Sker Volkswagen bílafjölskyldan niður 40 bílgerðir? Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2016 13:30 Fjölmörg bílamerki eru innan Volkswagen bílasamstæðunnar. Þýska viðskiptablaðið Handelsblatt segist hafa heimildir fyrir því að hjá hinni stóru bílafjölskyldu Volkswagen verði skornar niður 40 bílgerðir á næstunni. Yrði það gert sem liður í aðhaldsaðgerðum fyrirtækisins í kjölfar dísilvélahneykslisins og þeim kostnaði sem því fylgir. Alls framleiða öll þau merki sem tilheyra Volkswagen nú 340 bílgerðir og mótorhjól. Meðal merkja þeirra sem tilheyra Volkswagen eru Audi, Skoda, Seat, Porsche, Lamborghini, Bentley, MAN, Scania og Ducati mótorhjólaframleiðandinn. Handelsblatt greinir ekki frá því hvaða bílgerðir gætu farið undir hnífinn en segir einnig frá því að til greina komi að selja MAN trukkaframleiðandann og Ducati í heild sinni. Ducati hefur ekki verið lengi í eigu Volkswagen, eða frá árinu 2012, en merkið heyrir reyndar undir Audi. Volkswagen hefur eftir dísilvélasvindlið lagt áherslu á framleiðslu bíla sem ganga fyrir rafmagni að hluta eða öllu leiti. Þessar 40 bílgerðir sem gætu horfið eru því líklega bílar sem ekki henta að verða rafmagnsvæddir og eiga það væntanlega sameiginlegt að auki að seljast ekki mjög vel. Volkswagen bílafyrirtækið var söluhæsta bílafyrirtæki heims á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, seldi naumlega fleiri bíla en Toyota. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent
Þýska viðskiptablaðið Handelsblatt segist hafa heimildir fyrir því að hjá hinni stóru bílafjölskyldu Volkswagen verði skornar niður 40 bílgerðir á næstunni. Yrði það gert sem liður í aðhaldsaðgerðum fyrirtækisins í kjölfar dísilvélahneykslisins og þeim kostnaði sem því fylgir. Alls framleiða öll þau merki sem tilheyra Volkswagen nú 340 bílgerðir og mótorhjól. Meðal merkja þeirra sem tilheyra Volkswagen eru Audi, Skoda, Seat, Porsche, Lamborghini, Bentley, MAN, Scania og Ducati mótorhjólaframleiðandinn. Handelsblatt greinir ekki frá því hvaða bílgerðir gætu farið undir hnífinn en segir einnig frá því að til greina komi að selja MAN trukkaframleiðandann og Ducati í heild sinni. Ducati hefur ekki verið lengi í eigu Volkswagen, eða frá árinu 2012, en merkið heyrir reyndar undir Audi. Volkswagen hefur eftir dísilvélasvindlið lagt áherslu á framleiðslu bíla sem ganga fyrir rafmagni að hluta eða öllu leiti. Þessar 40 bílgerðir sem gætu horfið eru því líklega bílar sem ekki henta að verða rafmagnsvæddir og eiga það væntanlega sameiginlegt að auki að seljast ekki mjög vel. Volkswagen bílafyrirtækið var söluhæsta bílafyrirtæki heims á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, seldi naumlega fleiri bíla en Toyota.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent