Davíð segir að dagurinn leggist afskaplega vel í sig. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn segist hann svo vera. „Ég get ekki endilega verið bjartsýnn á að vinna en ég vona að ég komi sæmilega myndarlega út og eigi dálítið af duldum atkvæðum.“
Hvað tekur við hjá þér á morgun?
„Ég ætlaði mér að fara upp á Mogga ef ég myndi ekki vinna og þá myndi ég fara að skrifa. Það getur þó vel verið að ég tali við Harald og segist vilja sofa út og koma daginn þar á eftir,“ sagði Davíð við fréttamann fréttastofu.

