Andri Snær – forseti með erindi Eydís Blöndal skrifar 24. júní 2016 08:48 Á laugardaginn eru forsetakosningar. Ég á erfitt með að átta mig á hlutverki forsetans þar sem ég man bara eftir einum forseta. Ég hef enga tilfinningu fyrir því hvort Ólafur hafi verið góður eða slæmur forseti, fyrir mér er forseti Íslands eins og Ólafur er. Sem er eiginlega bara sorglegt. En seinustu mánuði hef ég verið að spyrja mig hvernig forseta ég myndi vilja fá, fengi ég að velja. Fólk talar mikið um að forsetinn eigi að vera sameiningartákn og standa fyrir alla Íslendinga. Fyrir mér er þetta fáránleg krafa. Hvernig á einn einstaklingur að standa fyrir bæði náttúruvernd og náttúrueyðileggingu? Hvernig á einn einstaklingur að sameina fólk sem vill taka á móti flóttafólki og fólk sem vill það ekki? Og svo framvegis. Það eina sem þessi hugmyndafræði skilar okkur er einstaklingur sem talar ekki fyrir neinu og hefur engar opinberar skoðanir, tekur skóflustungur og flytur ávarp um ekki neitt á áramótunum. Og þá sé ég engan tilgang með embættinu.Hvað á forseti að gera? Forseti Íslands getur talað um þá hluti sem skipta máli fyrir framtíðina. Hann getur talað fyrir umhverfismálum (í alvöru, ef við gerum ekkert í þeim málum getum við allt eins sleppt allri annarri umræðu því við munum þurrkast út með næstu kynslóðum), hann getur talað fyrir nýsköpun (hvernig við getum lifað með menguðu vatni, hækkandi sjávarmáli, súrum sjó og fleiri vandamálum sem við höfum ekki enn gert okkur grein fyrir) og hann getur talað fyrir jöfnuði og sanngjörnu samfélagi. Það er það sem ég vil sjá forseta gera, og það merkilega er að ég get valið mér þennan forseta! Eftir að hafa lesið LoveStar og Draumalandið þegar ég var 15 ára, og aftur og aftur seinustu árin, veit ég að Andri Snær mun tala fyrir þessum málefnum sem forseti. Hann hefur lagt mikla vinnu í að ræða við fólkið í landinu, og seinna fólk út um allan heim, um lýðræði, samfélagið, ástina, markaðsöfl, nýsköpun, náttúruvernd og möguleika. Andri Snær sér framtíðina og les í fortíðina af næmi, forvitni og virðingu. Ef þið trúið mér ekki skulið þið lesa bækurnar hans. Það er nákvæmlega þess vegna sem ég skoraði á Andra að bjóða sig fram, og það er þess vegna sem ég get ekki beðið eftir því að kjósa hann sem forseta. Loksins! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á laugardaginn eru forsetakosningar. Ég á erfitt með að átta mig á hlutverki forsetans þar sem ég man bara eftir einum forseta. Ég hef enga tilfinningu fyrir því hvort Ólafur hafi verið góður eða slæmur forseti, fyrir mér er forseti Íslands eins og Ólafur er. Sem er eiginlega bara sorglegt. En seinustu mánuði hef ég verið að spyrja mig hvernig forseta ég myndi vilja fá, fengi ég að velja. Fólk talar mikið um að forsetinn eigi að vera sameiningartákn og standa fyrir alla Íslendinga. Fyrir mér er þetta fáránleg krafa. Hvernig á einn einstaklingur að standa fyrir bæði náttúruvernd og náttúrueyðileggingu? Hvernig á einn einstaklingur að sameina fólk sem vill taka á móti flóttafólki og fólk sem vill það ekki? Og svo framvegis. Það eina sem þessi hugmyndafræði skilar okkur er einstaklingur sem talar ekki fyrir neinu og hefur engar opinberar skoðanir, tekur skóflustungur og flytur ávarp um ekki neitt á áramótunum. Og þá sé ég engan tilgang með embættinu.Hvað á forseti að gera? Forseti Íslands getur talað um þá hluti sem skipta máli fyrir framtíðina. Hann getur talað fyrir umhverfismálum (í alvöru, ef við gerum ekkert í þeim málum getum við allt eins sleppt allri annarri umræðu því við munum þurrkast út með næstu kynslóðum), hann getur talað fyrir nýsköpun (hvernig við getum lifað með menguðu vatni, hækkandi sjávarmáli, súrum sjó og fleiri vandamálum sem við höfum ekki enn gert okkur grein fyrir) og hann getur talað fyrir jöfnuði og sanngjörnu samfélagi. Það er það sem ég vil sjá forseta gera, og það merkilega er að ég get valið mér þennan forseta! Eftir að hafa lesið LoveStar og Draumalandið þegar ég var 15 ára, og aftur og aftur seinustu árin, veit ég að Andri Snær mun tala fyrir þessum málefnum sem forseti. Hann hefur lagt mikla vinnu í að ræða við fólkið í landinu, og seinna fólk út um allan heim, um lýðræði, samfélagið, ástina, markaðsöfl, nýsköpun, náttúruvernd og möguleika. Andri Snær sér framtíðina og les í fortíðina af næmi, forvitni og virðingu. Ef þið trúið mér ekki skulið þið lesa bækurnar hans. Það er nákvæmlega þess vegna sem ég skoraði á Andra að bjóða sig fram, og það er þess vegna sem ég get ekki beðið eftir því að kjósa hann sem forseta. Loksins!
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun