðgislegan peningaglampa í augunum er mjög lélegt að mínu mati,“ segir Halldór Marteinsson um þá sem reyna að græða á endursölu. Pálmi Grímur Guðmundsson tekur undir.„Þetta eru bjánar ekki stuðningsmenn.“Einn og einn skýtur inn í að hann geti mögulega útvegað miðalausum miða á kostnaðarverði. Eftir stendur að flestir þeir sem ekki eru með miða í dag geta aðeins fundið miða á endursölusíðum, síðum á borð við Viagogo sem þéna pening sem þriðji aðili með því að kaupa upp miða þegar miðasala hefst og selja svo á hærra verði. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 KSÍ fékk óvænt sjötíu miða á Englandsleikinn á tuttugu evrur stykkið Fyrstur kemur, fyrstur fær. 25. júní 2016 13:38 Strákarnir upplifa áreiti vegna miðaskorts gegn Englandi "Ég er bara með minn fjölda af miðum og mitt fólk sem er hérna fær miða,“ segir Theodór Elmar Bjarnason. 24. júní 2016 11:00 Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Töluverð umræða hefur skapast meðal ferðalanga sem hafa áhuga á gengi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi. Eins og allir vita mæta Íslendingar Englendingum í sextán liða úrslitum í Nice á mánudaginn en uppselt er á leikinn. Rúmlega 3000 Íslendingar verða á leiknum í Nice en KSÍ fékk sjötíu aukamiða í dag, með takmörkuðu útsýni, sem seldust á augabragði. Eftirspurnin eftir miðum er augljóslega mikil og þá sjá sumir sér leik á borði og reyna að græða, sem þriðji aðili. „ Ég ætla að lýsa ógeði á íslendingum sem eru okra svo mikið á miðum að það slær út svoleiðis aðila á Bretlandi og götustráka í Nice. Það er pakk að bjóða miða t.d í Cat 3 á 45.000 isk stykkið sem kostar 55 evrur upphaflega,“ segir Björn Sk. Ingólfsson í hópnum Ferðagrúppa fyrir EM 2016.„Ég skil ef fólk kannski býður þessa miða á smá yfirverði t.d 55 evru miða á kannski 75 til 100 en ekki á 300 evrur eða meira.“„Framboð og eftirspurn“Björn er hvattur til að nefna þá aðila sem hegði sér svona. Aðrir benda honum á að verð ráðist af framboði og eftirspurn. Hins vegar er ljóst að það er brot á reglum UEFA að endurselja miðana á hærra verði. Kaupendur þurfa að skrá sig fyrir miðum en tilgangur þess er einmitt meðal annars að vinna gegn endursölu.Linda Björk Bryndísardóttir tekur undir með Birni.„Sammála. Ég átti 2 auka í cat 3 sem einmitt eru 55 eur virði og fóru að sjálfsögðu á því verði, eða 7700 isk. Mér fannst skipta meira máli að miðarnir kæmust í réttar hendur, til aðila sem munu standa, syngja og hvetja strákana allan leikinn,“ segir Linda Björk.Fleiri taka til máls í umræðunni og segja að svona virki þetta einfaldlega. Á stórmótum rjúki verðið upp og það verði enn hærra á næsta leik komist Ísland áfram í átta liða úrslitin. Aðrir segja að hver verði að sjá um sig sjálfur og ekki við neinn að sakast nema sjálfan sig ef maður er ekki með miða. Vísa þeir til þess að við upphaf miðasölu gátu stuðningsmenn allra þjóða pantað sér miða á leikina í riðlakeppninni en einnig svokallaða „follow your team“ miða þar sem stuðningsmenn gátu tryggt sér miða á alla leiki liðsins á meðan það væri í keppni. Þeir miðar fengust endurgreiddir kæmist liðið ekki áfram. Stuðningsmenn Englands virðast hafa nýtt sér þennan möguleika til fullnustu en ekki margir Íslendingar.„Bjánar, ekki stuðningsmenn“„Léleg framkoma. Að tuða möntruna „framboð og eftirspurn“ Gollumlega aftur og aftur með græðgislegan peningaglampa í augunum er mjög lélegt að mínu mati,“ segir Halldór Marteinsson um þá sem reyna að græða á endursölu. Pálmi Grímur Guðmundsson tekur undir.„Þetta eru bjánar ekki stuðningsmenn.“Einn og einn skýtur inn í að hann geti mögulega útvegað miðalausum miða á kostnaðarverði. Eftir stendur að flestir þeir sem ekki eru með miða í dag geta aðeins fundið miða á endursölusíðum, síðum á borð við Viagogo sem þéna pening sem þriðji aðili með því að kaupa upp miða þegar miðasala hefst og selja svo á hærra verði.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55 KSÍ fékk óvænt sjötíu miða á Englandsleikinn á tuttugu evrur stykkið Fyrstur kemur, fyrstur fær. 25. júní 2016 13:38 Strákarnir upplifa áreiti vegna miðaskorts gegn Englandi "Ég er bara með minn fjölda af miðum og mitt fólk sem er hérna fær miða,“ segir Theodór Elmar Bjarnason. 24. júní 2016 11:00 Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. 23. júní 2016 18:55
KSÍ fékk óvænt sjötíu miða á Englandsleikinn á tuttugu evrur stykkið Fyrstur kemur, fyrstur fær. 25. júní 2016 13:38
Strákarnir upplifa áreiti vegna miðaskorts gegn Englandi "Ég er bara með minn fjölda af miðum og mitt fólk sem er hérna fær miða,“ segir Theodór Elmar Bjarnason. 24. júní 2016 11:00
Uppselt á leik Íslands og Englands Það sitja margir eftir með sárt ennið í dag eftir að seldist upp á leik Íslands og Englands í hádeginu. 23. júní 2016 13:12
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent