Bílaframleiðendur í Bretlandi kjósa áframhaldandi veru í ESB Finnur Thorlacius skrifar 23. júní 2016 10:04 Land Rover Discovery Sport. Allir bílaframleiðendur sem starfa í Bretlandi vilja að landið verði áfram í Evrópusambandinu og telja að þeir tapi miklum fjárhæðum ef breskir kjósendur velja útgöngu. Jaguar Land Rover segir að fyrirtækið yrði af allt af 185 milljörðum króna fram til ársins 2020 ef af útgöngu verður. Þetta byggir Jaguar Land Rover á útreikningum vegna þeirra skattabreytinga sem útganga hefði í för með sér. Leggjast myndi á 10% útflutningsskattur á þá bíla sem framleiddir eru í Bretlandi en seldir í löndum Evrópusambandsins. Ennfremur myndi leggjast á 4% skattur á þá íhluti sem breskar bílaverksmiðjur myndu flytja inn frá löndum Evrópusambandsins. Forstjóri Jaguar Land Rover hefur skrifað bréf til starfsmanna fyrirtækisins þar sem hann útlistar þessi áhrif og hvaða afleiðingar þær hefðu. Með því má ljóst vera að hann hvetur starfsmenn sína til að greiða atkvæði sitt með áframhaldandi veru í Evrópusambandinu og að atkvæði greitt á annan hátt myndi stefna störfum þess í hættu vegna minnkandi eftirspurnar eftir bílum Jaguar Land Rover. Ef að kosningarnar fara á þann hátt að Bretlandi gengi úr Evrópusambandinu er ekki ólíklegt að fyrirtæki eins og Jaguar Land Rover kysi frekar að smíða bíla sína í löndum Evrópusambandsins fremur en í heimalandinu Bretlandi og því eru störf starfsmanna þar í enn meiri hættu. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent
Allir bílaframleiðendur sem starfa í Bretlandi vilja að landið verði áfram í Evrópusambandinu og telja að þeir tapi miklum fjárhæðum ef breskir kjósendur velja útgöngu. Jaguar Land Rover segir að fyrirtækið yrði af allt af 185 milljörðum króna fram til ársins 2020 ef af útgöngu verður. Þetta byggir Jaguar Land Rover á útreikningum vegna þeirra skattabreytinga sem útganga hefði í för með sér. Leggjast myndi á 10% útflutningsskattur á þá bíla sem framleiddir eru í Bretlandi en seldir í löndum Evrópusambandsins. Ennfremur myndi leggjast á 4% skattur á þá íhluti sem breskar bílaverksmiðjur myndu flytja inn frá löndum Evrópusambandsins. Forstjóri Jaguar Land Rover hefur skrifað bréf til starfsmanna fyrirtækisins þar sem hann útlistar þessi áhrif og hvaða afleiðingar þær hefðu. Með því má ljóst vera að hann hvetur starfsmenn sína til að greiða atkvæði sitt með áframhaldandi veru í Evrópusambandinu og að atkvæði greitt á annan hátt myndi stefna störfum þess í hættu vegna minnkandi eftirspurnar eftir bílum Jaguar Land Rover. Ef að kosningarnar fara á þann hátt að Bretlandi gengi úr Evrópusambandinu er ekki ólíklegt að fyrirtæki eins og Jaguar Land Rover kysi frekar að smíða bíla sína í löndum Evrópusambandsins fremur en í heimalandinu Bretlandi og því eru störf starfsmanna þar í enn meiri hættu.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent