Hæstiréttur vísar frá kæru vegna forsetakosninga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. júní 2016 12:30 Hæstiréttur vísar til þess að kjör forseta Íslands fari fram í dag en rétturinn geti eðli máls samkvæmt ekki fjallað um gildi forsetakjörs sem ekki hefur verið lokið. vísir/gva Hæstiréttur Íslands hefur vísað frá kæru þriggja einstaklinga vegna forsetakosninganna sem fram fara í dag. Þeir Bjarni Bergmann, Þórólfur Dagsson og Björn Leví Gunnarsson lögðu hinn 2. júní síðastliðinn fram kæru til Hæstaréttar vegna utankjörfundarkosningar í forsetakosningunum sem fram fara í dag. Kæran beindist nánar tiltekið að þeim hluta atkvæðagreiðslunnar sem fór fram á tímabilinu frá 30. apríl til 25. maí eða þegar innanríkisráðuneytið auglýsti hverjir væru löglegir frambjóðendur til kjörs forseta Íslands. Kæran byggist á því að það hafi ekki samræmst ákvæðum laga um framboð og kjör forseta Íslands að hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu áður en upplýsingar lágu fyrir um hvaða einstaklingar hefðu skilað inn löglegu framboði. Var þess því krafist í kærunni að sá hluti kosninganna sem fór fram áður en nöfn frambjóðenda lágu fyrir, yrði felldur úr gildi. Níu dómarar Hæstaréttar vísuðu til þess í niðurstöðu að í ákvæðum laga um framboð og kjör forseta Íslands væri ekki að finna heimild til að kæra til Hæstaréttar tilteknar ákvarðanir um undirbúning eða framkvæmd forsetakjörs. Heimild væri fyrir því að leita megi eftir ógildingu forsetakjörs í heild en Hæstiréttur geti ekki ógilt tilteknar ákvarðanir um slík efni eða breytt þeim, með vísan til þeirrar heimildar. Þá vísar Hæstiréttur til þess að kjör forseta Íslands fari fram í dag en rétturinn geti eðli máls samkvæmt ekki fjallað um gildi forsetakjörs sem ekki hefur verið lokið. Var kærunni því vísað frá Hæstarétti. Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur vísað frá kæru þriggja einstaklinga vegna forsetakosninganna sem fram fara í dag. Þeir Bjarni Bergmann, Þórólfur Dagsson og Björn Leví Gunnarsson lögðu hinn 2. júní síðastliðinn fram kæru til Hæstaréttar vegna utankjörfundarkosningar í forsetakosningunum sem fram fara í dag. Kæran beindist nánar tiltekið að þeim hluta atkvæðagreiðslunnar sem fór fram á tímabilinu frá 30. apríl til 25. maí eða þegar innanríkisráðuneytið auglýsti hverjir væru löglegir frambjóðendur til kjörs forseta Íslands. Kæran byggist á því að það hafi ekki samræmst ákvæðum laga um framboð og kjör forseta Íslands að hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu áður en upplýsingar lágu fyrir um hvaða einstaklingar hefðu skilað inn löglegu framboði. Var þess því krafist í kærunni að sá hluti kosninganna sem fór fram áður en nöfn frambjóðenda lágu fyrir, yrði felldur úr gildi. Níu dómarar Hæstaréttar vísuðu til þess í niðurstöðu að í ákvæðum laga um framboð og kjör forseta Íslands væri ekki að finna heimild til að kæra til Hæstaréttar tilteknar ákvarðanir um undirbúning eða framkvæmd forsetakjörs. Heimild væri fyrir því að leita megi eftir ógildingu forsetakjörs í heild en Hæstiréttur geti ekki ógilt tilteknar ákvarðanir um slík efni eða breytt þeim, með vísan til þeirrar heimildar. Þá vísar Hæstiréttur til þess að kjör forseta Íslands fari fram í dag en rétturinn geti eðli máls samkvæmt ekki fjallað um gildi forsetakjörs sem ekki hefur verið lokið. Var kærunni því vísað frá Hæstarétti.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira