Halla: Það getur enn margt gerst fram að kosningum jóhann óli eiðsson skrifar 23. júní 2016 09:57 Halla Tómasdóttir mælist nú með næstmest fylgi frambjóðenda. vísir/stefán „Ég er hrærð og ánægð með meðbyrinn sem ég finn,“ segir Halla Tómasdóttir í samtali við Vísi. Halla tekur stórt stökk í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins en hún bætir við sig um tíu prósentum milli vikna. „Ég bjóst við því að bæta við mig en átti ekki von á svona miklu stökki. Ég hef fundið gífurlegan og vaxandi meðbyr hvert sem ég hef komið,“ segir Halla. „Ég hef alltaf trúað því að því að eftir því sem ég hitti fleiri, á samtalið um hvernig samfélag og hvernig gildi við viljum að landið okkar endurspegli, að þá muni fylgið aukast.“ Halla mælist nú með 19,6 prósent og nýtur næstmests stuðnings frambjóðenda. Guðni Th. Jóhannesson leiðir með 49 prósent en hann tapar sjö prósentum milli vikna. Fylgi Andra Snæs Magnasonar og Davíðs Oddssonar mælist tæp þrettán prósent. Aðspurð segist Halla ekki bölva því að kjördagur sé á laugardaginn en ekki síðar. „Ég bölva aldrei neinu en ég get ekki neitað því að ég myndi þiggja örfáa daga í viðbót. Með auknum stuðningi hafa fleiri vinnustaðir falast eftir því að fá mig í heimsókn. Mér sýnist ég muni ekki komast á alla staði á þessum tíma.“Ætlar að njóta síðustu daga baráttunnar Líkt og áður segir mælist Guðni Th. með mest fylgi og Halla með næstmest. Hún telur að þrátt fyrir að kjördagur nálgist óðfluga geti enn margt gerst. „Þú sérð það að í upphafi mældist ég með um eitt prósent en nú eru þau hátt í tuttugu. Í flestum könnunum hafa verið gerðar er hlutfall þeirra sem tekur ekki afstöðu tiltölulega hátt svo það getur margt breyst.“ Landsmenn ganga að kjörborðinu komandi laugardag og það er heilmikil dagskrá fram að því. Í kvöld eru kappræður frambjóðenda á Stöð 2 og á morgun á RÚV auk viðtala á hinum ýmsu miðlum þess á milli. Að auki eru fjölmargar heimsóknir en Halla hefur haldið sinn síðasta opna fund. „Sá síðasti var á Selfossi í gær. Þar var einstakt andrúmsloft enda heimabær Jóns Daða og allir í skýjunum eftir leikinn,“ segir Halla. Þrátt fyrir þétta dagskrá ætlar hún að finna sér tíma til að njóta síðustu daga baráttunnar í botn. „Þegar ég lagði af stað í þessa vegferð þá ætlaði ég mér í þetta af gleði. Þetta hefur verið algjört og frábært ævintýri frá upphafi til enda. Ég vil einnig nýta tækifærið til að þakka öllu því frábæra fólki sem hefur lagt mér lið, stutt mig í gegnum þetta ferli og gert það svona ógleymanlegt,“ segir Halla að lokum. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Halla trúir á líf eftir dauðann Halla Tómasdóttir skartaði einu sinni hárgreiðslu Limahl úr NeverEnding Story. Hún er sú þriðja sem tekur Forsetaáskorun Vísis. 22. júní 2016 10:00 Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
„Ég er hrærð og ánægð með meðbyrinn sem ég finn,“ segir Halla Tómasdóttir í samtali við Vísi. Halla tekur stórt stökk í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins en hún bætir við sig um tíu prósentum milli vikna. „Ég bjóst við því að bæta við mig en átti ekki von á svona miklu stökki. Ég hef fundið gífurlegan og vaxandi meðbyr hvert sem ég hef komið,“ segir Halla. „Ég hef alltaf trúað því að því að eftir því sem ég hitti fleiri, á samtalið um hvernig samfélag og hvernig gildi við viljum að landið okkar endurspegli, að þá muni fylgið aukast.“ Halla mælist nú með 19,6 prósent og nýtur næstmests stuðnings frambjóðenda. Guðni Th. Jóhannesson leiðir með 49 prósent en hann tapar sjö prósentum milli vikna. Fylgi Andra Snæs Magnasonar og Davíðs Oddssonar mælist tæp þrettán prósent. Aðspurð segist Halla ekki bölva því að kjördagur sé á laugardaginn en ekki síðar. „Ég bölva aldrei neinu en ég get ekki neitað því að ég myndi þiggja örfáa daga í viðbót. Með auknum stuðningi hafa fleiri vinnustaðir falast eftir því að fá mig í heimsókn. Mér sýnist ég muni ekki komast á alla staði á þessum tíma.“Ætlar að njóta síðustu daga baráttunnar Líkt og áður segir mælist Guðni Th. með mest fylgi og Halla með næstmest. Hún telur að þrátt fyrir að kjördagur nálgist óðfluga geti enn margt gerst. „Þú sérð það að í upphafi mældist ég með um eitt prósent en nú eru þau hátt í tuttugu. Í flestum könnunum hafa verið gerðar er hlutfall þeirra sem tekur ekki afstöðu tiltölulega hátt svo það getur margt breyst.“ Landsmenn ganga að kjörborðinu komandi laugardag og það er heilmikil dagskrá fram að því. Í kvöld eru kappræður frambjóðenda á Stöð 2 og á morgun á RÚV auk viðtala á hinum ýmsu miðlum þess á milli. Að auki eru fjölmargar heimsóknir en Halla hefur haldið sinn síðasta opna fund. „Sá síðasti var á Selfossi í gær. Þar var einstakt andrúmsloft enda heimabær Jóns Daða og allir í skýjunum eftir leikinn,“ segir Halla. Þrátt fyrir þétta dagskrá ætlar hún að finna sér tíma til að njóta síðustu daga baráttunnar í botn. „Þegar ég lagði af stað í þessa vegferð þá ætlaði ég mér í þetta af gleði. Þetta hefur verið algjört og frábært ævintýri frá upphafi til enda. Ég vil einnig nýta tækifærið til að þakka öllu því frábæra fólki sem hefur lagt mér lið, stutt mig í gegnum þetta ferli og gert það svona ógleymanlegt,“ segir Halla að lokum.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Halla trúir á líf eftir dauðann Halla Tómasdóttir skartaði einu sinni hárgreiðslu Limahl úr NeverEnding Story. Hún er sú þriðja sem tekur Forsetaáskorun Vísis. 22. júní 2016 10:00 Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Forsetaáskorun Vísis: Halla trúir á líf eftir dauðann Halla Tómasdóttir skartaði einu sinni hárgreiðslu Limahl úr NeverEnding Story. Hún er sú þriðja sem tekur Forsetaáskorun Vísis. 22. júní 2016 10:00
Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00