Arnór Sveinn: Vorum allir farnir í háttinn fyrir tíu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júní 2016 22:27 Arnór Sveinn Aðalsteinsson. vísir/andri marinó „Fyrstu viðbrögð eru svo sem að þetta séu tvö stig töpuð en við tökum þetta stig samt klárlega,“ sagði fyrirliðinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson eftir markalaust jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var mikill baráttuleikur og hálfdaufur framan af. Fyrsta klukkutímann var fátt um færi og fína drætti. Hins vegar hresstist upp á leikmenn eftir því sem leið á og síðustu mínúturnar voru nokkuð hressar. „Ég fann alveg það sama og þú að það var eins og það vantaði smá stemningu í leikmenn í upphafi. Ég kann enga skýringu á því en þannig var það.“ Oft á tíðum er það svo að þó áhorfendur hafi ekkert séð við leikina eru þjálfarar og leikmenn hæstánægðir með niðurstöðuna. Arnór segir að þetta gæti hafa verið einn af þeim leikjum. „Sumir leikir eru oft smá skák. Menn loka svæðum vel og eru að þreifa svolítið á hvor öðrum. Þetta var mikil barátta og í dag mættust tvö góð lið með góða einstaklinga. Þetta var einfaldlega jafnbaráttuleikur en mér fannst við hefðum getað tekið hann. Við hefðum átt að skapa smá meira.“ Aðspurður segir Arnór að það sé ekki séns að skrifa slappleikann í upphafi á þreytu vegna kosningasjónvarps í tengslum við Brexit. „Blessaður vertu. Við erum með svo agaðan hóp að það hafa allir farið í háttinn fyrir klukkan tíu undanfarna daga,“ segir fyrirliðinn að lokum. Brexit Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 0-0 | Stöngin bjargaði Blikum Breiðablik og Valur gerðu markalaust jafntefli í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 24. júní 2016 23:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru svo sem að þetta séu tvö stig töpuð en við tökum þetta stig samt klárlega,“ sagði fyrirliðinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson eftir markalaust jafntefli Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var mikill baráttuleikur og hálfdaufur framan af. Fyrsta klukkutímann var fátt um færi og fína drætti. Hins vegar hresstist upp á leikmenn eftir því sem leið á og síðustu mínúturnar voru nokkuð hressar. „Ég fann alveg það sama og þú að það var eins og það vantaði smá stemningu í leikmenn í upphafi. Ég kann enga skýringu á því en þannig var það.“ Oft á tíðum er það svo að þó áhorfendur hafi ekkert séð við leikina eru þjálfarar og leikmenn hæstánægðir með niðurstöðuna. Arnór segir að þetta gæti hafa verið einn af þeim leikjum. „Sumir leikir eru oft smá skák. Menn loka svæðum vel og eru að þreifa svolítið á hvor öðrum. Þetta var mikil barátta og í dag mættust tvö góð lið með góða einstaklinga. Þetta var einfaldlega jafnbaráttuleikur en mér fannst við hefðum getað tekið hann. Við hefðum átt að skapa smá meira.“ Aðspurður segir Arnór að það sé ekki séns að skrifa slappleikann í upphafi á þreytu vegna kosningasjónvarps í tengslum við Brexit. „Blessaður vertu. Við erum með svo agaðan hóp að það hafa allir farið í háttinn fyrir klukkan tíu undanfarna daga,“ segir fyrirliðinn að lokum.
Brexit Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 0-0 | Stöngin bjargaði Blikum Breiðablik og Valur gerðu markalaust jafntefli í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 24. júní 2016 23:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 0-0 | Stöngin bjargaði Blikum Breiðablik og Valur gerðu markalaust jafntefli í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 24. júní 2016 23:00