Elísabet búin að kjósa: "Þegar ég er að kjósa mig þá er ég að kjósa Ísland“ Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2016 13:42 Elísabet segir að dagurinn leggist mjög vel í sig. Vísir/Anton Forsetaframbjóðandinn Elísabet Kristín Jökulsdóttir mætti á kjörstað og kaus í Ráðhúsinu í Reykjavík um klukkan 13. Elísabet segir að dagurinn leggist mjög vel í sig. „Þetta er sérstakur dagur. Ég er að hugsa um að vera heima og vaska upp og raða kökunum á borðið. Húsið er fullt af kökum og blómum. Svo vonast ég til að geta hitt eina ömmustelpu á eftir. Ég á níu ömmustelpur og tvær þeirra eru að kjósa í fyrsta sinn í dag. Mér fannst að en þær kysu þá væri þetta allt í lagi, þyrfti bara tvö atkvæði. Það væri alveg nóg.“ Elísabet segir að hún vilji bæði vera heima og á kjörstað til að baða sig í allri athyglinni sem framboðinu fylgir. „Ég verð örugglega bæði.“ Hún segist bjartsýn og kosningarnar vera mjög spennandi. „Það er ómögulegt að vita hvernig þetta fer. Fólk er búið að segja að ég sé nú þegar sigurvegari kosninganna. Það er ósköp ljúft. Svo veit ég, og veit alltaf betur og betur, að ég á þetta erindi og ég á erindi við Ísland. Þegar ég er að kjósa mig þá er ég að kjósa Ísland.“ Elísabet segist trúa á kraftaverk og að hún fái 38 prósent fylgi. „Svo gæti ég fengið mín venjulega tvö prósent. En 38, þetta er einhver tala sem bara datt.“Vaknaði í morgun og aftur núna, er að fara kjósa, margt hefur komið á óvart, t.d. að hafa vaxið en ekki veikst í þessai baráttu ...#forseti— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 að hafa tekið á móti hrósi en ekki stíflað sig með vantrú, að finna tárin öðru hverju brjótast fram einsog ána í sumarnóttinni #forseti— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 og að í rauninni skipti ég ekki máli, heldur Ísland ... ef þið kjósið í dag, kjósið Ísland ... #forseti Elska ykkur öll— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Elísabet Kristín Jökulsdóttir mætti á kjörstað og kaus í Ráðhúsinu í Reykjavík um klukkan 13. Elísabet segir að dagurinn leggist mjög vel í sig. „Þetta er sérstakur dagur. Ég er að hugsa um að vera heima og vaska upp og raða kökunum á borðið. Húsið er fullt af kökum og blómum. Svo vonast ég til að geta hitt eina ömmustelpu á eftir. Ég á níu ömmustelpur og tvær þeirra eru að kjósa í fyrsta sinn í dag. Mér fannst að en þær kysu þá væri þetta allt í lagi, þyrfti bara tvö atkvæði. Það væri alveg nóg.“ Elísabet segir að hún vilji bæði vera heima og á kjörstað til að baða sig í allri athyglinni sem framboðinu fylgir. „Ég verð örugglega bæði.“ Hún segist bjartsýn og kosningarnar vera mjög spennandi. „Það er ómögulegt að vita hvernig þetta fer. Fólk er búið að segja að ég sé nú þegar sigurvegari kosninganna. Það er ósköp ljúft. Svo veit ég, og veit alltaf betur og betur, að ég á þetta erindi og ég á erindi við Ísland. Þegar ég er að kjósa mig þá er ég að kjósa Ísland.“ Elísabet segist trúa á kraftaverk og að hún fái 38 prósent fylgi. „Svo gæti ég fengið mín venjulega tvö prósent. En 38, þetta er einhver tala sem bara datt.“Vaknaði í morgun og aftur núna, er að fara kjósa, margt hefur komið á óvart, t.d. að hafa vaxið en ekki veikst í þessai baráttu ...#forseti— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 að hafa tekið á móti hrósi en ekki stíflað sig með vantrú, að finna tárin öðru hverju brjótast fram einsog ána í sumarnóttinni #forseti— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016 og að í rauninni skipti ég ekki máli, heldur Ísland ... ef þið kjósið í dag, kjósið Ísland ... #forseti Elska ykkur öll— Elísabet Jökuls (@ufsaklettur) June 25, 2016
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Forsetakosningar 2016 í beinni: Íslendingar kjósa nýjan forseta Níu eru í framboði til forseta Íslands en kosningarnar fara fram í dag, 25. júní. 25. júní 2016 09:00