Rooney: Við viljum vinna EM

„Við erum með fimm eða sex leikmenn í liðinu sem hafa þann eiginleika að geta klárað leiki. Ég get ekki sagt að staðan hafi alltaf verið svo góð,“ sagði Rooney brattur á blaðamannafundi enska landsliðsins í dag.
„Við erum mættir og viljum vinna þetta mót. Við munum ekki segja að komast í átta liða úrslit sé skref fram á við. Ég trúi því að við séum betri en það.“
Hinn þrítugi Rooney er á sínu sjötta stórmóti og hefur aðeins upplifað einn sigur í útsláttarkeppni. Það var gegn Ekvador á HM 2006.
„Fyrri mót hafa ekki endað vel fyrir mig. Ég hef alltaf axlað mikla ábyrgð og fundist vera pressa á mér að klára leikina. Nú erum við með fleiri leikmenn sem geta það og ég er meira en ánægður að vera í bakgrunninum. Ef ég þarf samt að stíga upp og klára leikina þá mun ég gera það.“
Tengdar fréttir

Lars: Sérstakara að vera með Íslandi á stórmóti
Landsliðsþjálfarinn er á sjöunda stórmótinu með þriðja liðinu en þessi upplifun er sú besta hjá Svíanum.

Lars vísaði til Einstein og Emmi horfir á smáhund elta nashyrning
"Ég beiti engum brögðum en á fundum finnum við stundum kvót í nálgun okkar hvað varðar hugarfar,“ segir Lars Lagerbäck.

EM í dag: Forsetakosningar í Annecy og borgað undir Tólfuna til Nice
Daglegur þáttur fréttateymis 365 frá Evrópumótinu í fótbolta er kominn í loftið.

KSÍ ætlar sér að bjóða Tólfunni á Englandsleikinn
Framkvæmdastjóri KSÍ segir nauðsynlegt að hafa stuðbolta úr Tólfunni á leiknum gegn Englandi í Nice.

Hvorki Arnór né Elmar nýttu kosningaréttinn
"Þegar Toggi dró sig út var ég ekki með neinn kandídat í huga,“ segir Theodór Elmar Bjarnason.

Svona var blaðamannafundur strákanna okkar í Annecy
Lars Lagerbäck svaraði spurningum blaðamanna ásamt Theodór Elmari Bjarnasyni og Arnóri Ingva Traustasyni.

Arnór Ingvi tryggði landa sínum fjórar milljónir króna
Hoppaði væntanlega hæð sína í lofti.

Ef Rooney spyr mig þá get ég alveg skipst á treyjum við hann
Theodór Elmar Bjarnason var spurður út í möguleg treyjuskipti við Wayne Rooney.

EM-dagbók: Lengsti og besti dagur lífs míns
Tómas Þórðarson fylgir strákunum okkar á Evrópumótinu í fótbolta og deilir upplifun sinni með lesendum Fréttablaðsins og Vísis.