Damir Skomina frá Slóveníu dæmir leik Íslands og Englands í 16 liða úrslitum EM 2016 á mánudagskvöldið en leikurinn fer fram í Nice.
Þessi 39 ára dómari er einn sá allra fremsti í Evrópu og hefur verið um nokkurra ára skeið en hann er að dæma á sínu öðru Evrópumóti.
Hann dæmdi þrjá leiki á EM 2012 í Póllandi og Úkraínu en síðasti risaleikur sem hann dæmdi var seinni leikur Real Madrid og Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í byrjun maí.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, og Skomina eiga sér smá sögu en fyrir fjórum árum fór Frakkinn í þriggja leikja bann í Meistaradeildinni fyrir að gagnrýna störf Skomina eftir að liðið féll úr leik í keppninni.
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Slóveni dæmir leik Englands og Íslands

Tengdar fréttir

Næsta brekka reynst of brött fyrir Lars Lagerbäck
Lars Lagerbäck hefur þrisvar í sex tilraunum komið liði upp úr riðli á Evrópumóti eða í heimsmeistarakeppni en hann hefur aldrei farið í gegnum fyrsta leik í útsláttarkeppni. Hann reynir nú í fjórða sinn.

Harry Kane um leikinn gegn Íslandi: „Furðulegir hlutir gerast í fótbolta“
Framherji enska landsliðsins vill að sínir menn verði á tánum gegn Íslandi í Nice á mándagskvöldið.

Eiður Smári fór á kostum á blaðamannafundi Íslands | Myndband
Eiður Smári Guðjohnsen og Heimir Hallgrímsson sátu blaðamannafund íslenska liðsins í Annecy fyrir leikinn gegn Englandi.