„Ég er orðinn stjörnublaðamaðurinn sem fjallar um Ísland“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2016 20:15 Sænski blaðamaðurinn Robert Laul hefur fylgt eftir íslenska liðinu frá fyrsta degi hér í Frakklandi en saga hans og Lagerbäck nær mun lengra aftur í tímann. Laul hefur starfað sem blaðamaður á Aftonbladet undanfarin sextán ár og tók sitt fyrsta viðtal við Lagerbäck árið 2001. Síðan þá hefur hann setið marga blaðamannafundi með honum. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé í líkingu við þá stemningu sem ríkti í kringum sænska landsliðið á sínum tíma,“ sagði Laul um samanburðinn á samstarfi Lagerbäck við íslenska fjölmiðla og sænska. „Það voru margir árekstrar á sínum tíma. Þeir stærstu snerust um byrjunarliðin. Hann var ekki hrifinn af því að blöðin birtu byrjunarliðin að morgni leikdags. Hann vildi það ekki,“ sagði Laul og bætti við að sumir stuðningsmanna sænska liðsins hafi stutt Lagerbäck í þessu máli. „En við erum fjölmiðill og við verðum að segja fréttir.“Aldrei séð hann svona hamingjusaman Hann seegir að Lagerbäck virðist vera gerbreyttur maður eftir að hann tók við íslenska liðinu, af samskiptum hans að dæma við fjölmiðla hér ytra. „Hann er rólegri og virðist njóta starfsins betur. Ég hef aldrei séð hann svona hamingjusaman. Hann er afslappður og mjög góður í öllum samskiptum við pressuna.“ „Ef þú spyrð hann þá færðu langt svar og ýmis konar smáatriði frá hans kunnáttu. Það sem hann hefur að segja er afar áhugavert. Ég veit ekki hvað þið hafið gert við hann!“Væntingarnar miklar í Svíþjóð Hann hefur skilning á því að umfjöllun íslenskra fjölmiðla um Lagerbäck og íslenska landsliðsins sé að langstærstum hluta jákvæð. „Hvað annað getið þið gert? Þetta lið hefur farið svo langt upp að ég veit ekki hvort það kemst eitthvað hærra. Ég vona það þó,“ segir hann. „Í Svíþjóð var velgengnin líka mikil en þá urðu líka væntingarnar mjög miklar. Þá komu árekstrar. Lagerbäck sagði ávallt að það væri gott að fara á stórmót en að við gætum aldrei farið alla leið í úrslitaleikinn.“Átti farmiða heim til Svíþjóðar eftir fyrsta leik Hann segir að það hafi í fyrstu verið tilraun hjá Aftonbladet að senda blaðamann til Frakklands til að fylgja íslenska liðinu og Lagerbäck eftir. „Við ætluðum bara að sjá til. Ég var með flugmiða heim til Svíþjóðar eftir leikinn gegn Portúgal og ég hefði líklega farið heim ef Ísland hefði tapað leiknum 3-0.“ „En nú er Ísland stórt lið í Svíþjóð og ég er orðin stjörnublaðamaðurinn sem fjallar um íslenska liðið. Ritstjórinn hringir og vill fá meira um Ísland, Lagerbäck og Gylfa. Það er frábært fyrir mig.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Sjá meira
Sænski blaðamaðurinn Robert Laul hefur fylgt eftir íslenska liðinu frá fyrsta degi hér í Frakklandi en saga hans og Lagerbäck nær mun lengra aftur í tímann. Laul hefur starfað sem blaðamaður á Aftonbladet undanfarin sextán ár og tók sitt fyrsta viðtal við Lagerbäck árið 2001. Síðan þá hefur hann setið marga blaðamannafundi með honum. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé í líkingu við þá stemningu sem ríkti í kringum sænska landsliðið á sínum tíma,“ sagði Laul um samanburðinn á samstarfi Lagerbäck við íslenska fjölmiðla og sænska. „Það voru margir árekstrar á sínum tíma. Þeir stærstu snerust um byrjunarliðin. Hann var ekki hrifinn af því að blöðin birtu byrjunarliðin að morgni leikdags. Hann vildi það ekki,“ sagði Laul og bætti við að sumir stuðningsmanna sænska liðsins hafi stutt Lagerbäck í þessu máli. „En við erum fjölmiðill og við verðum að segja fréttir.“Aldrei séð hann svona hamingjusaman Hann seegir að Lagerbäck virðist vera gerbreyttur maður eftir að hann tók við íslenska liðinu, af samskiptum hans að dæma við fjölmiðla hér ytra. „Hann er rólegri og virðist njóta starfsins betur. Ég hef aldrei séð hann svona hamingjusaman. Hann er afslappður og mjög góður í öllum samskiptum við pressuna.“ „Ef þú spyrð hann þá færðu langt svar og ýmis konar smáatriði frá hans kunnáttu. Það sem hann hefur að segja er afar áhugavert. Ég veit ekki hvað þið hafið gert við hann!“Væntingarnar miklar í Svíþjóð Hann hefur skilning á því að umfjöllun íslenskra fjölmiðla um Lagerbäck og íslenska landsliðsins sé að langstærstum hluta jákvæð. „Hvað annað getið þið gert? Þetta lið hefur farið svo langt upp að ég veit ekki hvort það kemst eitthvað hærra. Ég vona það þó,“ segir hann. „Í Svíþjóð var velgengnin líka mikil en þá urðu líka væntingarnar mjög miklar. Þá komu árekstrar. Lagerbäck sagði ávallt að það væri gott að fara á stórmót en að við gætum aldrei farið alla leið í úrslitaleikinn.“Átti farmiða heim til Svíþjóðar eftir fyrsta leik Hann segir að það hafi í fyrstu verið tilraun hjá Aftonbladet að senda blaðamann til Frakklands til að fylgja íslenska liðinu og Lagerbäck eftir. „Við ætluðum bara að sjá til. Ég var með flugmiða heim til Svíþjóðar eftir leikinn gegn Portúgal og ég hefði líklega farið heim ef Ísland hefði tapað leiknum 3-0.“ „En nú er Ísland stórt lið í Svíþjóð og ég er orðin stjörnublaðamaðurinn sem fjallar um íslenska liðið. Ritstjórinn hringir og vill fá meira um Ísland, Lagerbäck og Gylfa. Það er frábært fyrir mig.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Sjá meira